Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Síða 19
hugsuð þar sem um breytingar er að
ræða á gömlu húsnæði. Hvorttveggja
er, að þetta er síst til prýði, þegar
aðrar leiðir eru færar og ekki fýsi-
legur kostur í íslensku vetrarveðri og
kafsnjó. Þó er skylt að taka ífam, að
vel var tekið í margar ábendingar
viðvíkjandi byggingunni og þeim
fylgt eftir. En tröppurnar skyldu
standa.
r
AAusturlandi er nýlega risið
gistihús þar sem neðsta hæð er
að vísu aðgengileg öllum, en ekki er
gjört ráð fyrir gistingu hjólastóla-
notenda í húsinu. Það leyfa snyrt-
ingamar ekki. Þetta á að koma í
næsta áfanga segja þeir.
Ennþá eru margir skólar, að undan-
skildum þeim allra nýjustu, þar sem
aðgengi er meira eða minna ábóta-
vant. í íslenskum lögum stendur að
allir skuli hafa jafnan aðgang að
menntun. Oft er þetta í orði en ekki á
borði. Ófullnægjandi aðgengi er
skerðing á mannréttindum. Við erum
orðin ákaflega þreytt á að bíða eftir
næstu áföngum. Það átti líka að
koma lyftu í Þjóðleikhúsið í næsta
áfanga, þegar þar voru gjörðar endur-
bætur fyrir hver veit hvað mörgum
árum.
Sá áfangi lætur á sér standa. I
nýútkomnu fréttabréfi Öryrkja-
bandalags íslands er viðtal við for-
mann SEM samtakanna Jón H. Sig-
urðsson, líffræðing og kennara, sem
mig langar að vitna í, örstutt: Þar
segir Jón frá ótrúlegum málaferlum
SEM hópsins við húsfélagið að
Hátúni 6 b í Reykjavík.. “Húsfélagið
SEM keypti íbúð í húsinu, en í ljós
kom að um 20 cm. stallur er frá bíla-
stæði hússins upp á gangstétt. Við
fórum fram á það við húsfélagið að
skábraut yrði gerð inn í húsið, en
fengum synjun á þeirri forsendu, að
ef einn hjólastóll kæmi í húsið, hlytu
fleiri að fylgja á eftir og íbúðaverð
myndi því lækka.” Málið er nú í
höndum lögfræðinga, segir Jón.
Maður hélt að svona fordómar
tilheyrðu liðinni tíð. En þetta styður
auðvitað þörfina á því að koma upp
sem allra flestum skábrautum við
gömul hús til þess að hægt sé að
dreifa þessum stórhættulega hópi um
íbúðabyggðina.
En þrátt fyrir þetta er það samt
miklu fleira sem má gleðjast
yfir. Ég ætla að nefna örfá dæmi:
Um þessar mundir er verið að endur-
bæta og endurskipuleggja nrargar
gamlar byggingar í Reykjavík og
aðlaga þær þörfum allra. Allar þessar
byggingar eru í þjóðareign.
Þar eru meðal annars: Dómkirkjan,
Þjóðmenningarhúsið við Hverfis-
götu, (áður Þjóðskjalasafnið), Þjóð-
minjasafnið og viðbygging við
Alþingi. Þarna hefur verið tekið
mikið tillit til aðgengis fyrir alla. I
sumum tilvikum krefst það talsverðra
breytinga, annars staðar setti húsa-
friðun því nokkrar skorður.
Það er líka gaman að minna á nor-
ræna samkeppni um endurbyggingu
menningarsögulegra húsa, sem fór
fram í fyrra en þar fengu íslensku
byggingarnar Iðnó í Reykjavík og
Langabúð á Djúpavogi verðlaun og
viðurkenningu fyrir gott aðgengi.
Steingrímur J. Sigfússon, sem er for-
maður Norræna ráðsins um málefni
fatlaðra, mun fjalla nánar um störf
hennar hér á eftir. Reykjavíkurborg
ber að þakka ágætt átak í aðgengis-
málum.
Við getum líka verið stolt af sund-
stöðum okkar, sem hafa risið
hver öðrum glæsilegri og nú verður
ekki undan því vikist lengur að geta
tekið á móti öllum sundgestum, því
að í nýjustu reglugerð stendur að
sundstaðir skuli vera aðgengilegir
öllum. Þar eru hreinar línur.
Það er von okkar að bókin Aðgengi
fyrir alla verði á borði allra þeirra
sem vinna að skipulags- og bygg-
ingarmálum hér á landi. Hún á að
geta veitt svör við fjölmörgum
atriðum sem nauðsynleg eru til þess
að samfélagið verði öllum opið.
Að svo mæltu vil ég biðja félags-
málaráðherra og umhverfisráðherra
að koma hér upp á sviðið og taka við
fyrstu eintökum bókarinnar Aðgengi
fyrir alla.
Ólöf Ríkarðsdóttir.
Velkomin í Dvöl
r
Ahaustdögum var í Dvöl - at-
hvarfi fyrir geðfatlaða í
Kópavogi - haldið upp á eins árs
afmæli athvarfsins. Var þar gnótt
góðra gesta og segja mátti að þar
mættu sáttir þröngt sitja og áttum við
Guðríður og Garðar þar góða stund.
Við fengum í hendur fallegan
bækling sem ber nafnið: Velkomin í
Dvöl. Fyrirsagnir þar gefa nokkra
hugmynd um efnið: Dvöl á eigin
forsendum. Góð aðstaða. Fjölbreytt
starf. Ýmis þjónusta. Rjúfum
einangrunina.
Það síðasttalda er einmitt ætlunin
með athvarfinu, það á að miða að
því að rjúfa félagslega einangrun.
Dvöl hefur áður verið kynnt hér
vel, athvarfið er opið 9-16 alla virka
daga og sjálfboðaliðar starfa svo í
athvarfinu einn til tvo laugardaga í
mánuði.
í bæklingnum er greint frá fjöl-
breyttu starfi Dvalar, en Dvöl er til
húsa í fallegu umhverfi að Reyni-
hvammi 43 í Kópavogi og að
rekstrinum standa: Rauði kross
íslands - Kópavogsdeild, Kópavogs-
bær og Svæðisskrifstofa málefna fat-
laðra á Reykjanesi.
Bæklingurinn er mjög fallegur út-
lits og innihaldið ekki síðra sem og
starfið allt sem sannarlega hefur
blómstrað og veitt mörgum verm-
andi dvöl. Bæklingurinn er til hér á
skrifstofunni.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
19