Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Blaðsíða 25
GEÐHJÁLP 20 ÁRA
Vinjarkórinn syngur.
Alþjóðageðheilbrigðisdagur-
inn var haldinn hátíðlegur
sunnudaginn 10. október s.l.
°g þess minnst um leið að 20 ár eru
liðin frá stofnun Geðhjálpar.
Safnast var saman á Hlemmtorgi
laust eftir hádegi á þessum sólbjarta
haustdegi og gengið undir hljómfalli
Lúðrasveitar verkalýðsins sem leið lá
niður Laugaveginn og í Ráðhús
Reykjavíkur. í ráðhúsinu tók við
lifandi og upplýsandi dagskrá undir
stjórn Benedikts Davíðssonar, for-
manns Landssambands aldraðra, en
dagurinn var í ár tileinkaður geðheil-
brigði og öldrun.
Formaður Geðhjálpar, Pétur
Hauksson, bauð menn velkomna,
rifjaði upp fyrstu kynni sín af félag-
inu og stiklaði á stóru um sögu þess
til þessa dags, m.a. með hliðsjón af
viðhorfum samfélagsins til geðsjúk-
dóma. Pétur minnti á að félagið hefði
á sínum tíma sprottið upp sem gras-
rótarhreyfing og þrátt fyrir fjöl-
breytta starfsemi í dag væri og ætti
hlutverk félagsins fyrst og fremst að
vera barátta fyrir auknum og bættum
réttindum geðfatlaðra.
Að lokinni ræðu formanns flutti
Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður
heilbrigðis- og tryggingaráðherra,
fundinum kveðjur ráðherra síns og
lagði á það áherslu að náið og gott
samstarf héldist með Geðhjálp og
stjórnvöldum. Slíkt væri báðum til
gagns, þótt e.t.v. tækist mönnum ekki
alltaf að ná saman um öll mál.
Næstur talaði Ólafur Ólafsson,
formaður Félags eldri borgara í
Reykjavík, og gerði að umræðuefni
mikla notkun geðdeyfóarlyfja hjá
öldruðum, en lyfjanotkun þessa rakti
hann fyrst og fremst til almenns
óyndis meðal eldra fólks. Þessa van-
líðan aldraðra kvað hann öðru ffemur
eiga rót að rekja til þess hve illa við
Islendingar byggjum að öldruðum. I
því sambandi lagði hann sérstaka
áherslu á að hvað sem liði talna-
kúnstum stjórnmálamanna væri það
óhrekjanleg staðreynd að almanna-
tryggingabætur væru hér mun lakari
en meðal þeirra nágrannaríkja sem
við bærum okkur að jafnaði saman
við. Þennan vanda þyrfti að við-
urkenna og taka á með viðeigandi
hætti, ekki hvað síst verulegri
hækkun grunnlífeyris.
Ólafiir Þór Ævarsson geðlæknir og
sérfræðingur í geðröskunum aldraðra
fjallaði vítt og breitt um geðraskanir í
þessum aldurshópi, sem hann sagði
afar vanmetnar. Einkum gerði hann
að umtalsefni aukna þekkingu okkar
á einkennum, eðli og orsökum þess-
ara raskana og þau meðferðarúrræði
sem við ættum nú völ á. Lagði hann
þar ekki einungis áherslu á ný úrræði
á sviði lyfja- og læknismeðferðar,
heldur einnig á nauðsyn þess að
byggðar verði upp sérhæfðar geð-
deildir fyrir aldraða.
Vilhjálmur Guðjónsson, sonur
aldraðrar móður sem átt hefur
við alvarlegan geðsjúkdóm að stríða,
lýsti fyrir fundarmönnum bakhliðinni
á þeim “sparnaði” stjórnvalda að loka
geðdeildum tímabundið, þ.e.a.s.
þeirri hlið sem veit að sjúklingnum
og nánustu aðstandendum hans. Var
greinilegt að hin einlæga og um-
búðalausa frásögn Vilhjálms af
meðferð ríkisvaldsins á fárveikri
konu hafði mikil áhrif á fundarmenn.
Hið sama er óhætt að segja um
frásögn Margrétar Auðunsdóttur, sem
skýrði fundinum frá starfi sjálfs-
hjálparhóps fólks sem orðið hefur
fyrir einelti, en í afmælisriti
Geðhjálpar er að finna mikinn og
athyglisverðan fróðleik um þá mar-
tröð sem eineltið er þeim einstakl-
ingum sem fyrir verða og þau sár sem
slíkt jafnan skilur eftir sig.
Sjálfshjálparhópur fólks sem orðið
hefur fyrir einelti starfar samkvæmt
svokölluðu tólf spora kerfi sem upp-
runnið er í AA-samtökunum. Sama á
við um nýjan sjálfshjálparhóp fólks
sem átt hefur við geðhvörf að stríða.
Fyrirhugaðri starfsemi hans var lýst
af Sveini Rúnari Haukssyni, sem
gerði grein fyrir mikilvægi þessa en
létti mönnum jafnframt lund með
stuttum frásögnum af gamansömum
atvikum tengdum annars alvarlegu
viðfangsefni.
Milli atriða söng kór athvarfsins
Vinjar undir stjórn og undirleik
Sigvalda Kaldalóns. Að lokum var
fundarmönnum öllum boðið í hús
Geðhjálpar að Túngötu 7 og þiggja
þar kaffiveitingar í boði félagsins.
Þess skal að endingu getið að
sjálfshjálparhópur fólks sem orðið
hefur fyrir einelti hittist í húsi
félagsins sérhvert þriðjudagskvöld kl.
20. Sjálfshjálparhópur fólks með
geðhvörf hittist hins vegar á fimmtu-
dögum kl. 21 á sama stað, Túngötu 7.
Símanúmer Geðhjálpar er 570 1700.
G.Sv.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
25