Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Síða 41

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Síða 41
skíðasleða systur minnar fyrir stærri strákum, og þrettán ára þungur sláni hafði þá hent mér á bakið og hossað sér óspart á mér og ég rekið upp neyðaróp mikið, sem varð til þess að móðir mín bjargaði mér. En ég var afar dasaður á eftir og aldrei samur maður, enda kom nú í ljós að ég hafði allt frá þessum bernskudögum verið með samfallinn mjóbakshrygg. Margt hefur verið gert til að bjarga mér m.a. hefi ég lent þrisvar í uppskurði en allt komið fyrir ekki. Upp- skurðimir voru a.m.k. tveir þeirra vegna mænuþrengsla og það munu víst ekki vera góð þrengsli. Raunar lenti ég alveg í rúmið 1970 — vann þá hjá BÚR og átti þá 13.desember að rétta stál- skúffu með stórri sleggju, en það varð mér ofraun. Eftir svo sem þrjátíu högg, þá hafði orðið brjósklos í bakinu. Já, það er bágt að geta ekki unnið, en ég er góður slæpingi !! Það er raunar aldeilis munur að vera svona vel göngufær eða liggja ósjálfbjarga upp í loft í rúmi sínu eins og sumir verða að sætta sig við. Ég þakka þá guðsgjöf á degi hverjum. En talandi um guðsgjöf þá vil ég minna á þá sterku trú sem hefur verið mér til halds og trausts. Og einmitt þess vegna vil ég segja sögu því til sönnunnar, sögu til sannindamerkis um ást guðs til okkar mann- anna, til mín og þín. Ég var á sínum tíma í endurhæfingu á Reykja- lundi í tvo mánuði og þar var fínt að vera. Ég naut þeirrar dvalar virkilega. Þar vann ég t.d. á verkstæði og líkaði fjarska vel. En á fyrsta degi dvalar minnar var ég að fara niður í mötuneytið þar og settist þar í stól við eitt borðanna en var beðinn að færa mig sem ég og gerði. Mér varð litið til lofts og þóttist sjá upp í heiðan himin og þar uppi í svo sem tru metra fjarlægð sá ég veru sem mér þótti horfa beint til mín. Ég starði í forundran þar til sýnin hvarf, en yfir mig færðist ósegjanlegur friður og mér leið miklu betur á eftir. Öðru sinni hefur mér þótt sem engil- vera kæmi inn um glugg- ann minn sem hafði þessi undursamlegu áhrif á mig til góðs. Þetta var hér í Hátúninu, en hér hefi ég nú búið í nær fimmtán ár og lrkað vistin vel. Þetta að fá húsnæði hér gjörbreytti lífi mínu, áður var ég á hálfgerðum flæk- ingi, átti ekkert öryggi hvað athvarf varðaði. Við Guð- björg Albertsdóttir erum nú komin á tíunda ár sambúðar okkar og allt hefur það til blessunar leitt fyrir bæði. Ég uni hag mínum vel þó vissulega væri gaman að geta aftur orðið þátttakandi í hringiðu lífsins, verða fullgildur þegn sem vélvirki á ný, en það verður víst aldrei nema draurn- urinn. Mín einlæga guðstrú er það bjarg sem ég byggi á eins og í sálminum mun standa: Vor guð er borg á bjargi traust.” Grétar Róbert greindi frá ýmsu fleiru sem ekki skal rakið hér, en vissulega hefur hann frá mörgu að segja. Yfir hon- um er rósemi góð og hann er sáttur við allt og alla, þó alltaf öðru hvoru komi vél- virkjadraumurinn til sögu. Slíka drauma dreymir örugglega marga þá sem misst hafa heilsu og krafta. En veruleikinn er annar og þá er að taka því sem að höndum ber með jafnaðar- geði sem beztu. Það gerir Grétar Róbert utan alls efa. H.S. Brosið Góðvinur Fréttabréfsins, Sveinn Indriðason, leit hér við einn mildan apríldag og færði ritstjóra þennan pistil úr gömlu blaði og bað um að birt yrði og er það gert með bros á vör, enda í engu broslegt að minna á þýðingu þess að brosa. Og hér koma heilræðin, alltaf holl og fersk: Við erum alltof spör á brosið. Fátt er þó mikilvægara á tímum bölsýni og erfiðleika en að þekkja gildi þess að brosa. Brosið kostar ekkert en ávinnur mikið. Brosið auðgar þann sem fær það, án þess að svipta þann neinu sem veitir það. Brosið gerist í einni svipan, en minningin um það getur varað ævilangt. Enginn er svo ríkur að hann geti verið án þess og enginn svo snauður að hann geti ekki veitt það. Brosið skapar hamingju á heimilum og góðvilja í viðskiptum. Bros er vináttuvottur. Bros er þreyttum hvíld og birta þeim sem er dapur. Bros er sólskin þess sorgmædda. Bros verður ekki keypt eða leigt, það fær ekki gildi fyrr en það hefur verið gefið öðrum. Ef einhver er of önnum kafinn eða of þreyttur til að brosa til þín, þá skaltu brosa til hans. Enginn þarf eins á brosi að halda og sá sem ekkert bros á til að gefa. Viljir þú vinna vináttu manns skaltu fylgja ráði sem fáum bregzt: Brostu. Frá Vinafélagi Blindrabókasafnsins Asinni tíð var hér í blaðinu greint frá stofnun Vinafélags Blindrabókasafnsins. Félagið hefur starfað vel og orðið verulega ágengt, afrakstur þess skilað sér í góðum gjöfum til safnsins. Félagar munu allnokkuð á þriðja hundrað. A aðalfundi félagsins sem haldinn var um miðjan apríl sl. kom fram að helzta tekjuöflun félagsins auk félagsgjalda sé annars vegar jólakortasala og hins vegar bein framlög frá fyrirtækjum, sem mörg hver hafa verið mjög rausnarleg. Nefndir félagsins starfa margar hverjar mjög vel og m.a. hefur fréttabréf verið gefið út - Milli vina. Afhent var gjafabréf til Blindrabókasafnsins upp á 435 þús kr. til kaupa á nýjum geislaprentara sem gjörbreytir prentun og hraðvirkni hennar í safninu. Þess má í leiðinni geta að gjafabréf fyrir sömu upphæð var afhent 1996, en þá fyrir blindraletursskurðarhnífi, sem hefur rækilega sannað gildi sitt. Á fundinum kynnti Haraldur Gunnlaugsson nýja tækni í gerð hljóðbóka, en sá fróðleikur birtist hér góðu heilli. Fráfarandi formaður farsæls starfs var Margrét Hallgrímsdóttir. Núverandi stjórn skipa: Elfa Björk Gunnarsdóttir form., Steinunn Ármannsdóttir varaform. og svo þau Hildur Eiríksdóttir, Jón Magnússon, Margrét Hallgrímsdóttir, Ragnhildur Björnsdóttir og Valgerður Kristjónsdóttir. Góðum verkum er vel fagnað. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 41

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.