Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 26
færni til hinna ýmsu athafna daglegs lífs. Vegna þeirrar breytingar að tekjur hafa nú ekki lengur áhrif á örorkumatið sjálft þá var öllum sem höfðu örorkumat undir 75% gefinn kostur á að láta endurmat fara frarn. Þær stöllur greindu frá því að ný símstöð hefði verið keypt og komið væri upp símaþjónustuver. A skipti- borðinu eru tvær vísar konur sem áður, en unnt er að hringja beint í þjónustuverið þar sem sex starfa og er síminn þar 560-4460. Þær sögðu að mjög færu í vöxt samskipti á netinu og mikið væri um fyrirspurnir þar. Þær stöllur töldu næsta verkefni það að bæta sambandið við útibúin, en í umboðin utan Reykjavíkur kemur fólk og leggur inn alla sína pappíra og fær afgreiðslu. Þær bentu á að umboðin tækju sjálfstætt ákvarðanir með uppbætur s.s. vegna sjúkrakost- naðar, makabætur o.s.frv. þ.e. allar ákvarðanir varðandi heimildabætur. Ákvarðanir urn bensínstyrk og fer- ðakostnað teknar á vegum læknadeil- darTR. Margt annað bar á góma og svo heimsóttum við m.a. ríki þeirra Kristjáns Guðjónssonar og Sigurðar Thorlacius en sakir tímaleysis undirritaðs fórum við ekki um sem skyldi. kkur þótti sem öll ytri umgjörð svo og ýmislegt í innra skipu- lagi ekki síður ætti að geta í framtíð- inni orðið stofnuninni sem við- skiptavinum mjög til góðs. Sem dæmi um ótvíræða framför má nefna tvö viðtalsherbergi i þjónustumiðstöð þannig að fólk geti í friði lagt sín mál upp. Svo getur fólk alltaf pantað sér viðtöl við félagsráðgjafa sem einnig er hið ágætasta mál. Fyrst og fremst óskum við starfs- fólki stofnunarinnar til hamingju með glæsilega starfsaðstöðu, svo miklu betri en áður var, en okkur öllum til hamingju með breytingar ytra í umbúnaði sem innra skipulagi og afgreiðslu sem við vonum einlæglega að verði okkar fólki til gagns, því það skiptir öllu í okkar hug. Starfsfólk Tryggingastofnunar tel- ur nú 140 manns á Laugaveginum og til viðbótar 20 manns í Hjálpar- tækjamiðstöðinni við Smiðjuveg. Við munum einnig birta hér ávarp forstjóra, Karls Steinars Guðnasonar, til okkar fólks nú þegar framkvæmd er í fullan gang komin. En ijórstirnið þakkar fyrir sig og sína. H.S. LIFAÐ MEÐ MND r vegum MND félags Islands er út kominn hinn ásjá- legasti bæklingur sem mun vera í ákveðinni ritröð undir heitinu: Lifað með MND. Bæklingur þessi ber nafnið: Að meðtaka breytingar. Bæklingurinn er þýddur úr ensku af Friðgerði Guðmundsdóttur og í yfir- lestri Svanhvítar Björgvinsdóttur sálfræðings. Á baksíðu er svohljóðandi athugasemd til les- andans: MND félagið hefur látið gera þennan bækling til fróðleiks og upplýsingar eingöngu. Upp- lýsingum sem hann inniheldur er ekki ætlað að koma í staðinn fyrir læknisfræðilega greiningu og með- ferðir. Allar meðferðir verður að framkvæma í samráði við fagfólk innan heilbrigðisstétta. Hér verður aðeins á einstökum efnisatriðum tæpt. Fyrst eru for- málsorð höfundar þar sem farið er yfir annað efni bæklingsins og lýkur á þessum orðum: Osk mín er sú að þegar þú hefur lokið lestrinum, munir þú finna von og frið. Að meðtaka greininguna er með undir- köflunum: Ferðin hefst og Við- brögð við greiningunni. Þar segir m.a.: Öll tilfinningaleg viðbrögð við greiningunni hjá þér eða fjölskyldu þinni eru algjörlega eðlileg. Forsíða bæklingsins. Rakin eru viðbrögð fólks við greiningunni og hinum ljölþættu áhrifum lýst s.s.: “Mér fannst lífið vera búið. Ekkert skipti máli á þeim tíma.” Svo segir og eðlilega: Mikil sálarkvöl sem gagntekur hugann getur fylgt þessum sjúkdómi. Næsti kafli ber svo heitið: Að takast á við MND I huganum. Þar er íjallað um aðlögun, það að viðurkenna sjúkdóminn, sjálfs- bjargarviðleitni, ákvarðanatöku og stig hennar og svo það að finnast maður vera öðruvísi og einangraður. Meðal þess sem þarna segir eru þessar setningar: Með því að vera virkur og með því að leita svara við spurningunni “Hvað get ég gert?” beinir þú kröftum þínum að því að læra að lifa með MND. Og svo þetta: Að aðlagast og viðurkenna sjúkdóminn þýðir ekki að þú gefist upp eða gefir eftir. í kaflanum sem ber nafnið: Að meðtaka með hjartanu, er m.a. fjall- að um nánd og kynlíf svo og um- önnun. Að takast á við lífið er svo lokakaflinn á undan lokaorðunum og þar stendur þetta m.a.: Að lokum ert það þó þú siálfur sem ákveður hvað er best fyrir þig. 1 lokaorðum lokaorða segir svo: Farnist þér vel á þinni leið og hræðstu ei skuggana, því að hug- rekki þitt eyðir þeim. Allt í kringum þig er kærleikur og alltaf er von. Þetta er afar vel skrifaður bækl- ingur og vekur mann ótvírætt til um- hugsunar. Að endingu þessi til- vitnun í sjúkling: “Það getur verið að ég sé með MND, en MND er ekki með mig.” MND félaginu er að bæklingnum sannur sómi og þau hollráð og heil- ræði sem hann flytur verða vonandi til hjálpar á annars grýttri göngu- leið. H.S. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.