Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 14
Margrét Valgerðardóttir afhendir formanni bútasaumsteppi að gjöf. Frá Geðhjálp raun bæri vitni um hér á Stór- Reykjavíkursvæðinu, langt umfram almenna samþjöppun fólks hér, sem sannarlega væri þó yfrið næg. Auðvitað má finna ástæður þessa, þá helzta að hér eru geðdeildirnar , hér sú þjónusta sem á þarf að halda, hingað koma menn og leita lækningar, vistast jafnvel um skeið og verða svo eftir hér á svæðinu, treystast máske ekki í sína heimabyggð eða eiga tæpast afturkvæmt af ýmsum orsök- um. Eins og menn vita er það aðeins Akureyri sem býður upp á geðdeildar- þjónustu utan þessa svæðis hér. Minnt á um leið hve mikill hluti húsnæðis- umsækjenda hjá Hússjóði Öryrkja- bandalagsins ætti einmitt við að stríða fötlun af þessu tagi og þar til viðbótar kæmu svo oft önnur vandamál s.s. óregla. Vandinn væri því oft ógnvekj- andi og erfitt um úrlausnir allar. Ingólfur gat þess svo sérstaklega til gamans að nú væri fyrirhugað að hann yrði í júlí n.k. á fundi með “hefð- arkonum heimsins” — First ladys club — sem er virðulegur klúbbur helztu valdakvenna heimsins. Klúbb- urinn er á vegum áðurnefndra alþjóða- samtaka: WFMH og eðlilega mikils metinn. Guðrún Katrín forsetafrú fékk boð á þennan fund en gat því miður ekki komið því við að fara og Ingólfur fer í hennar stað með hennar umboði og hlakkar eðlilega til þessa fundar. Agæt heimsókn var á enda, við höfðum notið hinna ágætustu veit- inga, rætt við gesti félagsmiðstöðvar þar sem m.a. einn þeirra sem býr við flogaveiki sagði okkur hreina krafta- verkasögu af möndluáti sínu — hann bryddi venjulegar bakstursmöndlur — eina á þriggja tíma fresti —- og fyndi fyrir mikilli bót. Kona ein kvaðst fastagestur í félagsmiðstöðinni — þar fékk hún að halda upp á afmælið sitt, og lofaði mjög þá þjón- ustu og aðstoð sem hún fengi. Þannig mætti áfram telja, en einhvers staðar verður að koma amen eftir efninu. Við þrjú þökkum vel fyrir okkur. Geðhjálp óskum við góðrar framtíðar og farsældar í félagsstarfi sem dýrmætri þjónustu við sitt fólk. Megi svo áfram verða öllum til heilla. H.S. Fáeinir molar úr Aaðalfundi Geðhjálpar síðla marzmánaðar flutti formaður félagsins, Pétur Hauksson, yfir- gripsmikla skýrslu um starf félagsins á liðnu starfsári. Þessi skýrsla var svo birt í 3. tbl. Fréttabréfs Geðhjálpar og ritstjóri fór að glugga í hana og greip nokkra mola fleirum til fróðleiks. Rekstur félagsins komst í gott horf, félagsmiðstöðin var opnuð, mötu- neyti rekið, fræðslustarf hafið á nýjan leik. Félagið styrktist, bæði inn á við sem út á við, enda starf framkvæmda- stjóra mikið og gott. Kjarasamningar voru gerðir fyrir allt starfsfólk Stuðn- ingsþjónustuGeðhjálpar. l.okt. 1996 flutti skrifstofan og félagsmiðstöðin frá Öldugötu 15 í Hafnarbúðir, í húsnæði sem framleigt er af Sjúkra- húsi Reykjavíkur til félagsins, en ríkið á húsið. Við fórum þangað þrjú í heimsókn og greinum nánar frá því þar, en þar er boðið upp á heitan mat í hádeginu og aðjafnaði eru 15 manns í fæði yfir mánuðinn og fer fjölgandi. Starfsmenn Stuðningsþjónustunnar sáu um matargerð, en nú er það félag- ið sjálft sem sér um þessa hlið mála undir styrkri stjórn Guðbjargar Gunnarsdóttur. Félagsmálastofnun veitir hálft stöðugildi til starfa í félagsmiðstöðinni, en hún er opin alla virka daga kl. 11 - 17, nema á mið- vikudögum til 18.30 og þáfarið í bíó. A laugardögum er opið milli 14 og 17, en daglega koma milli 30 og 40 formannsskýrslu manns í félagsmiðstöðina. Hún var opin um jól og áramót, og sjálfboða- liði R.K.I. kom færandi hendi á aðfangadag. Vinnustofa verður sérstök rekstr- areining og fer sú starfsemi fram í félagsmiðstöðinni en fundir aðstandenda eru haldnir reglulega á þriðjudögum og bakhópur um stefnu- mótun í geðheilbrigðismálum hittist hálfsmánaðarlega. Fræðslufundir hafa verið með hefðbundnu sniði og verða nú í Hafnarbúðum. Starfsþjáfun fatl- aðra mun verða með náms- og starfs- þjálfun fyrir starfsfólk Stuðnings- þjónustu í samvinnu við Geðhjálp. Námskeið var haldið fyrir aðstand- endur geðklofasjúklinga og var aðsókn svo mikil að endurtekið verður. Sagt er frá því að Magnús Þorgrímsson hafi hætt í stjórn ÖBÍ en við tekið Ingólfur H. Ingólfsson. Er þetta tækifæri hér notað til að þakka Magnúsi fyrir einstaklega ánægjulega samvinnu áranna á þessum vettvangi. Mikið og gott samstarf er við athvarfið Vin og Rauða krossinn. Greint er frá alþjóðlegum heilbrigðis- degi, en honum gerð hér góð skil. Heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd til að móta framtíðarstefnu í geðheilbrigðismálum, en Geðhjálp á þar þrjá góða fulltrúa í raun: Pétur Hauksson, Eydísi Sveinbjarnardóttur og Vilmar Pedersen. Að baki þeirra 14

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.