Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Síða 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Síða 30
Sigríður í fundarstól eins og iðulega á löngum starfsferli í félagsmálum. Þarna er hún fundarstjóri á afmælisfundi í Bjarkarási '88. Hrein og sterk tilfinningavera “Solla mín lærði hvorki að lesa né skrifa, en hún lærði heilmikla handavinnu. Að sitja við vefstól gaf henni mikið. Hún bjó líka yfir frá- bæru minni á hluti og fólk. Dönsk stúlka kom eitt sinn á heimilið, þegar Solla var átta ára. Tíu árum seinna kom hún aftur og Solla þekkti hana strax. Það er örugglega hægt að þjálfa vangefna í fleiri störf en nú er gert. Þeir eru mjög góðir við ýmsa nákvæmnisvinnu, og rútínustörf sem þeir læra gleymast ekki. Solla mín sýndi líka eiginleika, sem venjulegt fólk þróar síður með sér eða lætur umhverfið hafa áhrif á sig. Henni var alveg sama hvað öðr- um fannst. Ef hún vildi sýna ein- hverjum ástúð, komst ekkert annað að. Hreinni og sterkari tilfinningaveru hef ég ekki kynnst.” Sigríður segir stundum hávaða hafa fylgt ólíkum skoðunum, eins og gengur hjá stórri tjölskyldu. “Alltaf stóð mín kona þá upp, leit ásakandi á okkur og lokaði hurðinni. Eg man hvað við skömmuðumst okkar,” segir Sigríður brosandi. “A yngri árum er maður svo barna- legur. Þá var venja að hafa þetta fólk í felum, svo mikil grimmd í okkur mannfólkinu. Og mér fannst allir horfa á okkur, tala um okkur, þegar Solla mín var með. Þetta hvarf með árunum. Ætli það sé ekki kallaður þroski,” segir Sigríður og brosir angurvært. “Síðar kynntist maður öðrum for- eldrum sem áttu líka svona börn. Sameinuð fórum við svo að kynna málstað barnanna okkar út á við. Innbyrðis kynni og kynning var það besta sem Styrktarfélagið gerði, því að fötlun bamsins var mál málanna hjá hverri fjölskyldu. I starfinu með Soliu og fyrir Sollu kynntist ég mörgu ákaflega góðu fólki. Fólki sem maður gat gefið eitthvað af sjálfum sér. “Þér er alveg óhætt að tala um þetta við mig. Eg á sjálf vangefið barn.” Þessi orð leystu oft mikla sorg úr fjötrum og um tíma starfaði maður í hlutverki félagsráð- gjafans. Þessi börn eru oft svo veik, að mæðumar sváfu ekki heilu og hálfu næturnar. Og aðrir í fjölskyldunni oft sinnulausir um þessa fötluðu einstakl- inga. Þær höfðu því mikla þörf fyrir að létta á sér við einhvern sem skildi þær. Þarna komum við saman 50-100 mæður á mánaðarlegum fundum, oft aðeins til að spjalla saman, stundum til að leggja drög að kaffisölu og bösurum. Margar af þessum konum halda enn kunningsskap. Nú eru þessir fundir aflagðir. Enginn vill taka að sér forystuna. Sambandsleysi hef- ur aukist samhliða auknu vægi mennt- aðra ráðgjafa. Sömuleiðis hafa for- eldrarnir minna samband eftir því sem barnið eldist. Eg tel þetta spor aftur á bak. Starf menntaðra ráðgjafa er mik- ilvægt, en samskipti foreldra vangef- inna barna eru það ekki síður.” Bernskuárin á Flúðum Hverjar eru rætur rökföstu félags- hyggjukonunnar Sigríðar, sem stóð ein frumkvöðla að stofnun Styrktar- félags vangefinna og Öryrkjabanda- lagsins og helgaði líf sitt þessum málefnum? “Foreldrar mínir voru Sólveig Guðmundsdóttir og Ingimar Jóhannesson kennari. Mamma kom til Reykjavíkur til að eiga mig. Þá var pabbi kennari á Eyrarbakka, en tekur síðar við skólastjórastöðu bama- skólans á Flúðum. Þaðan eru bestu minningarnar. Bernskan á Flúðum var einn dýrðardagur!” Skólastjóraíbúðin var tvö lítil herbergi í heimavist gamla skólans á Flúðum, sameig- inlegt eldhús og borðstofa fyrir skólastjóra og heima- vist. “Mamma var ekki ánægð með þetta, en við krakkarnir alsæl,” segir Sigríður hlæjandi. “Mamma var ráðskona fyrst og krakkamir hjálpuðu til við eldhússtörfin. Við systurnar okkar megin í eldhúsinu. Þetta var ein stór fjölskylda sem stækkaði um sextán til tuttugu krakka frá október fram í maí. Eftir það áttum við systkinin allt húsið.” Sigríði er eldhúsið minnistætt. Gamla skóla- húsið var byggt á hvera- klöpp. Yfirbyggður hverinn stóð við hlið eldhússins og allur matur soðinn í honum. “Eg man eftir ferðafólki sem kom til að skoða þetta sérstæða fyrirbæri,” segir Sigríður. Hún bætir því við, að eld- húsgólfið hafi oft verið óþægilega heitt til að standa á. “Úr því var reynt að bæta með því að leggja trégólf yfir, en það fúnaði fljótt. Einn daginn gerðist það í miðjum veisluhöldum, að ein þjónustustúlkan steig niður úr gólfinu, meðfangiðfulltafveisluföngum! Nú er gamla skólahúsið horfið, en steypan í því var leirinn úr hveralæknum sem reyndist alveg ónýt.” Signður fær stjörnur í augun, þegar hún minnist bernskuumhverfisins á Flúðum. “A haustin var veitt vatni yfir engjamar, svonefndar áveitur. í leirnum var áburður fyrir sumar- sprettuna, en við krakkarnir fengum þama ágætustu skautasvell. í vondum veðrum fengum við að leika okkur í samkomu- og leikfimihúsinu. Á leiksviðinu settum við upp spuna- leikrit og kenndum hvert öðru að dansa. “Margur strákurinn hefur lent á fyllirí, af því hann kunni ekki að dansa,” sagði pabbi oft. Það er varla hægt að hugsa sér betra umhverfi að alast upp í,” segir Sigríður með sann- færingarkrafti. - Þarna ertu alin upp í nánum félagstengslum við öll skólabömin hjá pabba þínum. Átti umhverfið og uppeldið á Flúðum ekki stóran þátt 30

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.