Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Page 40

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Page 40
Innlítandinn góði Grétar Róbert. INNLITIÐ Pistlar með þessu heiti hafa öðru hvoru birzt í blaðinu og þá alltaf sagt frá því er ritstjóri leit inn til annarra. Nú snúast hlutirnir við, því nú var litið inn til hans einn vindasaman vetrardag og var þar kominn Grétar Róbert Haraldsson sem öðru hvoru hafði sent inn til ritstjóra ákveðna punkta frá ævigöngu sinni og beðið hann í búning að koma. Nú skyldi þess freistað að fá fram stutt viðtal þar sem tæpt væri á fáeinum atrið- um í lífshlaupi kappans. Grétar Róbert býr hér í Hátúnshúsunum með sam- býliskonu sinni, Guðbjörgu Albertsdóttur og sjást þau oft á göngu, bæði hér í kring sem annars staðar einnig, enda segja þau að gangan styrki og hressi, jafnt andlega sem líkam- lega. Við ræðum í upphafi um hin margvíslegu mein sem okkur mennina hrjá og hversu örlögin geta leikið marga grátt. Og eins og Grétar Róbert segir: “Ég lagði upp í lífsgönguna af bjartsýni og þrótti þrátt fyrir allt, þrátt fyrir að ég fyndi mig vanbúinn í mörgu til þeirra átaka allra, enda má allt til bernsku- daga rekja rætur þess meg- inmeins er mig hefur hrjáð. Ég ætlaði mér sko hreint ekki hlutskipti öryrkjans.” En að þessu sögðu hóf Grétar Róbert að greina frá nokkrum höfuðdráttum í nær sex áratuga Iífshlaupi. “Fæddur er ég í Reykja- vík 23. janúar 1940. 1941 var ég tekinn í fóstur af þeim sómahjónum Haraldi Olafssyni og Astu Olafsson og leit á þau sem mína for- eldra. I Reykjavík eyddi ég ágætum bernsku- og æsku- dögum, gekk í Austurbæj- arskóla og Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en skyldunni svokölluðu lauk ég vestur á Núpi þ.e. 2. bekk gagn- fræðanáms. Frá 7 ára aldri til 13 ára var ég í sveit á sumrin og hafði af því afar gott, var bæði vestur við Isafjarðar- djúp, á Heimabæ í Arnardal og uppi í Borgarfirði, á Hurðarbaki í Reykholts- hreppi. Svo vann ég bæði til sjós og lands til tvítugs- aldurs, en alltaf var bakið á mér eitthvað öðruvísi en vera átti. Svo fór ég til þess mæta manns Stefáns Jóhannssonar í Vélsmiðju Seyðisfjarðar til að læra vélvirkjun, því til þess stóð hugur minn, enda hneigður fyrir vélar og allt sem við- kom þeim. Samfellt mun ég hafa unnið í Vélsmiðju Seyðisfjarðar í 32 mánuði og þar lauk ég svo smiðju- tímanum. En á þessum ár- um kom heldur betur fram brotalömin í bakinu á mér. M.a. þess vegna fór ég svo í Vélskóla Islands og þaðan lauk ég svo námi 1965, en tveim árum seinna lauk ég við sveinsstykkið mitt og var þá orðinn fullgildur vélvirki 1967. En þó bakið plagaði mig alltaf var ekki um annað að gera en reyna að vinna við sitt fag. Ég var afleysinga- vélstjóri á sjónum allt til ársins 1973, en fór þá í land. Vann fyrst við frysti- vélar á Kirkjusandi, en Isfélag Vestmannaeyja hafði keypt þær af Júpíter og Marz eftir gosið í Eyjum. Þar vann ég baki brotnu ef svo má segja í tvö sumur, en 1974 lauk mín- um vélstjóraferli. Ég kvaddi þessa kæru iðngrein mína með mikilli eftirsjá, enda hafði ég lagt mig fram um að læra hana sem bezt og sinna henni svo af sam- vizkusemi og trúnaði. s Eg hafði svona til vonar og vara tekið meira- próf í bifreiðaakstri 1972 og árin 1974-1976 ók ég bæði leigubifreið hjá Stein- dóri og strætisvagni hjá SVR. En 1976 var mín starfssaga á enda utan hvað ég hefi verið 4 “vertíðir” á Múlalundi og unnið eitt ár hjá Örtækni og þá hálfan daginn. Ég var einmitt að aka strætisvagni þegar ósköpin dundu endanlega yfir, ég átti eftir eina vinnuviku þar þegar það var. Og þá var farið að grennslast fyrir um orsakir þessa alls og for- eldrarnir m.a. spurðir. Og þá kom í ljós að þrjátíu árum fyrr hafði ég, lítill sex ára patti, verið að verja 40

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.