Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Qupperneq 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Qupperneq 29
Sólveig tveggja ára. “Ég sá aðeins afar fallegt barn, litla dóttur mína sem minnti á Kínverja.“ Sigríður og Vilhjálmur í gönguferð á góðri stundu. Mæðgurnar, Sigríður og Sólveig. Þarna er Sólveig 25 ára, en sýnist ekki eldri en tólf. “Hún var svo lengi barn, átti langa bernsku með allri gleðinni sem fylgir henni - síðan varð hún allt í einu gömul - ekkert milliskeið í ævi Sollu.“ byrðis, og til að byrja með skiptust þau á heimsóknum. Nú eru þau orðin 24 og erfiðara um vik. “ Aðalstarf Sigríðar var samt áfram hjá Styrktar- félagi vangefinna. Hún var fulltrúi þess hjá Bandalagi kvenna í Reykja- vík og síðar hjá Kvenfélagasambandi íslands. í lögum félagsins segir m.a. að tilgangurinn sé að vangefnum verði veitt sem ákjósanlegust skilyrði til að ná þeim þroska sem hæfileikar þeirra leyfa. Sigríður segir fjáröflun hafa verið brýnasta verkefni Styrktarfélagsins í upphafi. “Það var mikill sigur, þegar “tappasjóðurinn” svonefndi var sam- þykktur á Alþingi. Hann fólst í því að ákveðin upphæð af sölu öl- og gosdrykkja í landinu færi til upp- byggingarhúsnæðisfyrirvangefna. I fyrstu var deilt á stjórn félagsins fyrir að láta allt í steinsteypu. - En hvernig á að vinna að þroska barns, ef ekkert húsnæði er til?” Einbeittur raddblærinn sýnir rök- föstu félagshyggjukonuna Sigríði. Örugglega hefur verið erfitt að kveða hana í kútinn. “Þrengslin á Skálatúni ráku á eftir okkur,” segir hún, “börnin voru átta saman í herbergjum og látin sofa í rimlarúmum. Viðbótarbygging á Skálatúni var brýnasta verkefnið. Síðar reistum við leikskólann Lyngás í Safamýri, sem tekur nú á móti börn- um af greiningarstöðvunum.” Greinilega er þjálfunar- og hæf- ingarstöðin Bjarkarás samt stolt félagsins. Signður hélt ræðu sem for- maður skólanefndar á fyrsta foreldra- fundinum. “Eitt af því sem ég sagði var, að nú ættu allir að koma í skólann sinn með strætó! Þá fannst mörgum að barnið sitt ætti ekki heima þarna. Foreldrar vangefinna hneigjast oft til ofverndunar, sem er vel meint en ekki gott fyrir einstaklinginn.” Sigríður segist alltaf muna, þegar hún hitti hóp frá Bjarkarási á strætó- stöðinni á Hlemmi. “Ég var svo stolt innra með mér, að þau höfðu getað lært að fara með strætó, þvert ofan í það sem foreldrar þeirra höfðu sagt.” Sigríður segist þakklát fyrir, hve mikið hafi áunnist frá því að Solla fæddist 1947. “Nú eru aðstæður til greiningar, þjálfunar og endurhæf- ingar fyrir hendi, en slíkt vantaði algjörlega árið 1947. Nú gerir fólk sér miklu betur grein fyrir þessari fötlun. Aður var erfitt að fá foreldra til að skilja vanhæfni barnsins. Margir héldu að hægt væri að þjálfa það upp, svo að það fengi eðlilega greind. Margir voru líka á móti því að láta barnið sitt mótast með sínum líkum, álitu það þroskast betur innan um venjulegt fólk. Ég álít þvert á móti, að það leiði til einangrunar einstakl- ingsins. Vangefinn maðurhefuralltaf þessa takmörkun. Hann hneigist meira að sínum líkum, leitar þá jafn- vel uppi.” FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.