Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Síða 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Síða 23
Magnús og Þóra Kristín. Sem dæmi um hið mikla umfang skulu nokkrar tölur tíundaðar. Einstaklingar með stuðningsijöl- skyldu eru 14, 31 nýtur sumardvalar eða skammtímavistunar. Fjöldi barna mcð umönnunargreiðslur frá TR eru 49 þar af 15 í 2. flokki og 24 i 3. flokki ( flokkarnir eru 5, 1. flokkur þyngstur). Almenna vinnu með örorkusamn- ingi stunda 9 og er ánægjulegt fyrir undirritaðan að sjá það úrræði svo vel nýtt. 13 einstaklingar eru með frekari liðveislu. 102 fatlaðir eru á skrá svæðisskrifstofu, þar af 49 á aldr- inum 0-15 ára. Fjöldi þjónustuþega alls er 100 þar af 47 börn. Varðandi búsetu þá eru 11 á sambýli og 13 1 búsetu með stuðningi. Margt fleira forvitnilegt er að finna í þessum tölum en hér látið staðar nuntið. í þessari heimsókn sem og fyrri heimsókn með stjórn- arnefnd um málefni fatlaðra á sum- ardögum er ritstjóri þess fullviss, að það hve víða er á vettvangi iðjað á Vesturlandi, tryggir það að þjónustan er færð til fólksins, frumskilyrði í þessum málum í raun. Megineinkenni sýnast þau að þverfagleg ráðgjafarþjónusta er veitt m.a. á leikfangasöfnum vítt um svæðið, mikill stuðningur er við foreldra fatlaðra barna, það er unnið í góðri samvinnu við neytendurna og eins og áður er að vikið: það er komið til fólksins. Aðeins svo að nokkrum umræðuefnum á þessum annars ágæta fúndi sem öll tengjast mál- efnum á einn eða annan veg. Varðandi umönnunargreiðslur til foreldra vildu þau meina mjög ákveðið að meira tillit yrði að taka til ástands einstaklinganna 1 stað þess að skipa öllum eftir sjúkdóma- eða fötl- unarflokkum. Magnús tók sem dæmi einhverf börn sem geta verið með litla umönnun yfir 1 sólarhrings- umönnun og hana erfiða. Ræddur var vandi geðsjúkra bama alveg sérstaklega þar sem foreldrar yrðu að vera heima og fengju tak- markaðan stuðning og inn í það flétt- uðust umræður um innlagnir og útskriftir og Barna- og unglinga- geðdeild. Það eitt morgunljóst að mun betur yrði að gjöra varðandi van- damál geðsjúkra barna, þó ýmislegt væri vissulega í áttina. Magnús sagði frá heimsókn sinni til Englands á vegum Sambands verndaðra vinnustaða á dögunum þar sem vernduð vinna fatlaðra væri greinilega tekin alvarlega, enda um alvöruframleiðslu að ræða og í hana settir fjármunir sem um munaði af hálfu opinberra aðila. Mikill munur þar og hér á húsnæðisaðstöðu svo og framleiðslutegundum sem að væri unnið. Við ræddum þetta nýja úrræði: atvinnu með stuðningi. Ætíð er þörf á undirbúningi góðum svo og eftirfylgni sem og samstarfi við fyr- irtækin sem unnið er í. Afþessuhafa þau góða reynslu á Vesturlandi. Og að sjálfsögðu var svo í lokin fjallað um væntanlega yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga. Magnús sagði að meginatriðið væri að veita góða þjónustu, ekki hver veitti. Hin margumtalaða nálægð í sveitarfélög- unum væri vissulega tvíbent, gæti bæði verið af þvi góða en ekkert síður hið gagnstæða. Magnús og Þóra Kristín fullyrtu bæði að ná- lægðin og kostir hennar væru svo sannarlega til staðar í dag og ritstjóri tekur undir það sem og það að þekking á málefnunum er ólíkt meiri hjá svæðisskrifstofum en sveitar- félögum. Enn kæmi hér til alltof víða tómlæti hjá sveitarfélögum svo og væri félagsþjónusta í dag of víða nafnið tómt. Sem dæmi um tómlætið nefndu þau að á ágætri Reykholtsráð- stefnu svæðisskrifstofa hefðu sveitar- stjórnarmenn ekki sést. En einmitt í lokin að Reykholts- ráðstefnunni um leið og þeim Magnúsi og Þóru Kristínu er þakkað kærlega fyrir móttökur allar og firna góðan fróðleik. Að Reykholti flutti Magnús Þorgrímsson ræðu og kom víða við. Ritstjóri freistast til að birta sýnishorn. “Umgjörðin hefur vissulega áhrif á innihaldið og skapar skilyrði fyrir innihaldsríkri þjónustu en það er ekki samasemmerki þar á milli. Með áherslu á innihald þjónustunnar telj- um við að gæði þjónustunnar séu best tryggð.” “Félagsleg tengsl er ein af forsendum lífsgæða, þar sem fólk verður að eiga möguleika á samskipt- um á jafnréttisgrundvelli. Fólk verð- ur að geta valið á milli hvers konar samskipti það vill hafa við aðra.” “Það er nauðsynlegt að hafa mögu- leika á að geta þroskað með sér sjálfsvitund og þá tilfinningu að mað-ur sé virkur og að með gerðum sínum geti maður haft áhrif og mótað tilveru sína. Að maður eigi sér sína drauma og þrár. Og það að skipta máli fyrir aðra.” “Við getum ekki búið til lífsgæði fyrir aðra en við getum gefið ein- staklingnum forsendur og möguleika til að skapa sér lífsgæði á sínum eigin forsendum.” Svo mælir Magnús og mjög þarft undir að taka. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.