Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Side 33
INNLITIÐ
Hingað leit inn síðasta apríl-
dag Jóhannes Svavarsson og
hafði að vanda frá mörgu að
segja. -Hann langaði til að koma á
framfæri brotabroti af sögu sinni, en
Jóhannes er virkur félagi í
Blindrafélaginu.
Tvennt var hon-
um efst í huga:
Afleiðingar af
alvarlegu vinnu-
slysi og tildrög
þess og svo
ákveðin reynslu-
saga sem hann
upplifði á þeim
tíma er hann var meðvitundarlaus
eftir hið hræðilega slys.
Fyrst slysið og afleiðingar þess:
„1974 varð ég fyrir alvarlegu
vinnuslysi og hefi búið við afleið-
ingar þess nú í 25 ár. Slysið varð með
þeim hætti að 1200 kílóa kranabóma
féll á höfuð mitt svo ég bæði þrí-
höfuðkúpubrotnaði og þríkjálka-
brotnaði, hakan fór í tvennt, efri
gómur brotnaði, tennur fóru meira og
•ninna og enni hreinlega í mask.
Hreint undur að ég skyldi yfirleitt lifa
þessi ósköp af. Sem dæmi nefni ég
að læknar gerðu op á barkann, svo ég
gæti andað á meðan aðgerð fór fram.
Eg var meðvitundarlaus í 5 vikur eftir
slysið og af því er saga sem ég kem
síðar að.
Og hverjar urðu svo afleiðing-
arnar. Jú, ég er með skakkt and-
lit, ör á enni, nefi og við hægra auga.
Sjón er engin á hægra auga og aðeins
10% á vinstra auga. Engin heyrn á
hægra eyra. Og er þetta nú ekki
nokkuð nóg.” Og svo kemur Jóhann-
es að reynslusögu sinni frá dáinu sem
er hreinlega greipt í hug hans.
“Ég sá sjálfan mig liggjandi eins
og hvert annað hrúgald við timbur-
búntið á slysstað og sá mennina
stumra yfir mér. Mér fannst ég svífa
úr skrokknum upp til skýja og allt í
einu var ég kominn inn í herbergi eða
sal. Þar sátu tveir menn við borð og
á borðinu var þykk og stór bók.
Maðurinn sem var vinstra megin
við borðið klappaði á öxl mér og
sagði: Það er allt í lagi með þig
vinur. Þú mátt halda áfram, en þú átt
að koma við á fjórum stöðum og fá
fyrirgefningu synda þinna.”
Ég þakkaði kærlega fyrir mig og
sveif svo áfram ofar skýjum, heyrði
fagran fúglasöng og fannst allir vera
svo góðir umhverfis mig. Mér leið
alveg sérstaklega vel. Svo litaðist ég
í kringum mig og sá þá stiga, fannst
ég þá verða svo þreyttur að ég rétt
lagði höndina á handriðið en upp
sveif ég svo.
Á leiðinni sá ég mikla biðröð fólks.
Á leiðarenda sá ég gamlan mann
gæta dyra. Á dyrunum var hurð sem
var miklu stærri um sig en venjuleg
hurð og með afar skrýtnum snerli.
Ég spurði hvort ég mætti rétt kíkja
inn og fékk leyfi til þess.
r
Eg opnaði dyrnar og sá langar
leiðir inn í víðáttuna. Allt var
ljómandi bjart. Ég sá líka hvíta hóla
og tvo menn, sem komu með haka og
skóflu á öxl sér. Þeir kinkuðu kolli
og byrjuðu að vinna við einn hólinn.
Lengri verður þessi reynslusaga ekki
en hún stendur mér ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum sem dýrmæt
reynslusaga, sem hver má taka sem
hún eða hann vill.”
Svo var Jóhannes rokinn niður í
LAUF og ætlaði að vita hvort hann
gæti orðið þar til einhvers gagns.
Ritstjóri bað hann um mynd af þeim
sem leit þannig inn og Jóhannes kvað
það sjálfsagt. Skeiðaði svo af stað
með sinn hvíta staf og ómissandi
skjalatöskuna í hinni hendinni.
Honum fylgdu velfarnaðaróskir út í
vorið.
H.S.
Hlerað í hornum
Feðgar tveir, kunnir athafnamenn,
komu nær daglega á veitingahús eitt,
borðuðu og drukku mikið af viskii.
Einn daginn drukku þeir óvenjumikið
eftir matinn og sátu lengi. Þá greip
sonurinn allt í einu fyrir hjartað og
kveinkaði sér mikið. Starfsfólkið brá
strax við og hringdi á sjúkrabíl sem
kom von bráðar og voru allir að
stumra yfir syninum. Faðirinn horfði
á um stund en sagði svo: “Get ég
fengið tvöfaldan viskí, varla þurfa
allir að standa í þessu veseni.”
I þorpi einu úti á landi komu karlar
þorpsins gjarnan saman eftir vinnu
eða ef lítið var um atvinnu og þá ætíð
í kaupfélagshúsinu. Þangað mætti og
Jón hreppstjóri og mætti snemma og
þá einkum fyrir helgar. Hélt hann sig
þar sem matvæladeildin var og sögðu
menn að hann hefði viljað geta fært
kerlu sinni fréttir af því hvað hús-
freyjumar keyptu í helgarmatinn. Því
til sönnunar var sú saga sögð að
hreppstjórafrúin hefði komið til
nágrannakonu sinnar á sunnudags-
morgni og litið inn í ofninn þar sem
steik mallaði. Frúnni brá og sagði
með þjósti: “Keyptirðu hrygg? Jón
sagði að þú hefðir keypt læri.”
Maður einn eystra var frægur fyrir
ýkjusögur sínar og allt yfir í hreinar
lygasögur. í hófi eftir kaupfélags-
fund þar sem maðurinn var staddur
bauð kaupfélagsstjórinn þeim sem
sagt gæti bestu lygasöguna 100 króna
verðlaun sem jafnaðist þá á við tvenn
daglaun. Þá stóð maðurinn upp og
sagði: “Fyrirgefðu, Þorsteinn minn,
en ég get ekki tekið þátt í þessari
keppni því ég hefi aldrei sagt ósatt
orð um dagana.” Þorsteinn rétti hon-
um 100 krónurnar umyrðalaust.
Maður einn var spurður um líðan
konu sinnar og svarið var: “Hún er
oft afleit í fótunum en hún er góð þar
á milli”.
Formaður sóknarnefndar einnar úti á
landi hringdi í konu í sóknarnefnd-
inni og sagði í upphafi: “Ja, nú erum
við í vondum málum”. Konan spurði
um ástæðu þessa. “Jú, sjáðu til, bisk-
upinn er að koma til að vísitera”.
Lítill strákur spurði foður sinn að því
hvort hann vissi hver væri munurinn
á hrossaskít og mjólk. Þegar faðirinn
sagðist ekki vita það sagði sá litli:
“Ekki myndi ég þora að senda þig út
í búð eftir mjólk.”
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
33