Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Síða 17
sem nýja olíuvél og tvöfalt gler í
gluggaboruna. Það hálfa væri nóg.
Nei, nei, blessaður minn, hafðu engar
áhyggjur.
- Hvorugt er komið, en það skal
ekki dragast öllu lengur.
Með þeim orðum hvarf tengda-
sonurinn út um dyrnar og gamli
maðurinn varð einn á nýjan leik.
O, já. Gat brugðið til beggja vona á
Heiðinni. Ó, já ...
Vindinn jók er leið á kvöldið og
varð að roki. Síðan kom
snjórinn. Köflótta teppið bærðist í
mestu rokunum. Snjódust smeygði
sér inn með óþéttum gluggalistunum
og settist í gluggakistuna. Trekkurinn
hafði þau áhrif á olíuvélina að hún
tók að ósa í mestu hrinunum. Þegar
ósloftið barst að vitum gamla
mannsins setti að honum hósta-
hryglu, fyrst með hléum, en þær
jukust samfara auknum trekk og
óslofti. Loks staulaðist gamli mað-
urinn fram úr og skrúfaði fyrir olíu-
geyminn. Stuttu síðar lækkaði loginn
og dó út að lokum og skildi eftir ör-
fína reykjarsúlu er riðlaðist skjótt í
trekknum.
Hafði honum runnið í brjóst? Var
hann að dreyma eða voru þetta
ofheyrnir? Hann settist upp. Nei,
hann var áreiðanlega vakandi, meira
að segja glaðvakandi. Hann lagði við
hlustir og hélt niðri í sér andanum. Jú,
nú heyrði hann það aftur greinilega.
Var alveg viss, handviss. Það var situr
vatns sem barst til eyrna frá glug-
gaborunni. Já, bar ekki á öðru. Draup
hægt, ofurhægt og hæversklega af
upsinni. Það fór ekkert á milli mála,
vorið var í nánd.
Fögnuður og feginleiki flæddi inn í
hugskot öldungsins, inn í gamalt og
veikt brjóstið og bros færðist yfir
holdskarpa ásjónuna. Loksins, loks-
ins var veturinn að kveðja og vorið að
taka völdin. Þá gæti hann klæðst og
gengið með útbreiddan faðm mót
þessu einstaka fyrirbæri skaparans,
vorinu. Ekkert jafnaðist á við þá
guðsgjöf nema ef vera skyldi ástin.
Þessi hugtök, vorið og ástin, raunar
samofin.
Hann færi fyrsta daginn út að
hliðinu. Skyldu vinir hans, rimlamir,
hafa breyst? Varla. Annars ekki gott
að slá neinu föstu um það. Einhver
þeirra gat hafa brotnað í vetrar-
byljunum. Annað eins hafði skeð. Og
gamli maðurinn andvarpaði yfir fall-
valtleika lífsins - en þetta var gang-
urinn.
En hvað var nú? Streymdi ekki
vatnið viðstöðulaust niður úr þak-
rennunni? Jú, hann heyrði ekki betur.
Sennilega ætlaði að vora óvenju fljótt
og vel. Gamli maðurinn dæsti af
feginleik. Það var víst meira en tími
til kominn að taka köflótta teppið frá
glugganum. Skelfing hafði það alltaf
farið í fínu taugarnar á honum en
hann vissi ekki hvers vegna - og þó.
Það minnti hann, satt að segja, á
ráðskonu sem hann hafði búið með
síðustu búskaparárin, eftir að gæska
hans hafði kvatt þessa jörð, þennan
dásamlega viðkomustað. Þessi ráðs-
kona hafði verið mikið boldang og
klæðst pilsi úr áþekku efni og teppið,
að minnsta kosti hvað munstrið
áhrærði. Já, hún hafði verið meira en
lítið uppáþrengjandi, manneskjan.
Vafalaust gert sér einhverjar vonir ...
En hvað var að tarna? Teppið var
horfið! Gamli maðurinn hvessti
augun á gluggann. Jú, að honum
heilum og lifandi, það var horfið og
hann sá meira að segja rönd af
heiðríkju, bláum himni. Nei, það var
ekki ofsögum sagt af þessari vor-
komu. Hún yrði ekki síðri en
þrjátíuogníu, myndi hann rétt.
