Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Side 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Side 46
GLÆSILEGT HEIMILI Á AKRANESI Undirritaður hefur átt sæti í stjórnarnefnd um málefni fatlaðra allar götur frá árinu 1980 að fjórum árum undanskildum og ætti því að hafa getað fylgst þokkalega með framvindu mála á framkvæmdasviði, þar sem aðalverkefni stjórnarnefndarinnar hefur verið og er að úthluta fé Fram- kvæmdasjóðs fatl- aðra. Sé til sögu þess sjóðs litið þá eru þau ótrúlega mörg og margvísleg verkefnin sem sjóðurinn hefur komið að, ýmist fjár- magnað alveg eða styrkt myndarlega og margar vígsluathafnir hafa fram farið á þessum tíma og margt einnig verið gjört annað sem hljóðara hefur farið. Hugleiðing af þessu tagi er eðlileg, þegar ný framkvæmd hver í gagnið kemst s.s. nú var uppi á Akranesi og hugur manns hvarflar þá eðlilega til þess allsleysis sem alltof víða ríkti og var einkenni þessa málaflokks fyrir 20 árum. Hversu svo sem mönnum þykir seint sækjast á veginum fram þá mega menn aldrei missa sjónar á þeim gífurlegu breytingum sem orðið hafa, þeim íjölmörgu verk- efnum sem í framkvæmd hafa konrist svo tugum skiptir ef ekki hundruðum á þessum tíma. Við sem í stjórnarnefnd störfum höfum lengi vitað af brýnni heimilisþörf á Vesturlandi, heima- menn þar með hann Magnús Þor- grímsson, framkvæmdastjóra svæð- isskrifstofunnar í Borgarnesi í farar- broddi fremst, hafa verið óþreytandi að sækja á um ijármagn, svo heimili þetta mætti að virkileika verða. Og nú í ársbyrjun 2000, nánar tiltekið 25. jan. sl. var þetta heimili orðin áþreifanleg staðreynd og íbúarnir 6 sem þarna eru í höfn með heimili sitt munu hafa flutt inn beint í kjölfarið á vígslunni. Fyrst að vígsluathöfn- inni sjálfri. Það var sannarlega margt um manninn á heimilinu þennan hlýja janúardag þegar Magnús Þorgrímsson ávarpaði gesti og bauð okkur öll velkomin til vina- fundar. Hann fagnaði mjög þessum langþráða áfanga og kvað marga hafa lagt mikið af mörkum. Heim- ilið væri hannað og búið þannig að þarfir einstaklinganna hefðu verið fremst í fyrirrúmi. Allir sem að hefðu komið ættu þakkir sínar s.s. félagsmálaráðuneyti, stjórnarnefnd um málefni fatlaðra, svæðisráð Vesturlands og fleiri. Arkitekt heimilisins Arni Kjartansson, aðalverktakinn Trés- miðjan Kjölur svo og undirverktakar hefðu afar vel að unnið. Óskaði væntanlegum íbúum til hamingju og að þeir mættu eiga þarna góðar og gefandi stundir og birturíka framtíð. áll Pétursson félagsmálaráð- herra kvað heimilið einkar glæsilegt, meðgöngutími verið lang- ur en því meiri gleði þegar í gagn kæmist. Þessi úrræði væru dýr og því saxaðist seinna en ella á bið- listana en þar að ötullega unnið. Mikil gróska væri í málaflokknum og í hans ráðherratíð hefði ijármagn til málefna fatlaðra aukist um 85%. Minnti á yfirfærslu þessa málaflokks til sveitarfélaganna sem þá tækju við rekstri sem væri upp á yfir 4 milljarða. Aðalatriðið það að það fólk nyti heimil- isins sem þar ætti að búa og þeim óskað velfarnaðar og lýsti þar með heimilið formlega í notkun tekið. Snorri Þorsteins- son formaður svæð- isráðs flutti snjalla tölu. Hann kvað menn hafa beðið lengi góðra hluta en mikil væri nú ánægjan þegar stað- reynd væri orðin. Hér væri bæði hlýlegt og notalegt. Snorri riljaði upp sögu þessara tuttugu ára frá því lögin um þroskahefta og öryrkja tóku gildi. Þau lög hefðu í raun verið neyðarlög, aðbúnaður víða skelfilegur, á Vesturlandi komið al- gjörlega að auðu landi. Fyrsta verkefnið þar sambýli ijöl- fatlaðra á Akranesi, þróunin síðan hröð, æ meiri áhersla lögð á sjálf- stæða búsetu þroskaheftra. Fram- tíðarsýn sú að tryggja hverjum og einum búsetu við hæfi, gjöra allt til að vinna sem bestan bug á fötlun- inni. Snorri bað menn fara með fullri gát í yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, þar væri nauðsyn brýnust að tryggja í öllu rétt fatlaðra. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra talaði því næst fyrir hönd Gestir hlýða á ráðherra félagsmála fagna þessum áfanga. 46

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.