Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Side 14
Guðjón Sveinsson rithöfundur:
BEÐIÐ EFTIR
VORINU
Gamli maðurinn lá í rúmi
frammi við dyrnar og beið
eftir vorinu. Fyrst eftir að
hann fékk þetta súðarherbergi til
afnota hafði rúmið staðið undir
stafngluggaborunni.
En þar sem bæði
trekkti og pískaði inn
um hana í austan-
hretum var reynt að
bæta úr því með að
hengja fyrir glugg-
ann köflótt teppi.
Það talið duga sæmi-
lega í fyrstu, en er kólnaði í veðri
hafði rúmið verið flutt fram að
dyrunum.
Þessar tvíhliða aðgerðir bættu eitt-
hvað úr skák en gamli maðurinn
saknaði samt að geta ekki horft yfir
grasflötina, þegar hann reisti sig upp.
Þess í stað varð hann að
berja köflótta teppið aug-
um. Það fór í taugarnar á
honum og ... en nóg um
það.
Ekki var miðstöðvarofn í
þessari súðarkompu. Hún
hafði upphaflega verið
smíðaloft tengdaföður dótt-
ur gamla mannsins, en eftir
að hann fór til fundar við
feður sína og frændur hafði
kompan verið notuð sem
geymsla og fæstir látið sér
til hugar koma, að hún yrði
nokkurn tímann íveru-
staður. Raunar átti hún
heldur ekki að verða það,
því til stóð að gamli mað-
urinn færi á elliheimili, en
ekki búið að ræða það við
hann. Þess vegna þótti ekki
taka því að leggja fyrir
miðstöðvarofni upp í
kompuna meðan beðið var
eftir plássinu. En til að
leysa tímabundinn vanda
var komið þangað með
olíuvél. Hún hitaði vel en
gat átt það til að ósa og varð
þá nokkur stybba í kompunni. Hana
þoldi gamli maðurinn bölvanlega,
lungun léleg eftir nokkrar svæsnar
lungnabólgur. Var þvi sjaldnar kveikt
á vélinni en þurft hefði og á stundum
andkalt í risinu. En gamli maðurinn
kvartaði ekki. Nei, nei, langt í frá.
Þetta lagaðist með vorkomunni.
En það var hávetur og langt til
vors. Gamli maðurinn stytti sér
stundir með því að riíja upp angan og
hlýju liðins sumars. Hann hafði alltaf
haft fótavist og gengið út, látið gol-
una strjúka vangana og teygað
blómailm úr loftinu. Hafði hvem dag
rölt steinsteyptan stíginn fram að
hliðinu - en aldrei farið lengra, enda
ókunnur í þessu plássi. Umferðin þar
öllu meiri en í sveitinni og hann
óvanur þeirri menningu. Svo hafði
hann heldur ekki kunnað á læsing-
una. Var víst einhver nýtískulæsing
og hann sjóndapur, gat hvorki tafið
tengdasoninn né eða aðra að kenna
honum, gamlingjanum einskis
nýtum, að opna þessa læsingu, enda
engin þörf að fara lengra.
Hann hafði ætíð stansað stundar-
korn við hliðgrindina og lagt hend-
urnar á rimlana. Verið býsna notalegt
að snerta þá. Grindin minnti hann svo
sannarlega á hliðgrindina heima, fyrir
austan. Að vísu var hún ekki með eins
flókinni læsingu og tæpast eins vel
smíðuð og þessi - en hliðgrind samt,
hans hliðgrind.
Ekki hafði liðið á löngu þar til hann
fór að þekkja rimlana, hvern og einn.
Þeir haft sín sérkenni, rétt eins og
mannfólkið og sauðkindin, og fljót-
lega orðið vinir hans. Og meðan hann
hafði staðið þarna og
spjallað við rimlana hafði
hann horft yfir götuna,
einnig fram með henni,
bæði til hægri og vinstri.
Og þó hann sæi illa frá
sér, hafði hann heyrt
glöggt nið umferðarinnar
og sannfærst enn betur
um, að hann ætti ekkert
erindi út í hraða heimsins.
Þá hafði drengurinn kom-
ið til sögunnar.
Dag einn þegar gamli
maðurinn stóð á
spjalli við kunningjana í
hliðgrindinni, kallaði
skær bamsrödd: - Langar
þig ekki út? Gamli mað-
urinn leit upp og sá dreng,
sennilega fimm til sex
ára, standa á gangstéttinni
utan við hliðið.
- Ég veit ekki, væni
minn. Ég er nú orðinn svo
gamall, að mér nægir að
róla þennan spöl ofan frá
og til baka. Ó, já.
Drengurinn stóð gleitt
Guðjón
Sveinsson
14