Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Side 43
Sókn er besta vörnin
-segir Kristín Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri SIBS
r
Eg tel, að verði rétt á málum
haldið, geti SÍBS orðið afar
sterk samtök brjóstholssjúkl-
inga á nýrri öld. Til þess, að svo geti
orðið, verða menn að horfa fram á
veginn.”
Kristín
Þorsteinsdóttir
Þetta segir Kristín Þorsteinsdóttir
nýráðinn framkvæmdastjóri SÍBS.
Kristín varð stúd-
ent frá Mennta-
skólanum í
Reykjavík og
lauk cand.mag.
prófi frá Háskóla
íslands í ís-
lensku. Meðfram
námi kenndi hún
íslensku við
Verslunarskóla
Islands og var blaðamaður á Vísi,
síðar DV, eftir sameiningu Vísis og
Dagblaðsins. 1984 hélt hún til náms
í Englandi og lauk prófi í alþjóða-
fjölmiðlun frá City University
tveimur árum síðar. Eftir heimkom-
una fór hún til starfa á Fréttastofu
útvarps og sjónvarps. Síðastliðið ár
fór svo fjölskyldan á gamlar slóðir í
Englandi og tók upp nám að nýju.
Kristín sótti þar námskeið í stjórnun
félagasamtaka. Kristín er gift Skafta
Jónssyni, sem starfar í utanrík-
isráðuneytinu og eiga þau tvö böm.
Eftir heimkomuna í sumar var Kristín
ráðin í stöðu framkvæmdastjóra hjá
SÍBS.
“Eins og alþjóð veit, var SÍBS
stofnað af berklasjúklingum á fýrri
hluta aldarinnar. Þeir unnu frábært
starf og með samhentu átaki þeirra og
heilbrigðisyfirvalda tókst að vinna
bug á berklunum. Hin síðari ár hefur
því SÍBS verið vettvangur
brjóstholssjúklinga, það er að segja
sjúklinga, sem þjást af hjarta- og
lungnasjúkdómum og astma og of-
næmi af öllu tagi. Þar liggur einmitt
vaxtarbroddur SIBS í dag. Lands-
samtök hjartasjúklinga hafa verið
geysiöflug undanfarin ár, enda kemur
helmingur félaga í SÍBS þaðan. Þeir
reka skrifstofu á Suðurgötu 10 í
Reykjavík. Astma- og ofnæmisfélag-
ið hefur því miður ekki verið nógu
öflugt, en nú er verið að blása til sók-
nar þar, enda stór hópur fólks, sem
þjáist af slíkum sjúkdómum.
Aðalfundur félagsins stendur fyrir
dyram og við vonumst til að
geta vakið þá athygli á félaginu, sem
því ber og fá inn stóran hóp nýrra
félaga. í kjölfarið hefur verið
ákveðið, að félagið ásamt Félagi
lungnasjúklinga fái inni á skrifstofu
Landssamtaka hjartasjúklinga og
félögin þrjú sameinist um rekstur
skrifstofunnar. Hún verður opin á
venjulegum skrifstofutíma og þangað
getur fólk komið og leitað upplýs-
inga. Þar munu liggja frammi alls
kyns bæklingar fyrir fólk. Um það
leyti verða opnaðar heimasíður félag-
anna þriggja. Þar getur fólk meðal
annars komið með fyrirspurnir, sem
sérfræðingar svara.
Þá má ekki gleyma því, að frá og
með næstu áramótum verður blaðaút-
gáfa á vegum SÍBS sameinuð. Þann-
ig er fyrirhugað að gefa út eitt sam-
eiginlegt blað fyrir öll félög SÍBS í
stað margra smærri áður. Reiknað er
með að það komi út fjórum sinnum á
ári. Það fyrsta um mánaðamótin
febrúar og mars.
Gangi þetta allt eftir á ég von á því,
að félögum í SÍBS eigi eftir að fjölga
verulega. Það er jú ljóst, að þeim
mun stærri og öflugri sem svona
samtök eru, því meiru fá þau áorkað.
Þarna liggur einmitt framtíð SÍBS.”
Kristín segir, að sem betur fer séu
berklar ekki lengur ógnvaldur í ís-
lensku samfélagi, þó að þeir skjóti
íbúum Eystrasaltslandanna og eink-
um föngum í Rússlandi skelk í bringu
um þessar mundir. Góð lyf séu nú til
við berklum og því engin ástæða til
að reikna með því, að berklar verði
aftur vandamál á íslandi. SÍBS geti
að minnsta kosti ekki setið með
hendur í skauti og beðið eftir slíku.
“Nú er lag til að horfa fram á veg-
inn. SIBS-fólk þarf að spyrja sig,
hvar getum við látið gott af okkur
leiða núna? Ég tel svarið vera meðal
hjarta- og lungnasjúklinga og astma-
og ofnæmissjúklinga. Það er fólkið,
sem þarf á okkur að halda. Gömlu
berklasjúklingarnir og afkomendur
þeirra þurfa ekki að óttast það að
þeim verði gleymt. SÍBS-fólk á að
læra af reynslunni, en ekki lifa á
fornri frægð.
Eða eins og segir í fótboltanum:
Sókn er besta vörnin,” segir fram-
kvæmdastjórinn Kristín Þorsteins-
dóttir.
H.S.
Vísa og beiðni
Hann Guðmundur J. Mikaelsson leit hér inn einn fagran og mildan
haustdag og laumaði að mér lítilli vísu og beiðni um bréfavin. Fyrst
vísan góða:
Erfið fjallganga
Upp var lagt á Ulfarsfell
erfitt fyrir kroppinn
en okkur lokum auðnaðist
efst að ná á toppinn.
Guðmundur J. Mikaelsson.
Og svo beiðni um bréfavin.
Þýskur 24ra ára fatlaður maður notar frítímann til bréfaskrifta en frí-
merkjasöfnun er eitt af hans áhugamálum. Hann heitir Markus Grote og
heimilisfangið er:
Mahntestrasse 1,
D - W 3411 Katlenb. - Lindau 6
Germany.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
43