Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Qupperneq 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Qupperneq 35
Hann fór svo yfir og skýrði einstaka liði áætlunarinnar. Aðeins skal að nokkrum tölum vikið. Laun, launa- tengd gjöld, ýmis útgjöld skrifstofu bandalagsins þ.m.t. aðkeypt þjónusta (lögfræðiaðstoð) samtals 13.3 millj. kr. Akstur, erlend samskipti, funda- kostnaður, auglýsingar, innbúskaup og annarkostnaður samtals 4.65 millj. kr. Samstarf ÖBÍ og Þroskahjálpar, ráðstefnugjöld og stofngjald Mann- réttindaskrifstofu 950 þús. kr. Styrkir nema samtals 12 millj. kr. Til Starfs- þjálfunar fatlaðra 1 millj. kr. og til Tölvumiðstöðvar 250 þús. Frétta- bréfiðkostar 5.5. millj. kr. Til atvinnu- mála fatlaðra 10.15 millj. kr. og Vinnustaðir ÖBÍ 4. millj. kr. Fjár- hagsáætlunin síðan samþykkt ein- róma. 5. Erindi til Umboðsmanns Alþingis Helgi greindi frá tilurð þess erindis þ.e. að kjarasamningamir 1995 hefðu ekki skilað sér svo sem þeir hefðu átt að gera og munaði um fjórum prósentustigum. Kvörtun þetta varðandi send í janúar í fyrra og þrátt fyrir margar ítrekanir embættisins hefði ráðuneytið fyrst gefið andsvar í janúar nú eða þurft ár til að verja þessa ákvörðun sína. Athugasemdir banda- lagsins síðan sendar Umboðsmanni nær því um hæl og svo væri úrslita beðið. 6. Frá skipulagsnefnd Formaður nefndarinnar, Björn Hermannsson, flutti góða og ítarlega framsögu um störf nefndarinnar og fyrirhugað framhald. Auk hans eru þeir Ólafur H. Sigurjónsson og und- irritaður í nefndinni. B jörn rifjaði upp tilurð nefndarskipunar þ.e. stefnuskrá ÖBI sem væri vegvísir sá sem leggja þyrfti nú vegi eftir, breyta og endur- byggja þar sem þess væri þörf. Að skilgreina brýnustu verkefni og vinna síðan út frá því. Skipta starfinu í verkefni inn á við og svo út á við. Varpaði því fram hvort reyna ætti að flokka félög ÖBÍ út frá þjónustuþörf, en ýmsar aðrar flokkanir kæmu til greina s.s. greint á milli sjúkdóma og fatlana. Nefndin leggur til að for- mannafundur verði haldinn í apríl og svo ákveðið framhald þar af. Æski- legast væri að fá lokið vinnu við álit og tillögur fyrir næsta aðalfund bandalagsins.Miklar og fjörugar umræður urðu á fundinum, bæði um hlutverk bandalagsins og starfssvið sem og verkaskiptingu milli banda- lags og félaga. Þórey V. Ólafsdóttir mælti fyrir því að bandalagið kæmi sér upp þekkingar- og þjónustu- miðstöð þar sem sérfræðingar kæmu að hinum ýmsu meginþáttum. Ólafur H. Sigurjónsson ræddi samstarf Þroskahjálpar og Öryrkjabanda- lagsins sem nauðsynlegt væri. I því sambandi sagði Ásgerður að samstarf þessara samtaka væri alltaf nokkuð og færi á ný vaxandi. Ólafur kvað mjög brýnt að bandalagið fylgdist vel með yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitar- félaganna og ætti þar virka aðild. Haukur Þórðarson kvað nauðsyn til bera að sem skýrust skil væru á milli bandalags og félaga í öllum meginþáttum starfs, þannig að ekki rækist á, þó samvinna þyrfti einnig að vera sem bezt í milli. Rætt var um hvort ekki bæri að boða fram- kvæmdastjóra félaganna á formanna- fund og verður það athugað betur. Niðurstaðan almennt sú að skipu- lagsnefnd undirbúi sem bezt fund um skipulagsmál í apríl. Ingólfur H. Ingólfsson taldi þarft að endurvekja ferðamálaráð fatlaðra um leið og hann fagnaði sérstaklega aðild að Mann- réttindaskrifstofu Islands. 7. Önnur mál Ólafur H. Sigurjónsson greindi frá afdrifum Bréfaskólans, Stjórn skólans hafði verið falið að ráðstafa skólanum, en hann var seldur einkaaðila um síð- ustu áramót - sá tekur við öllum samn- ingum sem nemendum. Allt uppgjör m.a. við starfsmenn er búið og allar skuldir greiddar. Ólafur vonaði að skólinn nyti áfram velvilja almenn- ings. Sigurður Viggósson sagði nokkuð frá Samtökum sykursjúkra og baráttumálum þeirra. Fundi slitið um kl. 19.20 H.S. Sundhöll Reykjavíkur 1937 - 60 ára - 1997 Við Barónsstíg ein bygging er borgarprýði mesta. Þar má sjá, að unir sér í sundi fjöldi gesta. Ekk’ er að sjá neinn ellibrag enginn finnst hér slíkur sextug þó að sé í dag Sundhöll Reykjavíkur. Það er okkur öllum kært að una í þessu “sloti”. Flest við höfum hérna lært að hald’ okkur á floti. Ungir jafnt sem aldnir hér allir lífsins njóta. Á sínum hraða syndir hver með sveiflu handa og fóta. Eflaust metur þjóðin það, sem þarna fær hún notið, enda hefur “Höllin” blað í hennar sögu brotið. Þótt hér séu um borg og bý byggðar laugar fínar verð ég alltaf “Höllinni” í, aðrir hafi sínar. Með afmæliskveðju Sigurður Jónsson, tannlæknir Es. Þetta ágæta afmælisljóð barst okkur og eflaust munu einhverjir lesendur þessara Ijóðlína undir taka. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 35

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.