Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Side 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Side 26
Elín Viðarsdóttir: Kynning á Neistanum - Styrktarfélagi hjartveikra barna Elín Viðarsdóttir. Agætu félagar í Öryrkja- bandalagi íslands. Það er okkur í stjórn Neistans einstök ánægja og heiður að fá að kynna okkar unga félag Neistann, styrktarfélag hjartveikra bama, fyrir eins stórum samtökum og öfl- ugum sem ÖBÍ er. Neistinn er 1 lta deild Lands- samtaka hjarta- sjúklinga sem varð deild innan SÍBS 1992. SÍBS er sem kunnugt er eitt af aðildarfélögum ÖBÍ. Það hlýtur að teljast farsælt og öllum sjúklinga- félögum til góðs sérstaklega þegar horft er til framtíðar að sameina krafta sína og sýna öðrum hluttekningu varðandi hver þau málefnalegu markmið er upp kunna að koma hjá hverju þeirra fyrir sig. Því fögnum við í stjóm Neistans aðild okkar að ÖBI sem deild innan LSH og vonumst eftir miklu og góðu samstarfi í framtíðinni. Þegar barn greinist með hjartasjúk- dóm er áfallið mikið. Mörg þessara barna þurfa tafarlaust að gangast undir aðgerð hérlendis eða erlendis. Tími til upplýsingaleitar er snertir lagaleg og félagsleg réttindi fjöl- skyldunnar er oft skammur og hugurinn víðs fjarri undir kringumstæðum sem þessum. Umönnun inni á sjúkrahúsum fyrir og eftir aðgerð er mestmegnis í höndum aðstandenda, þá yfir- leitt foreldra. Er það jákvætt sérstaklega hvað varðar barnið, en aðstæðum fyrir þetta starfshlutverk foreldra er um margt ábóta- vant og brýn þörf á úrbótum þar að lútandi. Það verða því oft lrkamlega og andlega lúnir foreldrar ef því tak- marki er náð að bamið megi fara heim og engin umframorka til að berjast fyrir breytingum á einn eða annan hátt. Það verður því í höndum okkar hinna, sem höfum haft tíma til að endurnýja orkuna, að sameina krafta okkar í nafni félags sem Neistinn er. Neistinn, styrktarfélag hjart- veikra barna var stofnað 9. maí 1995 og er opið öllum þeim sem áhuga hafa á velferð hjartveikra bama. Starfsemi félagsins frá stofnun þess hefur aðallega verið fólgin í því að þrýsta á forráðamenn þjóðarinnar svo að opnar hjartaaðgerðir á börnum verði framkvæmdar hér á landi sé þess nokkur kostur og teljum við að okkar þrýstingur hafi haft sitt að segja með það að hjartaaðgerðir hafa að stærst- um hluta flust til landsins. Starfsemi félagsins hefur einnig verið falin í að sameina fjölskyldur hjartveikra barna með því m.a. að halda félagsfundi á 6 vikna fresti, þá oft með fræðslu- erindum, gefa út fréttabréf og komast í samband við þá foreldra sem ganga í gegnum erfiða tíma vegna veikinda barna sinna og miðla af sameiginlegri reynslu þeim til styrktar og margt fleira. Vaskar konur. Frá landssöfnun Neistans 14. marz. sl Helstu markmið félagsins eru að deila og miðla reynslu frá foreldri til foreldris, kynna foreldrum hjartveikra bama félagsleg og lagaleg réttindi sín og efla styrktarsjóð hjartveikra barna svo að hægt verði að veita úr þeim sjóði fjárframlög til foreldra hjartveikra barna sem lenda í fjárhagserfiðleikum vegna veikinda barna sinna. Það gerðum við með Landssöfnun Stöðvar 2 og Bylgjunnar þann 14. mars sl. eins og landsmönn- um er eflaust kunnugt. Styrktarsjóður hjartveikra barna var stofnaður 15. maí 1996 í þeirn tilgangi að styrkja for- eldra eða forráðamenn hjartveikra bama fjárhagslega þegar erfiðir tímar steðja að og foreldrar hjartveikra barna standa við hlið barnsins þegar það berst við sjúkdóm sinn, oft upp á líf og dauða. Það þjóðfélag sem við lifum í tekur að vissu marki þátt í þeim kostnaði er af þessu hlýst. En eftir sitja samt þó nokkrir fjárhagslega krefjandi þættir sem auðveldlega geta koll- steypt fjárhagsöryggi fjölskyldunnar ef ekkert er að gert. T.d. launatap vegna fjarveru úr vinnu, jafnvel atvinnumissir enda standa foreldrar langveikra barna réttindalausir gagnvart atvinnurekendum sínum þar sem lagalega eru að- eins 7 veikindadagar vegna barna. Foreldr- ar þurfa að reka áfram heimili sitt, þurfajafn- vel að fá heimilishjálp og koma öðrum börn- um fyrir. Símakostn- aður landa og lands- horna á milli getur orðið ansi hár, svo eitthvað sé nefnt. Eins vil ég benda á að for- eldrar hjartveikra bama eru yfirleitt ung- ir foreldrar að hefja lífið, réttindalausir gagnvart atvinnu- 26

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.