Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Page 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Page 10
AÐGENGI FYRIR ALLA Loksins - loksins myndi eflaust einhver segja þegar hand- bókin haldgóða: Aðgengi fyrir alla, handbók um umhverfi og byggingar kemur nú í okkar hendur. Einhver bókaraðstandenda nefndi 9 ára meðgöngu í stað þessara 9 mánaða sem allir kannast við. Öll fögnum við uppskerunni; svo ágæt sem hún er, bókin langþráða er orðin borðleggjandi staðreynd í þeirra orða bókstaflegu merkingu. Engir munu meir mega fagna en allt það ágæta fólk sem lagt hefur á sig ómælda vinnu svo af þessu mætti verða. Því verður seint full- þakkað. 18. okt. sl. hélt Samband íslenskra sveitarfélaga myndar- lega og vel heppnaða ráðstefnu um þessi málefni. Daginn áður var öllum styrktar- aðilum boðið til út- gáfuveislu ágætrar og þar mættu nokkuð á þriðja tug manna. Sigurður Harðarson arkitekt og einn höfundanna um leið ávarpaði fólk þar, fór yfir helstu atriði bókarinnar, gat þeirra fjölmörgu sem gjört höfðu þetta kleift á einn eða annan hátt og færði þeim alúðarþakkir. Styrktaraðilar fengu svo afhent ein- tak af bókinni góðu, en bókin er svo endanlega útgefin af Rannsókn- arstofnun byggingariðnaðarins og þar verður hún vistuð. Óli Hilmar Jónsson arkitekt hefur verið og er þar í fyrirsvari. Sigurður sagði um langþráðan áfanga að ræða og útgáfa bókarinnar ylli vissum tímamótum í þessum málum. Ráðstefnunni 18. okt. sl. verða svo gjörð hér skil s.s. verðugt er, en gnótt góðra fyrirlesara gjörðu málum þar skil og eitt erindanna er hér birt, erindi Ólafar Ríkarðsdóttur, en að bókinni hefur hún frá upphafi komið af elju sinni og áhuga. Formaður Sambands ísl. sveitar- félaga Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson setti ráðstefnuna með ávarpi og stjórnaði svo ráðstefnunni í fyrstu en Guðrún Jónsdóttir formaður ferli- málanefndar félagsmálaráðuneytis tók svo við stjórn síðar af Vilhjálmi. Vilhjálmur minnti á væntanlega yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitar- félaganna, en forsenda þess væri að nægir ijármunir fylgdu. Hann minnti einnig á ótvíræðar skyldur sveitar- félaga í aðgengismálum, þar myndi handbókin að góðu gagni koma. Til þyrfti að koma samráð og samvinna sem flestra, næg fræðsla þyrfti að vera til staðar, því þó margt hafi verið vel gjört biði enn margt. Páll Pétursson félagsmálaráðherra sagði gott aðgengi ekki sérmál fatlaðra, þess nytu allir í samfélaginu. Páll minnti á framlög Framkvæmdasjóðs fatlaðra til ferlimála sem færu vax- andi. Hann gat um samstarf við umhverfisráðuneytið um aðgengis- mál. Mikilvægt væri, sagði ráðherra, að standa rétt að byggingum frá upphafi enda lagaleg skylda. Guðrún Jónsdóttir form. ferli- nefndar félagsmálaráðuneytis rakti nokkur helstu hlutverk nefnd- arinnar m.a. það að fylgjast með lagasetningu. Ferlinefndin ætti einnig að fá reglugerðir til unrsagnar en svo ekki verið og eins væri rétt að nefndin hefði umsagnarrétt um úthlutanir úr Framkvæmdasjóði fatlaðra til ferli- mála. Hún minnti á samkomulag ríkis og sveitarfélaga um ferlimál og samning við Samband ísl. sveitar- félaga þar að lútandi sem nú væri útrunninn og unandi lausn mála yrði að finna. Hún kvað ferlinefndir sveitarfélaga afar nauðsynlegar. Skilningur á þessum málum færi vaxandi og minnti á aðgengismál í víðustu merkingu s.s. hvað varðar blinda, heyrnarlausa, þroskahefta auk hreyfihamlaðra, sem forystu hefðu haft um að knýja á um úrbætur. Guðrún sagði nauðsyn að ákvarða hvert hlutverk ferli- nefndar ætti til framtíðar að verða. Farveg vantaði augljóslega fyrir um- sagnir og úrskurði. Þessu næst flutti Unnar Stefánsson rit- stjóri erindi Sigurðar Thoroddsen deild- arstjóra í Skipulags- stofnun um lög og reglugerðir um að- gengismál. Sigurður sagði ekki skorta lög og reglugerðir, held- ur framkvæmd svo og kæmu ábendingar of seint og illa fram. Hann kvað nauðsyn- legt að styrkja embætti byggingar- fulltrúa með sérstöku tilliti til aðgengismála. Forsenda bygginga- og skipulagsgjörða sú að fólk í hjólastól komist allra sinna ferða bæði úti sem inni. Sigurður minnti á ákvæði urn bílastæði, salerni, dyr, íbúðir, skábrautir, lyftur og fl., ákvæðin til staðar, framkvæmd skorti. Þá talaði Ólöf Ríkarðsdóttir en erindi hennar hér birt. Að lokinni ræðu Ólafar afhentu þau aðstandendur hand- bókarinnar félagsmálaráðherra og umhverfisráðherra sitt eintakið hvor- um. Jón Ólafur Ólafsson arkitekt kynnti svo handbókina. Fæðing væri afstaðin en uppeldishlutverkið eftir. Á meðgöngutíma handbókar- innar hefði margt gjörst varðandi laga- og reglugerðarsetningu. Sýndi svo nokkur sýnishorn úr handbókinni Frá ráðstefnunni. 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.