Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Qupperneq 44

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Qupperneq 44
Matthías Kristiansen form. F.m.b.: Starf Foreldrafélags misþroska barna árið 1999 Margt dreif á daga Foreldra- félags misþroska barna á árinu 1999. Aldrei verður þó unnt að geta um alla þætti starfsins þótt auðvitað sé það besta leiðin til að sýna fram á mikilvægi þess. Fyrsta fréttabréf 12. árgangs kom út í byrjun febrúar og í framhaldi af því var haldinn fræðslufundur með Árna Stef- ánssyni hjá Reykjavíkurborg, en hann íjallaði um tómstundir fatlaðra bara með sérstöku tilliti til athyglisbrests með ofvirkni / misþroska. Árni sagði frá bæði langtímaáætlunum og áformum til skemmri tíma og ljóst er að framboðið fyrir okkar hóp er hvergi nærri orðið jafngott og fyrir ýmsa aðra. í máli Árna kom þó fram að mikill áhugi er bæði hjá honum og ýmsum öðrum innan borgarkerfisins fyrir úrbótum vegna þessa hóps. Með útgáfu þessa fyrsta fréttabréfs ársins af þremur alls voru reynd tvenn nýmæli. Annað var að bjóða upp á símaviðtalstíma sálfræðings eða fé- lagsráðgjafa í tvo tíma vikulega fram í apríllok. 1 ljós kom að nokkrir hringdu fyrstu vikurnar en svo dró mjög úr notkun á þessari þjónustu þrátt fyrir auglýsingar í út- varpi og fréttatil- kynningar í blöðum. Því var ákveðið að breyta fyrirkomu- laginu í haust og bjóða þessa símaviðtalstíma í næstu fjórar vikur á eftir útkomu hvers fréttabréfs. Þjónustan var svo miklu betur nýtt í nóvember og hún var einnig töluvert nýtt í febrúar og byrj- un mars. Þar munu ýmis flókin mál hafa komið upp á borðið en sér- fræðingarnir gæta að sjálfsögðu þagnarskyldu sinnar nú sem endranær. Hitt nýmælið var að hafa upplýs- inga- og fræðsluþjónustuna opna annan hvern laugardag í febrúar og mars. Áhuginn á þessari tilraun var hins vegar enginn og því var ákveðið að reyna þetta ekki aftur að sinni. Fréttabréfin eru send út til rúmlega 1.100 manns, foreldra, grunnskóla, leikskóla og fagfólks í Ijölmörgum greinum sem snerta börn okkar. r Imars var haldið vornámskeið í Gerðubergi fyrir foreldra í sam- starfi við Eirð, hóp sérfræðinga við BUGL og víðar. 56 manns mættu og þar af var þriðjungurinn feður sem er mikil breyting frá því á fyrstu nám- skeiðunum. Haustnámskeiðið var haldið í safnaðarheimili Háteigs- kirkju. Á námskeiðum er mökum veittur 50% afsláttur og kostnaður er niðurgreiddur fyrir félaga þannig að árgjald fyrsta ársins er dregið frá námskeiðsgjaldi. Annað tölublað fréttabréfsins á árinu kom út í maí og var þar kynnt til sögunnar Steingerður Sigurbjörns- dóttir barnalæknir sem fjallaði um of- virkni, greiningu og lyíjameðferð. Vakti fyrirlesturinn íjölmargar fyrir- spurnir og athugasemdir og var gerður góður rómur að máli hennar. I september kom út nýr fjórbrotinn þríblöðungur um athyglisbrest með ofvirkni / misþroska í 5.000 ein- tökum. Að gerð hans komu Málfríður Lorange sálfræðingur, Olga Björg Jónsdóttir félagsráðgjafi og Matthías Kristiansen. Bæklingurinn var sendur með skipulegum hætti til fagfólks og stofnana um land allt. Hefur hann vakið mikla athygli og fært okkur nýja félaga og vonandi aukið skilning í samfélaginu. Mjög er farið að ganga á upplagið og ný prentun er því væntanlega í sjónmáli í ár. Þriðja tölublað fréttabréfsins kom út í lok október og var þar auk Eirðar-námskeiðsins kynntur fyrir- lestur með Guðríði Öddu Ragnars- dóttur, kennara og atferlisfræðingi, sem starfaði hjá Skólaþjónustu Ey- þings en er nú farin að starfa í Reykjavík. Hún kynnti möppu sína: Gríptu til góðra ráða um viðbrögð og fyrirbyggjandi leiðir til að bæta hegðun barna og samskipti skóla og heimila. Sameiginleg skrifstofa félagsins og upplýsinga- og fræðsluþjónustunnar er opin tvo tíma dag- lega að undantekn- um tveim sumar- mánuðum. Mikill tjöldi fólks hefur komið eða hringt eða um 900 manns alls á árinu. Erindin eru mjög mismunandi en langalgengast er þó að fólk sé að leita ráða um greiningu og tryggingamál og spyrja um rétt sinn í skólakerfinu. Bóka-, blaða- og úrklippu- safn félagsins hefur einnig notið mikilla vinsælda hjá nem- Hér sitja flestir stjórnarmenn félagsins við hringborð. 44

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.