Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Qupperneq 26
Einar Andrésson skrifstofumaður:
AÐ NÁ SÉR
Á STRIK
Að setja sig í spor annarra.
Indíánar hafa um það orða-
tiltæki önnur orð: að fara í
annarra mokkasínur en til þess að það
geti vel farið er betra að fara úr sínum
eigin. Ég veiktist af
lömunarveikinni sem
geisaði hér árið 1956
og var um stund á
sjúkrahúsinu Farsótt
hér í Reykjavík.
Reynslusaga mín í
gegnum árin er ekki
sú sem ég ætla að
margir öfundi mig af.
En ég sjálfur myndi
ekki vilja hafa það
öðru vísi en það er,
vegna þeirra að-
stæðna sem ég bý nú
við.
Á unglingsárunum
voru viðmið mín um
það hvað væru eðlileg
afköst mjög svo smit-
uð af því hvað hinir
heilbrigðu aðhöfðust.
Til dæmis það að
stunda íþróttir var mér
gjörsamlega um
megn. Ég átti fullt í
fangi með að komast í
gegnum hvern dag.
Smátt og smátt
hlóðust upp þær nei-
kvæðu hugsanir sem ásækja þá sem
finnast þeir vera minnimáttar.
Sjálfsvorkunn, tilgangsleysi, líkam-
legir verkir, sjúkrahússvistanir ólu af
sér þunglyndi sem jókst eftir því sem
árin liðu.
Svo kom að því að veröld min
hrundi. Skilnaður við konu mína
til 17 ára var óumflýjanlegur og ijár-
hagurinn kominn í rúst, enda ekki
hægt fyrir öryrkja að safna í sjóði
vegna stopullar vinnuviðveru.
Ég varð að flytja frá æskuslóðunum
og láta af hendi jörð og hús er við
áttum.
í þannig ástandi rak mig á fjörur
Samhjálpar hvítasunnumanna vorið
1996, þar fékk ég mikla aðstoð frá
ráðgjöfum og lækni við það að gera
mér grein fyrir því hvernig raun-
verulegur vandi minn var saman-
settur, það fór mikill tími í að greina
hann þannig að ég næði að skilja
hann. Smám saman fór að vakna hjá
mér þrá eftir því að ná einhverjum
tökum á lífinu, en ég vissi að ég yrði
að leggja á mig nokkra vinnu við að
þjálfa hug og hönd til einhverra
þeirra verka sem gætu veitt mér lifi-
brauð.
Hjá Samhjálp kemst ég í kynni við
konu sem stundaði nám hjá Hringsjá.
Ég fylgdist með því hvernig hún
blómstraði og óx með hverjum degi
sem leið.
Og ég tók þá ákvörðun um að
sækja um inngöngu hjá Hringsjá
- starfsþjálfun fatlaðra.
Það var mikill hamingjudagur í
mínu lífi þegar ég fékk bréf um það
að hafa fengið inngöngu þar.
Upp frá þeim degi hafa gerst mikil
kraftaverk.
Eftir þrjátíu ára hlé var ég kominn
á skólabekk á ný og farinn að takast á
við verkefni sem aldrei hafði hvarflað
að mér að ég gæti höndlað. Námið
hjá Hringsjá er mjög skilvirkt og
sniðið að þörfum hvers og eins. Eftir
að stöðumat í hinum ýmsu greinum
hafði farið fram tók við markvisst
nám í íslensku, ensku, stærðfræði,
félagsfræði, bókfærslu og tölvu-
vinnslu. I öllum þessum greinum var
ég við upphaf námsins með mjög litla
þekkingu en með ljúflyndi kennara
og uppörvun sem löðuðu mig til
námsins fór mér fljótlega að þykja
afar gaman að feta þá vegi sem lágu
til þekkingar á hinum ýmsu sviðum
sem voru mér áður
sem lokuð bók.
I dag er ég skrif-
stofumaður hjá bygg-
ingarfyrirtæki á
Kirkjubæjarklaustri, í
þeim rekstri eru
margs konar verkefni
sem koma upp á borð
til mín svo sem
bókhaldsvinna, pant-
anir sem krefjast
nákvæmni og kurt-
eisi við verslanir og
aðra aðila í þeim
geira.
Afgreiðsla á hinum
aðskildustu bygg-
ingavörum til starfs-
manna og utanað-
komandi viðskiptavina.
Það hefur komið mér mjög á óvart
hvað nárnið hjá Hringsjá hefur
nána snertingu við þann raunveru-
leika sem blasir við í vinnuumhverfi
dagsins í dag.
Tölvunámið og bókfærslan svo
skilvirk að ég verð aldrei í vand-
ræðum og finn fyrir því að mér er
treyst fyrir því að ljúka erfiðum
verkefnum á þeim vettvangi.
Félagsfræðin hvernig hún hefur
opnað fyrir mér mikilvægi sam-
félagsins og hvað hver og einn ein-
staklingur er mikilvægur hver sem
Einar
Andrésson
Ráðherra félagsmála ávarpar atvinnumálaráðstefnuna.
26