Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Side 37

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Side 37
Eyþór og Laitinen daginn eftir aðgerð þegar við fórum af sjúkrahúsinu. að ef hann hefði farið 1 mm. lengra utan. Við hjónin lögðum af stað til Stokkhólms á mánudegi og fór- um beint á hótel sem við dvöldum á, daginn eftir mættumviðsvo til Laitinen. Hann gerði mælingar á höfði mínu sem tók svona um klukkutíma, þá var kl. 12 á há- degi. Ég átti að vera á sjúkrahús- inu það sem eftir var dags, aðgerðin kl. 11 morguninn eftir, konan mín mátti vera hjá mér þama allan daginn til kl. 20. Ég ætla að reyna að lýsa í stuttu máli hvernig þessi aðgerð er gerð. Fyrst var ég settur í segulómun þar sem fundinn var staðurinn sem átti að brenna fyrir ákveðin taugaboð. Svo næsta dag var settur á mig stálhjálmur sem búið var að reikna út stefnuna á staðinn, síðan var ég staðdeyfður þar sem bora átti lítið gat á höfuðbeinið. Síðan tók hann venjulegan handbor eins og ég hafði svo oft notað í minni vinnu, og gatið varð ekki stærra en að komast mátti inn með brennipenna. Ég var svo heppinn að á þessu sjúkra- húsi starfar Sigurbjörg Björnsdóttir hjúkrunarkona frá Blönduósi en hún hefur verið í Svíþjóð í um 20 ár, starf hennar er á þeirri skurðstofu sem ég var á. Sigurbjörg stóð við hlið mína því læknirinn þarf að vera í góðu sam- bandi við sjúklinginn því hann talaði við mig allan tímann, lét mig hreyfa hendur og fætur og svara spurningum um sjónina hvort hún breyttist og draga frá tölur og allt eftir því. Þegar staðurinn var fundinn var penninn hitaður í 90 gráður og áhrifin létu ekki á sér standa. Mig langaði til að hlaupa. Þetta tók 24 mínútur frá því ég kom á stofuna þar til allt var búið. Alda var komin til mín strax eða klukkutíma eftir og fannst henni mikill munur frá kvöldinu áður þegar hún fór heim á hótelið. Aðgerðin tókst nokkuð vel en þó voru enn aukahreyf- ingaríhægri hendi og sagði læknirinn hefði þetta verið fullkomið, en hættan við að fara lengra er að valda skaða svo þetta er mikið nákvæmnisverk semunniðereftirmælingumog alveg blindandi. Ég spurði hvenær við mættum koma aftur ef vinstri hliðin versnaði en það kom strax í ljós að sjúkdómurinn var farinn að herja þar líka, sem við gerðum okkur ekki grein fyrir áður, því sú hægri var svo slæm. Hann nefndi svona tvö ár. Ég dvaldi á sjúkrahúsinu til hádegis daginn eftir en þá fórum við á hótelið. Var ég þar fjóra daga og Laitinen kom til mín á hverjum degi. Ég fór út á matsölustaði og skoðaði mig svolítið um. Eftir viku vorum við komin heim aftur. En Adam var ekki lengi í Paradís. Nú var það vinstri hliðin sem kvartaði . Það var í september 1996 sem Svíþjóð var heimsótt öðru sinni, og gekk það eins og síðast nema ég átti helst að hvíla mig og ekki að ganga mikið fyrstu sex vikurnar. Við dvöldum í Stokkhólmi hjá Sigurbjörgu í eina viku, það var betra en að fara strax heim, gátum séð okkur svolítið um. Gott að átta sig svolítið á hvað maður getur og hvflast, því öllu þessu fylgir mikið álag og spennufallið verður mikið þegarþetta er afstaðið. essi aðgerð tókst beturen sú fyrri. Nú er ég laus við allar auka- hreyfingar nema stundum í hægri hendi, get skrifað hvenær sem er, gat það strax eftir fyrri aðgerðina. Ég nota helmingi minni skammt af lyfjum, bara Matobar. Ég geng mikið en stundum gengur illa að ganga upp brekkur sérstak- lega ef ekkert er sem afmarkar skreflengdina, svo sem steinar, tröpp- ur eða hellulögn. Eins mætti jafn- vægið vera betra. En ekki verður á allt kosið. Ég var á Reykjalundi í sex vikur í vetur og fór þá akandi einn að heiman en þetta eru um 600 krn. Fór þetta á einum degi, en þetta gat ég ekki áður. Þessar aðgerðir eru búnar að gera mér lífið léttara en það hefur verið síðustu tíu árin. Og er á meðan er. Kærar þakkir til ykkar allra sem hjálpuðu okkur í gegnum þetta allt. En af hverju ég ? Ekki er vitað af hverju Parkinson- veikin byrjar, en mig grunar að hjá mér hafi mengað vatnsból kannski verið ástæðan. Svoleiðis var að í gamla bænum á Eyjólfsstöðum var erfitt að fá sjálfrennandi vatn. Þegar ég byrjaði að búa lét ég grafa brunn við Fossána og átti vatnið í hann að koma frá ánni, en oft kom það fyrir að yfirborðsvatn komst í brunninn og kom það eftir lægð í túninu fram hjá gömlum fjárhúsum sem þá voru í notkun. En þar var búið að nota allar þær tegundir af baðlyfi sem fluttar hafa verið til landsins. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Ekki grunaði mig þá að vatnið gæti verið eitrað. Eins er sennilegt að silungur sem alist hefur upp í ánni hafi verið meira og minna mengaður af skordýraeitri. En það er liðin tíð, nú er hætt að nota fljótandi baðlyf og öll lús á sauðfé útdauð. Þetta hef ég mikið hugsað um en konan mín heldur sig við allt annan skað- vald. Gaman væri ef þessi möguleiki væri rannsakaður. A sumardaginn fyrsta 1997, Eyþór Guðmundsson Fossárdal. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 37

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.