Um leið heyrði hann greinilega
sungið „dýrðin, dýrðin”. Lóan var
komin, Ijúf og létt í spori. Þá var ekki
til setunnar boðið, betra að koma sér
í garmana.
Gamli maðurinn smeygði fótunum
undan sænginni og settist fram á.
Hann fann bara, fjanda kornið, ekkert
til gigtarinnar. Það gerði ugglaust
þessi blessaða og bráða vorkoma.
Svo var hann allt í einu kominn út.
Vorbirtan flæddi á móti honum. En sú
unaðsblíða. Hann heyrði líka fallegan
fuglasöng. Já, já. Greindi söng þrasta
og heiðagæsa. Þau tóku undir með
blessaðri lóunni. Svo fagran söng
hafði hann ekki heyrt frá því i
sveitinni og hann, ungur drengur,
setið í varpanum fyrir austan og horft
á siglingu skýjanna yfir Fjallinu eina.
Gamli maðurinn leit niður fyrir
fætur sér og sá þá að stígurinn var
gerbreyttur, orðinn eggsléttur og
mjúkur. Það var sosum þægilegt fyrir
feyskna fætur. Gamli maðurinn gekk
hægt af stað. Já, sannarlega hafði
stígurinn tekið stakkaskiptum. Var
ekki lengur steingrár, heldur hvítur
og mjúkur eins og skýin yfir Fjallinu
eina. Ef til vill þakinn fífu eða bald-
ursbrá? Það skipti raunar ekki máli,
heldur þetta blessaða, langþráða vor.
Gamli maðurinn breiddi út faðm-
inn. Vildi og ætlaði að umfaðma alla
þessa fegurð. Leið svo einstaklega
vel. Nú hefði gæska, hún Margrét,
betur verið komin. Hún sem alltaf
hafði þráð vorið, fegurðina - og ást-
ina. Þá hefðu þau getað leiðst niður
þennan dúnmjúka stíg.
Svo heyrði hann skæra barnsrödd,
röddina hans Dengsa. Hann var þá
kominn, blessaður, frá útlandinu, og
beið vafalaust niðri við hliðið. Alltaf
stundvís, kallurinn, það mátti bóka.
Gamli maðurinn brosti með sjálf-
um sér og rólaði af stað niður stíginn.
Honum sóttist ferðin óvenju vel,
fannst hann tæpast snerta þennan
mjúka, hvíta stíg. Brátt grillti í
Dengsa við hliðið.
- Ætlarðu ekki að losa klinkuna
fyrir gamlan mann! kallaði öldung-
urinn. Hann sá drenginn ógreinilega,
sjónin að gefa sig meir og meir.
- Eg get það ekki, kvakaði rödd
Dengsa og var sem hún kæmi langt
að.
- Hvaða vitleysa. Víst geturðu það,
svaraði gamli maðurinn og gætti
óþols í röddinni. - Þú getur ekki hafa
gleymt neinu frá því í fyrra. Mér
sýnist þú hafa stækkað.
- Nei, það er alveg satt, ég get það
ekki. Kom bara til að kveðja. Nú verð
ég að fara heim ... heim ...
Gamli maðurinn rétt greindi síð-
ustu orðin, svo langt virtust þau koma
að. Og svo var Dengsi horfinn.
Hvað gekk eiginlega að honum
Dengsa? Því lét hann svona? Hann
hlaut að geta opnað hliðið sem svo
oft áður. Æ, þetta var annars allt svo
undarlegt.
Svo heyrði hann kórsöng, þýðan
og sefandi. Gamli maðurinn leit í
kringum sig og sá um leið að hliðið
var breytt, gerbreytt. Hann vildi samt
vera viss. Sjónin orðin tæp. Hann
gekk fast að hliðinu og strauk riml-
ana. Nei, þar var ekkert um að villast.
Hliðið var orðið gyllt, logagyllt...
Stormurinn buldi án afláts - á
hússtafninum. í hörðustu hrinunum
söng einmanalega í upsinni.
Guðjón Sveinsson Mánabergi.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
17