Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Qupperneq 34
MALÞING UM
RÉTTINDAGÆSLU
Hinn 13. okt. sl. var haldið
málþing um réttindagæslu
fatlaðra sem félagsmála-
ráðuneytið stóð að ásamt Þroskahjálp
og Öryrkjabandalaginu. Mæting
mátti vart minni vera en málþingið
tókst að öðru leyti ágætlega.
Margrét Margeirsdóttir deildar-
stjóri í félagsmálaráðuneyti setti
þingið. Gott væri fyrir fólk að bera
saman bækur sínar, miðla reynslu og
þekkingu. Mismikil og miserfið mál
eftir svæðum en þyngst á höfuðborg-
arsvæðinu. Hún kvað félagsmála-
ráðuneytið hafa verið með fundi á
undanförnum árum með trúnaðar-
mönnum á svæðunum. Minnti um
leið á að það var fyrst 1992 sem rétt-
indagæsla fatlaðra var lögfest.
Margrét stjórnaði svo málþinginu
fyrir hádegi en Halldór Gunnarsson
eftir hádegi.
Halldór var svo næsti ræðumaður
málþingsins og sagði frá reynslu sinni
sem fúlltrúi í svæðisráði svo og sem
trúnaðarmaður. Hann sagði tví-
mælalaust að án trúnaðarmanns yrðu
fjölmörg mál óleyst, miserfið og ólík,
það væri því skilvirk leið. Gráu
svæðin erfiðust enda sýndu embætt-
ismenn oft einstaka hugvitssemi við
að koma sér undan lausn. Fatlaðir
verða alltof oft að hafa forgjöf til að
halda jöfnu. Lýsti eindregnum stuðn-
ingi við sérlög um réttindagæslu, þó
staðreynd væri að langflestir vildu
gjöra vel í málefnum fatlaðra.
Hrefna Haraldsdóttir trúnaðar-
maður fatlaðra í Reykjavík
sagði svæðisráð Reykjavíkur hafa
fundað reglulega og fagnaði því.
Taldi að svæðisráð ættu að kjósa for-
mann sinn úr röðum fúlltrúa hags-
munasamtaka fatlaðra.
Forsenda þess að trúnaðarmaður
gæti starfað væri virkt svæðisráð.
Persónuleg málefni mest áberandi,
nefndi skilnaðarmál, arfsmál, ofbeldi
á heimilum og barnaverndarmál.
Kvað mjög mikla stoð í lögfræðingi
Öryrkjabandalagsins sem unnt væri
að vísa til mörgum málum. Allmikið
um persónulega ráðgjöf og stuðning
við foreldra. Kvað nýju lögræðis-
lögin mjög til bóta. Sagði neyð í bú-
setumálum setja mikið mark á störf
trúnaðarmanns.
Lilja Guðmundsdóttir fulltrúi í
svæðisráði Norðurlands eystra var
þessu næst með framsögu. Ræddi
breytinguna frá yfirfærslu málefna
fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga á
Norðurlandi eystra, sem gjörð hefur
verið með þjónustusamningi. Benti á
að í svæðisráði þar sem annars staðar
sætu 3 fulltrúar sveitarfélaga sem nú
væru með verkefnið á sinum vegum,
ættu í raun að hafa eftirlit með sjálf-
um sér.
Sagði trúnaðarmann á svæðinu
aðeins í 12% starfi. Nefndi sláandi
dæmi um samstarfsörðugleika við
sveitarfélögin eftir yfirfærslu. Sam-
ráð hvergi nærri nóg um það sem
gjört væri. Of mikið um einhliða
ákvarðanir félagsmálayfirvalda.
Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson
trúnaðarmaður fatlaðra á Suður-
landi var næstur á mælendaskrá.
Minnti á margbreytileika þessara
mála, þar væru mörg litbrigði.
Aðalatriðið að mæta manneskjunni
þar sem hún væri stödd og byrja þar.
Lagði út af ijórum lykilorðum
varðandi það hvernig góður rétt-
indagæslumaður ætti að vera. Að
skilja, þekkja, kunna og vera. Að
skilja mannlegar tilfinningar, að
þekkja málaflokkinn vel, að kunna
mannleg samskipti, að hlusta og
þegja líka. Þekkja mannlegt eðli og
völundarhús kerfisins. Vera sýni-
legur, framtakssamur, sanngjarn og
samvinnufús og þrjóskur. Þrjóskan
raunar haldið lífi í okkur sem þjóð
svo hana ásamt þrautseigjunni skyldu
menn ekki vanmeta.
Eftir kaffihlé talaði fyrst Arnbjörg
Sveinsdóttir alþingismaður um frum-
varp það til laga um félagsþjónustu
sveitarfélaga sem nú er í burðarliðn-
um en Arnbjörg á sæti í þeirri laga-
nefnd sem að hefúr unnið og er for-
maður félagsmálanefndar Alþingis.
Hún greindi frá nefndarskipan,
hlutverkinu og starfinu í nefndinni.
Einnig greindi hún frá heildarskipu-
lagi vegna yfirfærslunnar þ.e. kostn-
aðarnefnd, úttektarhóp, landshluta-
nefndum svo og verkefnisstjórn yfir
öllu.
Samþætting aðaleinkenni frum-
varpsins með þjónustuþarfir í fyrir-
rúmi. Skerpt mjög á skyldum sveit-
arfélaga, verkefni félagsmálanefndar
ítarlegri með ákveðnum grundvallar-
reglum í framkvæmd. Gjört ráð fyrir
þjónustusamningum, úrskurðar-
nefnd fær rýmra hlutverk, fram-
kvæmdasjóður fatlaðra lagður niður,
vistheimili heyri sögunni til.
Atvinnumál færð undir lög um vinnu-
markaðsaðgerðir. Vonaði að endan-
leg niðurstaða yrði til góðs fyrir fatl-
aða.
F
Arni Gunnarsson form. laga-
nefndar félagsmálaráðuneytis
fór yfir meðferð nefndarinnar varð-
andi réttindagæslu fatlaðra. Hann
kvað frumvarp um félagsþjónustu
sem og réttindagæslu vera mála-
Málþingsstjórar. Margrét og Halldór.
34