Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Qupperneq 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Qupperneq 14
Ólöf Ríkarðsdóttir fv. form. ÖBÍ: Avarp við opnim sýningarinnar Liðsinni Félagsmálaráðherra Páll Pétursson, skipuleggjendur og gestir Það er mér sannur heiður að fá tækifæri til þess að ávarpa ykkur við upphaf sýningar þeirrar og ráðstefnu, sem nú standa fyrir dyrum, þar sem fjalla á um nýjungar sem auð- veldað geta líf fatlaðs fólks og aldraðs. Hvorttveggja ber yfirskriftina: Lið- sinni- ný tækni, allra aðgengi. Orðið að- gengi er yfirgrips- mikið hugtak. Það táknar ekki einungis aðgengi að bygg- ingum og umhverfi þeirra, það táknar einnig aðgengi að menntun, atvinnu og frístundaiðkunum. í stuttu máli aðgengi að samfélaginu. Því er það mjög vel til fundið að sameina á þann hátt, sem hér er fyrirhugaður, hina íjölmörgu þætti sem þarna fléttast saman. Gervilima- og stoðtækjasmíði á sér langa og merka sögu á Islandi, sem við erum hreykin af. Hinsvegar var lengi vel lítið um önnur hjálpartæki og það var ekki fyrr en Hjálpartækjabanki Sjálfs- bjargar og Rauða krossins hóf starf- semi sína um mitt ár 1976 að bylting varð á því sviði og hjálpartækjaúrval jókst hröðum skrefum. Hjálpartækjabankinn lagði meðal annars mikla áherslu á innflutning hjólastóla og voru þeir pantaðir sam- kvæmt þörfum hvers og eins. Trúlega er hjólastóllinn með elstu hjálpartækjum sögunnar, næstur á eftir tréfætinum og stafnum. Hjóla- stóllinn er ómissandi hjálpartæki fyrir þá, sem ekki geta borið sig um á annan hátt. Það er því rnikið öfug- mæli sem oft heyrist að einhver sé bundinn hjólastól. Hjólastóllinn veitir einmitt frelsi þeim sem á honum þurfa að halda. Þannig er það með öll góð hjálpartæki, þau stuðla að frelsi og sjálfstæði ein- staklingsins, hver sem fotlunin er. Tölvutæknin á sér lítil takmörk og það er ekki ofsagt að bylting sé þegar orðin á möguleikum margs fatlaðs fólks til virkari þátttöku í lífinu með öllum þeim ótrúlegu tækjum sem nú eru á boðstólum og öðrum sem eru í augsýn. Þar má nefna tjáskiptatæki margskonar, talgervla, lestrartæki og umhverfisstjórnunartæki. Nýir möguleikar hafa opnast til þess að leita sér menntunar og atvinnu, möguleikar til sjálfstæðs lífs. Sjálfstæðisþörfin er flestum í blóð borin. Þessi þörf er þó oft sterkari hjá fötluðu fólki, sem þarf að vera meira eða minna öðrum háð. Allt fatlað fólk þekkir þá gleði og fullnægingu sem það veitir að geta sjálfur annast erindi sín, geta sjálfúr ákveð- ið hvenær og hvert maður ætlar, geta axlað sinn hluta af skyldum við samfélagið og notið þess sem það hefúr upp á að bjóða. Það er hverju þjóðfélagi styrk- ur að sem flestir þegn- anna séu virkir þátttak- endur í samfélaginu en ekki einangraðir ein- staklingar. En þetta gjörist ekki af sjálfu sér og þetta kostar peninga. Þarna þurfa stjórnvöld að taka saman höndum og sjá til þess að öll þessi mikilvægu tæki nýtist þeim, sem á þurfa að halda, en verði ekki ein- ungis sýningargripir. Það er marg- sannað að markviss endurhæfing skilar sér margfalt á nokkrum árum, þótt eingöngu sé litið á fjárhags- hliðina. Þetta er því fjárfesting til framtíðar. Undirbúningur þessara daga hér í Perlunni hefúr staðið lengi og verið vel til hans vandað. Allur sá hópur, sem að því hefur staðið á þakkir skil- ið. Við erum sannfærð um að bæði sýningin og ráðstefnan muni skila sér í aukinni þekkingu og skilningi á málefnum fatlaðs fólks. Ólöf Ríkarðsdóttir. 14

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.