Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Qupperneq 4
Trimmklúbbur Eddu:
Guð elskar þá sem
hjálpa sér sjálfir
Hún situr við stofuborðið,
blaðar í liðnum augna-
blikum, myndum frá
Trimmklúbbi Eddu, horfir til baka
á alþjóðlegar sundkeppnir sem
skiluðu henni ótal
verðlaunapening-
um, rifjar upp góð-
ar stundir með eig-
inmanni og dóttur-
fjölskyldu. Bernsk-
an og æskan var lítt
fest á ljósmynd, ævi-
skeiðin sem fóru
hörðum höndum
um fíngerðu, bros-
mildu konuna sem
situr hér. Ævintýra-
heimur mætir gesti
hjá Eddu Berg-
mann. Brúður á
veggjum, hillum og
borðum, listavel
gerðar af Eddu sjálfri. „Má ég
kynna þig fyrir stofubrúðu, gesta-
brúðu og eldhúsbrúðunni sem sér
um að fólki líði vel. „Ég er svo
mikil leikbrúða,” segir Edda og
hlær.
Láréttir sólargeislar glampa á
skærum litum í gluggatjöldum og
rykkilíni, líkt og hér búi suðræn
dansmær. „Ég sauma búninga fyrir
listdanssýningar barna,” segir
Edda. Mikið rétt, þarna hanga
pífulagðir danskjólar á litlar
álfameyjar sem gefa réttan tón 1
sveifluna eftir suðrænni tónlist. Sú
sem skapar þetta er svo full af lífs-
orku og gleði.
Nú fyrst geri ég mér grein fyrir
allri starfsorkunni í Trimmklúbbi
Eddu, enda segja margir klúbb-
félagar sig fá orku úr „Eddubit-
um!” Sjálf er Edda fíngerð kona
með mjúkar líkamshreyfingar, þótt
hún styðjist við hækju, enda stund-
að sund og líkamsrækt með
frábærum árangri.
segir Edda Bergmann
Oft er sagt að þeir sem lifi erfiða
bernsku, geti lítið gefið af sér á full-
orðinsárum. Slíkt verður ekki sagt
um Eddu, en andstæða mótunar-
skeiðsins er mikil við umgjörð
konunnar í dag. Yfirvegað og ró-
lega segir hún frá bernsku sinni og
uppvaxtarárum, án allrar sjálfs-
vorkunnsemi. Slíkt er ekki í anda
Eddu Bergmann.
Já, ég fékk lömunarveikina sjö ára.
Fyrst í sveitinni um sumarið, en
veiktist aftur um haustið þegar ég
kom heim, og lamaðist alveg upp í
haus. Þá var hart í ári! Mamma ófrísk
að yngsta bróður mínum og pabbi
drakk svo mikið, að þau skildu
skömmu síðar. Þá stóð mamma ein
uppi með sex ung börn.
Úr Skerjafirðinum var mér komið
á Farsóttarhúsið og ég sett í sóttkví.”
Edda þegir um stund, segir síðan:
„Ég hef oft hugsað um, hve vont það
þætti nú fyrir sálarheill sjö ára stelpu
að vera lokuð alein inni á herbergi í
þrjá mánuði - og sjá hvorki mömmu
sína, pabba eða systkini. Ég var bara
þrifin, gefið að borða, annars var ég
ein. Ég man að herbergið mitt var
blátt og ljósastaur fyrir utan gluggann
sem beindi ljósgeisla inn til min, en
iðulega var slökkt hjá mér.
Rétt fyrir jól komst ég úr sóttkví og
var flutt í stofu sex, þar sem nokkrar
konur lágu. Þá fannst mér ég vera
komin í himnaríki. Þar lá ung kona,
Katrín Björnsdóttir, sem lamaðist
alveg og var komið fyrir á elliheimil-
■ inu Grund, en þar eyddi hún ævinni.
Aðrir valkostir voru ekki fyrir hendi.
Þetta voru erfiðir tímar,” segir
Edda sem lá íjögur ár á Farsóttar-
húsinu og mátti sig ekki hreyfa, fékk
enga kennslu og var langt á eftir í
skóla, þegar hún loks komst á fætur.
„Þessi lífsreynsla breytti mér og
gerði mig þroskaðri en jafnaldra
mína. Ég vildi ekki vera svona
lömuð. Á fætur skyldi ég komast til
að hjálpa mömmu.
Og ég henti mér fram úr rúminu til
að komast upp aftur. Endurhæfing
var óþekkt hugtak, en ég fékk fljótt
máttinn með því að þjálfa mig sjálf."
Edda minnist einna jóla sem hún
fékk að fara heim. „Hlýtt og
hreint var heima, en ekkert til, enginn
fatnaður og jólagjafir ekki ræddar.
Mamma var svo stolt, að hún vildi
ekki heyra minnst á Mæðrastyrks-
nefnd, en einhver lét vita af okkur -
mjólk, hangikjöt og sveskjur voru á
jólaborðinu. Móðurbróðir minn kom
með kerti og spil, og ég reyndi að
teikna myndir fyrir yngstu systkini
mín.
Að lifa svona fátækt gerði mig
nýtna og ég lærði betur að vinna úr
hlutunum. Mamma fékk gefins gaml-
ar flíkur og ég var ekki gömul þegar
ég fór að sauma föt á systkini mín.”
Ellefu ára kom Edda heim af spít-
alanum. „Mamma vann þá langan
vinnudag í Sænska frystihúsinu, frá
sjö að morgni til sjö að kvöldi. Ein-
hver varð að hugsa um heimilið.
Eldri systur mínar voru með sína vik-
una hvor að kaupa inn og sjá um
matinn. Nú var ég komin heim og átti
líka að sinna skyldunni.
„Hvemig á ég að fara út í búð og
kaupa inn?” spurði ég með spelkur á
báðum fótum og hækjur. Þá saumaði
mamma poka á bakið á mér - í hon-
um druslaðist ég heim með mjólkina.
Sniðugt hjá henni, finnst þér það
ekki?”
Undirrituð er orðlaus. Edda horfir
á mig. Segir svo:
„Veistu, hvað mamma sagði við
mig. Ég skildi það ekki þá, en ég skil
það nú. Hún sagði: „Guð elskar þá
sem hjálpa sér sjálfir.” Móðir mín var
einstök manneskja, skipti aldrei
skapi, ég held að ég hafi erft þetta
rólyndi. Við mamma vorum miklar
Edda
Bergmann
Oddný Sv.
Björgvins
4