Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Side 47

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Side 47
Að falla á milli þriggia stóla r IFréttabréfi Foreldrafélags mis- þroska barna kennir margra góðra grasa. Þar birtist greinin: Að falla á milli þriggja stóla sem er í raun út- Ijjgjjr.. dráttur úr ræðu Matt- (PPPHgt híasar Kristiansen ^ formanns Foreldra- I félags misþroska barna á málþingi Uppeldis og skóla í Matthías aPríl sL Kristiansen Þar bendlr Matthías m.a. á að misþroski sé dæmigerð dulin fötlun, hópurinn sé stór og vandi engra tveggja ein- staklinga lýsi sér nákvæmlega eins. Stólarnir þrír sem misþroska geta fallið á milli eru: Skólinn, trygginga- yfirvöld og heilbrigðisyfirvöld. Eng- ir sinna skyldum sínum við mis- þroska börn sem skyldi. Matthías segir að allar rannsóknir sýni að þessi hópur barna sé í margfalt meiri hættu að ánetjast fíkniefnum en nokkur annar hópur samfélagsins. Matthías bendir svo á margar leiðir sem til bjargar gætu orðið misþroska börnum almennt og aðeins nefndar nokkrar þeirra s.s. talkennsla, iðju- og sjúkraþjálfun er stórum hópi þes- sara barna lífsnauðsynleg, faglegur stuðningur þarf til að koma strax í leikskóla, veita þarf kennurum fræðslu um vandamál tengd mis- þroska, úrræði fyrir börn sem seinka þarf í grunnskóla og huga þarf að réttum hjálpartækjum, tölvum og reiknivélum og öðru sem auðveldað getur skólagönguna og er þá fátt eitt talið. Ritstjóra langar svo til að taka orðrétt úr grein eða ræðu Matt- híasar þetta: “Að óreyndu rnætti halda að loknum þessum lestri að misþroska börn séu leiðinleg og erfið. Það er langur vegur þar frá. Þessi börn eru oft í hópi þeirra bráð- skemmtilegustu, þau eru frjó og glað- leg, ef ekki er búið að brjóta sjálfs- traustið aftur á bak og þau færa umhverfi sínu oft mikla gleði. Vandi þeirra stafar einkum af vangetu til að bremsa sig af, hafa stjórn á sér og skorti á þjálfun í félagslegum sam- skiptum við jafningja sína.” Svo mörg voru þau orð Matthíasar, en í lok greinarinnar minnir Matthías á félagið sjálft sem vinnur mjög gott og öflugt starf. Um það eru lokaorð Matthíasar: “Flestir helstu meðferð- araðilar landsins á þessu sviði vísa foreldrum á félagið í leit að upplýs- ingum og mega það kallast nokkur meðmæli með starfseminni.” Munu það svo sannarlega vera orð að sönnu. H.S. Að „vinna með fólk“ r Ahaustdögum gaukaði hún Olöf Ríkarðsdóttir fyrrv. formaður Oryrkjabandalagsins að ritstjóra úr- klippu úr Morgunblaðinu. I 1011. þætti Gísla Jónssonar: ís- lenskt mál fjallar Gísli snöfurlega um það þegar talað er um að “vinna með fólk” og þá eins og Gísli segir að virðist merkja það að fást við, vinna að, annast um. Orðrétt segir Gísli svo: “Umsjónar- manni þykir jaðra við mannfyrirlitn- ingu þegar talað er um að “vinna með fólk”. Nú eru, held ég, orðin til umönnun- arfræði, og önnun er auðvitað leitt af sögninni að annast, Menn gætu því með góðu móti annast um sjúklinga og aðra sem umönnunar þarfnast, en ekki “unnið með þá” eins og einhvers konar hluti. Ég gat unnið með nem- endum minum. ef svo bar undir, en mér hefði aldrei hugkvæmst að “vinna með þá”. Börn vinna auk heldur ekki með liti, en þau nota þá stundum eða hafa þá öllu heldur sér að leik og skapandi gleði. Ég veit ekki hversu mjög orðasam- bandið að “vinna með eitthvað, ein- hvern” er til komið vegna áhrifa frá dönsku eða ensku. I þeim tungum verður ekki lengur munur á þolfalli og þágufalli. Með hjálp frá íslenskri málstöð fékk ég mörg dæmi um að “arbejde nted” á dönsku og hvernig þau eru þýdd á ensku. Þau dæmi virðast flest fela í sér það sem við gætum kallað að fást við, glíma við, vinna með einhverju (verkfæri). Ekki hafa fundist dæmi um að “arbejde með nogen”. Best er því að láta ligg- ja á milli hluta í bili, að hve miklu leyti margnefnt orðasamband er heimatilbúin smekkleysa. Niðurstaða: Fellum alveg það tal að “vinna með eitthvað, einhvern”. Höldum áfram að annast um. fást við. vinna að og nota. Stjórn Öryrkjabandalags Islands Arnór Pétursson Benedikt E. Benediktsson Dagfríður Halldórsdóttir Elísabet Á. Möller Emil Thóroddsen Friðrik Alexandersson Garðar O. Sverrisson Gísli Helgason Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir Guðjón Ingvi Stefánsson Hafdís Gísladóttir Heidi Kristiansen Umsjónarmaður fæst við íslenskt ntál og vinnur að þáttum um það, en honum dettur ekki í hug að “vinna með það”. Svo mörg voru þau orð þess mæta manns, Gísla Jónssonar og full ástæða til að taka rækilega undir með honum. Þetta atriði er oft rætt hér á bæ og ekki alls fyrir löngu reit Gísli Helgason leiðara í Fréttabréfið þar sem komið var inn á viðhorf í tengslum við orðnotkun sem honum þótti sem nafna hans jaðra við mann- fyrirlitningu. Aðalatriðið er að þurrka þessa orðnotkun úr íslensku máli og því mun Ólöf hafa sent umrædda úr- klippu enda málvöndunarkona af bestu gjörð. H.S. Ingi Rafn Hauksson Jón S. Guðnason Jón Sigmundsson Kristín Þorsteinsdóttir María Jónsdóttir Málfríður Gunnarsdóttir Ólöf S. Eysteinsdóttir Óskar Konráðsson Rafn R. Jónsson Sigurður V Viggósson Sveinn Rúnar Hauksson Valgerður Ósk Auðunsdóttir Þorlákur Ó. Einarsson Þórir Þorvarðarson 1 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 47

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.