Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Síða 50

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1999, Síða 50
aldrei verið fleiri. Námskeið sóttu alls 53 einstaklingar. Guðrún gat um nefndarskipan vegna hugsanlegrar Hringsjár - deildar norðan heiða, einnig um nýjar starfsreglur Hring- sjár. Stjórn Hringsjár skipa nú: Margrét Margeirsdóttir form. og þau Ólafur H. Sigurjónsson og Ólöf Ríkarðsdóttir. Skýrsla Hússjóðs var flutt af varaformanni sjóðsstjórnar, Haf- liða Hjartarsyni en eins og áður birt hér í heild. Skýrslu Vinnustaða ÖBÍ flutti framkvæmdastjóri þeirra, Þorsteinn Jóhannsson. Niðurstaða rekstrar- reiknings 1998 var um 3.5 millj. kr. í halla. Þess gat Þorsteinn hins vegar að árið 1999 virtist koma ágætlega út, rekstrartekjur muni hækka verulega umfram rekstrargjöld. Þorsteinn gat einnig glögglega um nefndarstarf sitt um launamál fatlaðra starfsmanna á vernduðum vinnustöðum, en Þor- steinn fulltrúi ÖBÍ í nefnd félags- málaráðuneytis þar um. Að lokum minnti Þorsteinn á að þrátt fyrir ríkisstyrkinn skiluðu Vinnustaðir ÖBI hærri upphæð til ríkissjóðs en styrknum næmi, arður ríkissjóðs þar um ein milljón króna sem mun eins- dæmi í Evrópu. I almennum umræðum um skýrsl- urnar tóku ýmsir þátt m.a. komu ýmsar fyrirspurnir sem greiðlega var svarað. Gísli Helgason spurði hversu raunhæf biðlistatalan upp á 350 hjá Hússjóði væri og Kristín Jónsdóttir kvað hana gefa mjög raunsanna mynd af íbúðaþörf. Valey Jónasdóttir fagnaði væntan- legri tilkomu Hringsjár á Akureyri og þakkaði fyrir frábæra atvinnumála- ráðstefnu. Hafdís Hannesdóttir lagði sérstaka áherslu á það að hjálpartækjamál verði áfram hjá ríkinu hvað sem líður allri yfirfærslu og því svarað að svo myndi verða. Arnór Pétursson gjörði bifreiða- kaupastyrki að umtalsefni og ávinn- ing ársins þ.a.l. Vildi sjá ÖBI í sam- starfi um þróunarhjálp og lofaði svo í lokin mjög starf Hringsjár og árangur allan. Eyjólfur Guðmundsson endur- skoðandi flutti því næst reikn- inga ÖBÍ, Hússjóðs, Hringsjár og Ræðumanni klappað lof í lófa. Vinnustaða ÖBÍ. Skoðunarmenn ÖBÍ höfðu yfirfarið, þeir Vigfús Gunnarsson og Tómas Sturlaugsson. Svo vikið sé aðeins að tölum þá voru laun og launatengd gjöld hjá ÖBÍ nær 13 millj.kr., annar rekstr- arkostnaður rúmar 7.7 millj. kr. fréttabréf tók tæpar 6.6 millj. kr. Þá fengu aðildarfélög 11 millj. kr. i styrki og aðrir tengdir aðilar tæpar 3 millj. kr. íslensk getspá skilaði 137.6 millj. kr og til Hússjóðs fóru þar af rúmar 83 millj. kr. Fasteignir í rekstri hjá Hússjóði nema að verðgildi tveim milljörðum og 183 millj. kr. Rekstrartekjur Vinnustaða ÖBÍ voru 24 millj. kr. Rekstrargjöld Hringsjár voru samtals rúmlega 20 millj. kr. Að loknum fáeinum fyrirspurnum voru allir reikningar samþykktir einróma. Þá var komið að yfirlitum frá starf- snefndum. Hafliði Hjartar-son flutti skýrslu atvinnumálanefndar sem 5 fúndi hélt á árinu. Fjallaði m.a. um rekstrargrundvöll vernduðu vinnustaðanna, launa- og kjaramál þar, úttekt þyrfti að fara fram á þjóðhagslegu gildi vernduðu vinnu- staðanna. Nefndin fjallaði einnig um álit nefndar félagsmálaráðuneytis um starfskjör á vernduðum vinnustöðum og var í höfuðatriðum sammála inni- haldi álitsins en gjörði þó ýmsar athugasemdir. Guðríður Ólafsdóttir flutti yfirlit félagsmálanefndar. Nefndin fór m.a. yfir tillögur um bætta stöðu og þátt- töku fatlaðra í tómstundum, menn- ingu og ferðalögum sem áður hafa verið neíndar. Bandarískar, “Siða- reglur fyrir skólaliða” voru þýddar að beiðni Félags skólaliða. Ferlimál voru mikið rædd, bréfa- skriftir og fundir þ.a.l. sem vonandi skila árangri. Garðar Sverrisson flutti yfirlit kjaramálanefndar. Hann greindi frá kynningarátaki fyrir síð- ustu alþingiskosningar sem mikið hefði verið lagt í. Kvað tjárlagafrumvarp fyrir næsta ár ekki gefa tilefni til bjartsýni, en vitundarvakning hefði tvímælalaust orðið. Áfrarn yrði hiklaust að halda. Ólafur H. Sigurjónsson flutti yfirlit menntamálanefndar. Nefndin kynnti sér vel og yfirfór nýjar námskrár fyrir leikskóla, grunnskóla og framhalds- skóla svo og var fjallað um háskóla- stigið. 95 nemendur í Háskóla Islands eru með samning við Náms- ráðgjöf H.Í., helmingur þeirra með dyslexíu. Ólafúr kvað tveggja ára brautir á framhaldsskólastigi ná allt of skammt og námsframboð væri of fátæklegt. Þá var að kosningum komið. For- maður uppstillinganefndar, Þórir Þorvarðarson kynnti tillögur nefnd- arinnar um menn í framkvæmda- stjóm. Formaður til tveggja ára var kjörinn Garðar Sverrisson. Gjaldkeri til tveggja ára var kjörinn Emil Thóroddsen. Varaformaður til eins 50

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.