Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Qupperneq 43

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Qupperneq 43
ennþá meira. Ég komst að því að það er ekki auðvelt að finna samstarfs- grundvöll fyrir fólk sem á jafnvel ekkert sameiginlegt í daglegu lífi nema það að vera með sömu tegund af veiru í blóðinu og litla von um lækningu, ég var jafnvel eina manneskjan sem sumir höfðu sam- band við hjá Alnæmissamtökunum. Barátta Ég kynntist hetjulegri baráttu fólks við alls konar sjúkdóma sem herja á líkamann þegar ónæmiskerfið er ónýtt, sjúkrahúslegum, lyfjagjöfum, aukaverkunum, botnlausri svartsýni, uppgjöf og alltof mörgum ótímabær- um andlátum. Ég kynntist fordómum í ýmsum myndum bæði gagnvart sjúklingunum og eins upplifði ég þá persónulega þegar ég var að erinda fyrir Alnæmissamtökin. En ég kynntist líka lífsgleði þessa fólks, þakklæti og léttri lund á milli stnða, leit að heilsubótarleiðum og bið eftir að lækning fyndist. Fólk úti í bæ skildi mig ekki þegar ég sagði að mér þætti gaman að vinna hjá Alnæmissamtök- unum og hér væri mikið hlegið. þó oft væri grátið. Ný lyf- lœkning? Ég segi ekki of mikið þegar ég fullyrði það að nýju lyfin sem komu á síðasta ári hafi reynst mér vel ekki síður en þeim sem taka þau inn. Hér ríkir allt annað andrúmsloft, nú er vonin efst í hugum allra. Því miður eru ekki allir smitaðir sem geta tekið þessi lyf vegna erfiðra aukaverkana og bíða enn eftirbetri lyfjum, en aðrir hafa upplifað kraftaverk varðandi andlega og líkamlega heilsu. Sumir tala um að hafa endurfæðst, hafa von um að lifa eðlilegu lífi í einhverja áratugi, lenda jafnvel á elliheimili í framtíðinni. Aðrir eru hóflega bjart- sýnir þar sem ekki er vitað um lang- tímaverkun þessara lyfja, eða hvort betri lyf eigi eftir að finnast, en njóta lífsins og vonarinnar. Allir reyna að aðlagast lífinu aftur eftir áralangt vonleysi. Hvað er framundan? Það sem mæðir mest á okkur núna hjá Alnæmissamtökunum, fyrir utan fjármagnsskort, er ákveðinn ótti við að almenningur haldi að lækning sé fundin við alnæmi og það valdi auk- inni útbreiðslu sjúkdómsins. Við höfum reynt að vekja fólk til umhugs- unar um þetta atriði og verið með okkar fólk í fræðslu fyrir almenning um allt land. Forvarnir og fræðsla eru nauðsynlegar áfram ásamt stuðningi við þá sem smitast, þannig að ég sé fyrir mér að Alnæmissamtökin verði áfram nauðsynleg um óákveðinn tíma. Ég vil að lokum þakka öllum velunnurum félagsins og skora á alla landsmenn að hjálpa til við að koma í veg fyrir alnæmissmit. Gréta Adolfsdóttir. Frá félagsvist Sjálfsbjargar. Um feriimál er þar fjarska oft rætt. Samkomulag um ferlimál Arla þessa árs gerðu félagsmálaráðuneytið og Samband íslenzkra sveitarfélaga með sér samkomulag um verkefni á sviði ferlimála. í inngangsorðum að þessu samkomulagi segir að margt sé enn óunnið í ferlimálum, þó margt hafi þokast í rétta átt. Er nefnt sérstaklega átak Reykjavíkurborgar í þeim efnum sem til fyrirmyndar er. Minnt er á áherzlur í lögum um málefni fatlaðra frá 1992 að sveitarstjórnir skuli sinna ferlimálum með skipulögðum hætti og svo minnt á skyldur Framkvæmdasjóðs fatlaðra varðandi mótframlög til lagfæringar á aðgengi opinberra bygginga. Ferlinefnd ráðuneytis hefur starfað frá því í nóv. 1991 með verulegum árangri. Síðan er vísað til skyldna sveitarfélaga í aðgengismálum og í ljósi þess að stefnt er að yfirtöku sveitarfélaga á allri þjónustu við fatlaða frá og með 1. jan. 1999 þá vill félagsmálaráðuneytið með þessu samkomulagi við Samband ísl. sveitarfélaga leggja sitt af mörkum til þess að markvisst starf verði unnið í ferli- og aðgengismálum fatlaðra 1997 og 1998. Það skal gert með hvatningum til sveitarfélaga til að sinna ferlimálum með skipulögðum hætti m.a. með áætlunum um nauðsynlegar úrbætur á aðgengi opinberra bygginga, þjónustustofnana og gatnakerfi. Samband ísl. sveitarfélaga tekur að sér: a) Leiðbeiningar við stofnanir, félagasamtök og hönnuði um hönnun nýbygginga og breytingar á eldri byggingum með tilliti til aðgengis fatlaðra. b) Uttektir á byggingum og umhverfi með tilliti til aðgengis fatlaðra. Um getur verið að ræða sjálfstæðar úttektir eða úttektir sem sveitarfélög óska eftir. c) Kynning og námskeið á ákvæðum byggingar- og skipulagslaga og reglugerðum með þeim lögum með tilliti til aðgengis fatlaðra. d) Störf fyrir nefnd á vegum félagsmálaráðuneytis er fjallar um hönnun bygginga með tilliti til aðgengis fatlaðra. Hér virðist myndarlega á málum tekið og von okkar vissulega sú að af verði sá árangur sem að er stefnt. Og áherzlan hlýtur að verða á aðgengismál í víðustu merking, þannig að allir fatlaðir megi úrbóta njóta. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 43

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.