Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 28
Héraðsdómur Reykjavíkur: STJORNVOLD BEITTU SKERÐINGU ÁN HEIMILDAR Ihálfan áratug, frá ársbyrjun 1994 til ársbyrjunar 1999, var ís- lenskum stjórnvöldum óheimilt að skerða tekjutryggingu öryrkja vegna tekna maka. Þetta er einróma niðurstaða Ijölskipaðs Héraðsdóms Reykjavíkur. Að dómsniðurstöðu þessari standa allir þrír dómararnir, þau Auður Þorbergsdóttir, Eggert Oskarsson og Hjörtur O. Aðalsteins- son. Aður en mál þetta kom til kasta dómstóla hafði Öryrkjabandalagið árangurslaust reynt að fá stjórnvöld til að láta af því ráðslagi að varpa tryggingarskyldu sinni yfir á maka öryrkja. Fyrir þessu hefur bandalagið fært margvísleg rök, einkum þau hve markvisst hér er spornað gegn mögu- leikum fatlaðra til sambúðar og fjöl- skyldulífs, en þetta tvennt er ekki að- eins hluti almennra mannréttinda heldur er beinlínis ætlast til þess að aðildarrríki Sameinuðu þjóðanna geri ráðstafanir til að auðvelda fotluðum að stofna til hjúskapar og fjölskyldu- lífs, enda geri fötlunin og hleypi- dómar um fatlaða þeim óhægara um vik hvað þetta varðar en öðru fólki. Stuðningur við málstað ÖBI Stuðningur við málstað Öryrkja- bandalagsins hefur borist frá fjöl- mörgum aðilum. Auk prestastefnu, sem ályktaði sérstaklega um þetta mál sumarið 1997, hefur sívaxandi ljöldi alþingismanna látið málið til sín taka. í apríl 1997 kvaddi Margrét Frímannsdóttir sér hljóðs utan dag- skrár og sagðist ekki með nokkru móti fá séð að umrætt skerðingar- ákvæði ætti sér stoð í lögum og væri sú skoðun sín m.a. studd áliti Arn- mundar Backman hæstaréttarlög- manns, sem nú er látinn. Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir tók undir þá skoðun málsheljanda að reglugerðin ætti sér ekki stoð í lögum og framkvæmd hennar væri ekki að- eins niðurlægjandi heldur bryti fólk niður andlega og líkamlega. Undir þetta tók Guðný Guðbjörnsdóttir Ragnar Aðalsteinsson og kvaðst vilja ítreka þá grundvallar- afstöðu kvennalistans að líta bæri í auknum mæli á fólk sem einstakl- inga, óháð hjúskaparstöðu. Svavar Gestsson sagði að hér væri verið að vekja athygli á mjög alvar- legu máli og lauk máli sínu með svofelldum orðum: “Niðurstaða mín af málinu er sú að það er óhjákvæmi- legt að höfðað verði prófmál í þessu máli til að tryggja að öryrkjar og aldraðir fái sinn rétt.” Á eftir Svavari talaði Lúðvík Bergvinsson og tók hann eindregið undir hvatningu Svavars um að á þetta yrði látið reyna fyrir dómstólum. “Hér er stórmál á ferðinni,” sagði Jóhanna Sigurðardóttir, sem kvaðst taka undir það sjónarmið að líta bæri á fólk sem einstaklinga, óháð hjú- skaparstöðu. Þá kvaðst hún fylgjandi því að leitað yrði úrskurðar dómstóla, en sagði þó að fyrst af öllu teldi hún að þingið ætti að leysa þetta mál. Ólafur heitinn Þórðarson kvaðst þeirrar skoðunar að í stað tímafrekra málaferla væri nær að Alþingi tæki af skarið með ótvíræðum hætti og sagði: “Ég held að þeir tímar séu upp runnir að við eigum að horfa meira á ein- staklinginn sem einstakling, en horfa ekki eins mikið á hjúskaparstöðuna.” Ásta R. Jóhannesdóttir sagði að á meðan þessi mannréttindabrot við- gengjust þýddi lítið að vera að tala um fjölskylduna sem hornstein þjóð- félagsins. Kvaðst hún þekkja mörg dæmi þess að ljölskyldur hefðu brotnað vegna umræddrar skerðingar, hjónaböndin þyldu ekki þetta álag. Gegn skynsemi, sanngirni og mannréttindum Þegar ár var liðið án þess að ráð- herra hyrfi frá skerðingarreglu sinni kom málið aftur til umræðu, nú að frumkvæði Ástu R. Jóhannesdóttur sem mælti fyrir breytingartillögu þar sem lagt var til að við 17. gr. laga um almannatryggingar bættist svofelld málsgrein: “Tekjur maka hafa ekki áhrif á tekjutryggingu lífeyrisþega.” Ekki náði tillagan fram að ganga, en um hana spunnust athyglisverðar um- ræður þar sem þingmaðurinn og ráð- herra tryggingamála deildu um lög- mæti reglugerðar þess síðarnefnda. Fáeinum dögum síðar var umræð- unni fram haldið. Margrét Frímanns- dóttir rakti þá í ítarlegu máli hvernig reglugerð ráðherra bryti gegn bæði íslenskum lögum og alþjóðlegum skuldbindingum. Auk alþjóðasamn- inga og mannréttindasáttmála nefndi hún Meginreglur Sameinuðu þjóð- anna um málefni fatlaðra þar sem segði m.a: “Ekki skyldi dregið úr tekjutryggingu eða hún felld niður fyrr en hinn fatlaði er orðinn fær um að afla sér viðunandi og öruggra tekna.” Og ennfremur: “Aðildarríkin skyldu stuðla að því að fötluðum sé kleift að taka virkan þátt í fjölskyldu- lífi. Þau skyldu tryggja réttindi fatl- aðra til mannlegrar reisnar og tryggja að fötluðum sé ekki mismunað með lögum hvað varðar kynferðissam- bönd, hjónaband og barneignir.” Næstur til máls tók Ögmundur Jónasson sem vakti athygli á því tekjuhrapi sem yrði hjá ýmsum öryrkjum við það eitt að ganga í hjónaband og hvatti þingheim til að fylgjast með réttindabaráttu Öryrkja- bandalagsins til að hnekkja þessu ranglæti. Þegar Ögmundur hafði rakið af- leiðingar hinnar heimildarlausu 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.