Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Side 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Side 8
lyijum á tímabili. Sjálfsagt gerðu sterasmyrslin sitt gagn, en eyðilögðu lika. Annars hefðu bólgurnar eyðilagt augun.“ Brynja verður fyrir því slysi að detta á höfuðið 23ja ára og sprengja í sér hægra augað. Ári síðar þurfti að fjarlægja það. Samt hélt hún nægri sjón á vinstri auga til að bjarga sér og vinna. - Nú er sagt aó fólk sem missir sjónina lendi í miklum andlegum erfiðleikum. Hvernig upplifðir þú missinn? „Skólabókarkrísuna!“ segir Brynja og brosir angurvært. „Jú, ég gekk í gegnum hana 25 ára, þá missti ég sjónina í fimm daga. Mér fannst lífið búið og bálreiddist við lækninn minn. „Ef ég er búin að missa sjónina, þá er allt þér að kenna.“ Eftir þá reynslu var eins og ég færi að átta mig. Sagði við sjálfa mig: „Þetta er svona, þú verður að taka því“ og fór að fara betur með mig.“ Tveimur árum síðar var Brynja í sinaaðgerð á Landsspítalanum, þegar sjónin dofnaði mjög skyndilega og hvarf nær alveg. Nethimnan hafði losnað. Brynja var þá send til heims- þekktra augnlækna i Bretlandi sem gerðu aðgerð á auganu. í fyrsta skipti í sögu augnskurðlækninga var grædd augnhvíta úr látnum manni í lifandi auga og notað sérstakt veija- lím. Mikið var skrifað um aðgerðina í breskum blöðum og íslensku stúlk- una. I viðtali frá þeim tima segir Brynja: „Ég hef aldrei haft á til- Brynja í dansspuna að leika hafmeyju á skemmtun hjá Trimmklúbbi Eddu. finningunni að vera ein eða einmana. Ég er nefnilega handviss um að það eru einhverjir, þótt við sjáum þá ekki, sem standa með mér og veita mér styrk.“ Brynja lá rúma tvo mánuði á spítalanum, læknar voru vongóðir um bata, en hún kom heim með takmark- aða sjón, ský hafði myndast á auga- steininum sem til stóð að fjarlægja síðar. Ári síðar dvelur Brynja sumar- langt á Suður-Englandi í endurhæf- ingu. Viku eftir heimkomu verður hún fyrir því slysi að ganga á dyrastaf og missa sjónina. Hún er send sam- stundis út aftur, en auganu var ekki hægt að bjarga. „Ég lifði alltaf í voninni. Man vel, þegar ég villtist í litla herberginu mínu - og hugsaði: „þessu venst ég aldrei.“ Á sama augnabliki fann ég dragsúginn frá glugganum og gat áttað mig. Þá strax fór ég að nota önnur skilningarvit. Að vilja leita og finna... Ég átti mína sjálfsmynd sem ung kona. Allt í einu átti ég að vera blind kona með blindrastaf. Sjálfsmynd mín hrundi. Fyrst veigraði ég mér við að ganga út með hvíta stafinn. Nú er hann orðinn hluti af mér, ég fer ekki út án hans. Á þeim tímapunkti í lífinu, þegar maður missir svona mikið, fara margir langt niður, vilja hætta að lifa. Þú hittir einhvern í slíkri stöðu og stundum koma ósjálfráð svör alveg óvænt, orð sem hjálpa. En ekki er hægt að hjálpa öllum. Stundum er eins og einum sé ætlað annað. Ef þú ert ekki tilbúinn, getur enginn leið- beint þér. Maður verður sjálfur að leita - og vilja finna.“ Rétt áður en Brynja missti alveg sjónina, fór hún í blindraskóla til Bretlands. „Ég varð að læra að lesa, ólæs manneskjan!“ segir hún glettnislega. „Námið tók þrjá mánuði og var of- boðslega erfitt. Ég var alveg búin eftir hvern dag. Líka meira sem heftir mig en blindan ein.“ Brynja réttir fram hendurnar, sem sýna eins og allur líkaminn, átök við sjúkdóminn. „Ég treysti mér ekki til að taka þátt í íþróttum í skólanum, eins og aðrir fullfrískir gerðu. En ég lærði að vera sjálfbjarga án augna, lærði blindra- letur, matreiðslu og leirmótun sem þjálfar svo vel snertiskynið - og að nota hvíta stafinn.“ Brynja hefur lært vel, erfitt að sjá að blind kona sé hér húsmóðir. „Húshjálpin mín segir líka, að það sé öðruvísi að koma til mín en ann- arra blindra. Samt get ég ekki búið ein nema að fá húshjálp, vil hafa fínt og hreint í kringum mig. Félagsleg húshjálp er geysilega mikils virði fyrir mig og fleiri. Svo mikils virði 8

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.