Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Síða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Síða 18
r ^ • • Olöf Ríkarðsdóttir fyrrv. form. Oryrkjabandalagsins: HANDBÓKIN OG FERLIMÁLIN Erindi flutt á ráðstefnunni: Aðgengi fyrir alla Loksins er sú langþráða stund runnin upp að handbókin Aðgengi fyrir alla hefur séð dagsins ljós. Það er ekki út í bláinn að bókinni var gefið þetta nafn. Það eru nefnilega ekki allir sem eiga jafn auðvelt með að hreyfa sig og komast um. Nægir þar að- eins að bera saman hraust fólk í blóma lífsins og svo aftur aldrað fólk. Þessir hópar hafa mismunandi þarfir. Þessvegna á að skipuleggja og byggja samfélagið með þarfir allra að leiðarljósi. Það er líka staðreynd að það sem er nauðsynlegt fyrir suma í þessu tilliti, er til bóta fyrir alla. Aðdragandi og undirbúningur þess- arar bókar hefur tekið langan tíma, en nú höfum við hana á milli handa og það er með eftirvæntingu en þó einnig nokkrum kvíða að við, sem unnum að bókinni, leggjum hana í dóm ykkar og annarra sem rnunu koma til með að nota hana. Þetta er fyrsta íslenska handbókin um ferlimál sem gefin er út, en Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins hefur um árabil gefið út bæklinga um hönnun bygginga og mannvirkja með tilliti til fatlaðra. Jón Ólafur Ólafsson arkitekt mun fjalla efnislega um hana hér á eftir en ég ætla aðeins að ri^a upp aðdrag- andann og fyrsta undirbúning. Það var fyrir um það bil níu árum að Arkitektafélag íslands boðaði fulltrúa Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra til fundar í húsakynnum félagsins við Freyjugötu. Þar átti að ræða aðgengismál fatlaðs fólks. Þessu boði var tekið með mikilli ánægju, en þegar hópurinn mætti til fundarins kom í ljós að þarna var ekki aðgengi fyrir alla. Fundarsal- urinn var uppi á efri hæðinni og þar Ólöf Ríkarðsdóttir Aðgengi fyrir alla HANDBÓK UM UMHVERFI OG BYGGINGAR ► , i 3L® | !_« lg, 1É.K. m REYKJAVÍK 1999 Forsíða handbókarinnar. að auki var stiginn snúinn. Einn Sjálfsbjargarfélaginn, sem mættur var notaði rafdrifinn hjólastól, sem vegur á annað hundrað kíló. Það var því ekki auðvelt verk að roga honum upp, en það tókst með samstilltu átaki margra og þetta varð hinn eftirminni- legasti fundur. Við höfum oft brosað að því síðan að þetta skyldi koma fyrir sjálfa arkitektana, en það var einmitt á þessum fundi að hugmynd vaknaði um útgáfu bókar um aðgengi fatlaðra. Hver veit, kannski var það snúni stig- inn sem kom þessu af stað. Undirbúningur bókarinnar hófst með því að stofnaðir voru nokkrir starfshópar, þar sem meðal annarra sátu fulltrúar ýmissa hópa fatlaðs fólks. Einn hópurinn ijallaði um hreyfi- hömlun, annar um aðgengi blindra og sjónskertra, þriðji um þroskaskerð- ingu, íjórði um heyrnarleysi. Þarfir astma- og ofnæmissjúklinga voru líka ræddar. Þetta var góð undirstaða sem kom að miklu gagni við framvindu verksins. Sérstakur tjárhagshópur annaðist ijáröflun og var leitað til margra aðila um styrki en listi yfir þá er aftast í bókinni. Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins kostar útgáfu bókarinnar og annast dreif- ingu hennar og það er mikils virði. Öllum þessum aðilum flytjum við alúðarþakkir fyrir ómetanlegan stuðning. Óla Hilmari Jónssyni þökkum við sérstaklega góða sam- vinnu og á engan er hallað þótt Framkvæmdasjóði fatlaðra séu færðar sérstakar þakkir. X^að eru því miður ennþá dæmi .rþess að ekki sé farið eftir bygg- ingarreglugerð og óskum hreyfihaml- aðra við nýbyggingar. Nýlega var tekin í notkun kirkja norður í landi, en upp að henni liggja nokkrar tröppur þrátt fyrir ítrekaðar óskir margra heimamanna og fulltrúa fatl- aðra sem álits var leitað hjá um breytingar. Að sögn skyldi komið fyrir hjólastólalyftu við innganginn, en sú tilhögun er fyrst og fremst 18

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.