Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Síða 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Síða 36
Sigurður Óskar Pálsson fv. safnvörður: MEÐ AUSTANGJOLUNNI Sigurður Oskar Pálsson Það var ögn undarleg tilfinning, sem að mér sótti sl. gamla- árskvöld, er menn hömuðust við það baki brotnu að kveðja, með drunum og fyrverki, þá öld sem þeir voru þó engan veginn sammála um hvort liðin væri eða ekki og fagna hinni sem þeir voru að sama skapi ósam- mála um að skollin væri á. Mér fannst þetta tilstand dálítið eins og að halda erfis- drykkju eftir mann _____________sem hvorki er talinn af né hefur fengið sitt dánarvottorð, ellegar þá að efna til fæðingarhátíðar fyrir barn sem enn er ekki komið undir. Fúslega játa ég þó að ég hef ekki reynt að leggjast í stærðfræðilegar þolraunir varðandi aldaskil eða - mót enda lítt til þess fallinn að ástunda hugarleikfimi sem krefst þekkingar í þrætubókarlist sem þar um hefur verið iðkuð, enda hef ég látið mér nægja þá barnatrú að tugurinn endi á núlli og þar af leið- andi þóst geta gengið að því vísu að öldinni hljóti að ljúka með tveim svoleiðis táknum en ekki 99, auk þess sem þau vísindi standa í mér að ný öld geti hafist áður en hundraðasta ári hinnar fráfarandi er lokið. Hitt er svo annað mál að út á þessa þrætubók fáum við kannski önnur aldamót að ári og mikið held ég að þau hljóti að gleðja hjörtu dúndurbombumakara og eldglæringameistara. En hvað sem þessu líður dettur mér í hug að festa hér á blað einskonar örsögur, eða ætti ég kannski fremur að segja agnaþætti?, í fimluformi, sem hafa gerst á öldinni okkar eða gætu hafa gerst á henni, án þess trúverðugum þjóðlífsmyndum sé haggað að nokkru marki. Kannast enginn sveitamaður, sem nú er að byrja að verða gamall, við eitthvað þessu líkt frá því um miðja öldina eða litlu fyrr? Af balli ég Bínu heim elti, við bæjardyrnar loks smellti á hana kossi. Það var eldheitur blossi, en hundarnir hlupu upp með gelti. Sitthvað hefur komið fyrir um göngur og réttir eins og allir vita. Höggfeta Hallur á Breið hálfur í göngurnar reið, en hrökk af baki í því hófaskaki; á hnjánum til bæja svo skreið. Og kvöldið fyrir fyrstu göngu varð allt að vera klárt og kvitt. Ekkert mátti útaf bera. Tómas frá tíkastandi teymdi Strút sinn í bandi þrútinn af bræði, blásandi af mæði; andskotann ákallandi. Ekki man ég betur en strákum þætti hið mesta sport í mínu ung- dæmi að sofa eina og eina nótt í ný- hirtu heyi úti í hlöðu, og mig grunar að einni og einni heimasætu hafi fundist svoleiðis nokkuð dálítið sport líka. En eins og þar stendur: “Næm eru slysin”, og gildrur þeirra leynast víða: Manga fékk mikinn sting í magann og lífið um kring er svaf hún í hlöðu í sílgrænni töðu. Menn héldu það hlöðusting. En lífið með lystsemdarþing lallar sinn eilífa hring. Hún varð fyrir jólin að víkka kjólinn. Það stafaði víst af þeim sting. Ekki er víst alveg laust við að gildis- mat hjónabandsgrundvallar eldri tíma laumaðist yfir aldamótin og inn í öld- ina okkar á þeirri margrómuðu sælu- tíð. Langnetja í Laxárnesi var landskunn af stórskornu fési. Út af þessari mey, sem þrásagði: Nei hengdu sig Hrólfur og Drési. Þeir vinnumenn voru í Nesi og vildu ná hlut í því vési. Það duldist ei þeim drengjunum tveim að arfsvon var ærin í Nesi. Eftirfarandi fregn er ekki tekin úr “Auðlindinni” að vísu, en engu að síður kom aflasaga þessi af veiði- manni snjöllum í íjölmiðlum s.l. haust og varð allfræg að makleikum. Rogginn til rjúpna fór hann. Að reynast veiðinn sór hann, og rjúpurnar hrelldi með höglum og eldi, en skaut sjálfan sveitarstjórann. Líklega er rétt að enda hjal þetta á sjálfum tvöþúsundvandanum og líta ögn í eiginn barm í leiðinni. Karlinn er aldeilis æfur. Oft vill hann sýnast kræfur, en býr nú við sút þótt hann belgi sig út, því hann telst ekki tvöþúsundhæfur. S.Ó.P. Hlerað í hornum Þær fóru í keppni í bringusundi, sú ljóshærða, dökkhærða og rauðhærða og vegalengdin 100 metrar. Þær voru nokkuð jafnar, sú dökkhærða og sú rauðhærða en löngu seinna kom sú ljóshærða í mark, alveg örmagna. Þegar hún loks gat komið upp orði hvæsti hún á stallsystur sínar: “Þið svindluðuð. Þið notuðuð hendurnar”. Maður einn var spurður að því hve mörg þau hefðu verið systkini hans: “Ja, við erum nú þrjú dáin”, byrjaði hann. I sjúkrahúsinu spreyta menn sig á svörum við þessari gátu: Hvað þarf marga hjúkrunarfræðinga til að skipta um ljósaperu? Svarið rétta er: Engan, þeir láta sjúkraliðana gera það. 36

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.