Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.2000, Blaðsíða 53
mikla kennslu og mannskap til þess
að virkja og sinna einum þroska-
heftum einstaklingi í íbúð sinni.
Sjálfsagt má finna réttlætingu
fyrir því í einhverjum tilvikum, og
var það raunar gert í hinni greininni í
tímaritinu, sagt frá þjónusm á ísafirði
sem var m.a. til að mæta vanlíðan
ungrar þroskaheftrar stúlku.
Alvörumál
En það er brýnt að fjalla um þessi
dæmi af fullri alvöru nú þegar verið
er að ræða flutning allrar félagsþjón-
ustu við fatlað fólk aftur heim til
sveitarfélaganna.
Við megum ekki búa til þjón-
ustulíkan sem fer langt með að eyða
öllu okkar fé og mannafla til þess að
prófa okkur áfram með þjónustu við
þá sem litlar forsendur hafa til þess
að standa fyrir eigin heimili eða sjálf-
stæðri búsetu.
Við sem finnum máttinn þverra og
þörfina á aðstoð vaxa viljum sjá
dæmið reiknað í heild, þannig að
okkar hagsmunir séu ekki fyrir borð
bornir.
Það þarf enga tilraun eða rannsókn
til þess að sýna fram á löngun og getu
flestra þeirra sem hreyfihamlaðir eru
til þess að búa áfram á eigin heimili.
Réttur eins takmarkast af því að
hann gangi ekki á sama rétt annars
manns. Félagsþjónustan og svæðis-
skrifstofur mega ekki lofa einum því
sem þeir um leið svifta aðra.
Hafdís Hannesdóttir
félagsráðgjafi
Mannlýsing
í augum þér er almenningur
aðeins spilapeningar,
að leika með þá litlu hluti
lífs þíns happadrætti var.
Einlægnina ekki lést þú
á þér sterkum tökum ná
og þér hefur orðið það að gagni
þegar aðra varstu að flá.
Jón Þorleifsson.
Eygló Ebba Hreinsdóttir:
Ofurlítið um
r
hann Ola litla
Einu sinni var lítill drengur sem hét Óli. Óli átti heima í sveit á bæ sem hét
Hamar. Á Hamri voru kýr og kindur, hænsni og hundur. Hundurinn á
Hamri hét Kátur og var góður smalahundur og fór oft upp í fjallið fyrir ofan
bæinn að sækja rollurnar. Óli litli var bara fimm ára og því
var hann ekki í skóla, en hann lék sér að bílunum sínum og
svo átti hann hjól sem hann kallaði bílinn sinn. Eitt sinn
kom Óli ekki í matinn þegar kallað var á hann að borða,
hann heyrði ekki þegar mamma kallaði á hann, því hann
var i hörkuvinnu með bílinn sinn. Loksins kom hann þó í
matinn og þá spurði mamma hans hvað hann hefði verið að
gera. “Eg var að moka mold upp á vörubílinn minn”, sagði
Óli. “Ertu þá ekki búinn með þetta og viltu þá ekki lúra
. svolitla stund og fara svo aftur út að leika þér vinur”. “Jú, ég
ætla að fara að sofa og fara svo út á eftir þegar pabbi kemur frá því að mjólka
kýrnar”. Og segir ekki meira af Óla litla.
Eygló Ebba.
Eygló Ebba
Hreinsdóttir
Hlerað í hornum
Einn þeirra sem komst lífs af þegar
togarinn Jón forseti fórst var spurður
að því hvort hann hefði ekki þekkt til-
tekinn mann sem hefði verið skip-
verji á togaranum. Hann svaraði:
“Jú, hann var besti maður og ég þekk-
ti hann vel. Hann fórst með mér á
Jóni forseta.”
***
Hjónin voru í kápubúð og konan
mátaði kápu sem henni þótti afar
falleg og afgreiðslustúlkan sagði
henni að hún yrði sem tuttugu árum
yngri í kápunni. “Gefðu mér nú
þessa kápu”, bað hún eiginmanninn.
“Kemur ekki til mála. Eg get ekki
hugsað mér að horfa á þig eldast um
tuttugu ár við að fara úr kápunni.”
Það var á dögum síðari heimstyrj-
aldarinnar að karl einn fyrir austan
var að óskapast yfir landvinningum
Hitlers og sagði svo: “Ekki veit ég
hvers vegna hann Hitler er að leggja
undir sig öll þessi lönd, barnlaus
maðurinn.”
Maður einn fékk sér oft í staupinu og
tók konan hans gjarnan þátt í
gleðinni. Kom þá oft til átaka milli
þeirra hjóna og kom maðurinn oft illa
klóraður í andliti í vinnuna.
Hann gaf alltaf þá skýringu að hann
hefði skorið sig svona þegar hann var
að raka sig. Einu sinni hringdi
siminn á skrifstofunni og starfsfé-
laginn rétti manninum símann með
þessum orðum: “Rakvélin er í sím-
anum.”
Á hóteli einu var stórt skilti á veggn-
um við afgreiðsluna og þar stóð:
Munið að gleyma ekki lyklunum.
Fljótfærni í skrifum getur verið stór-
hættuleg. Ritstjóri var að leita eftir
skattalækkun fyrir aldraðan öryrkja
og ein setningin átti að vera svona,
NN missti konu sína á árinu 1998,
fékk aðstoð til þess að sjá um útfor
hennar o.s.frv.
En í uppkastinu að bréfinu stóð þetta:
NN missti konu sína á árinu, fékk að-
stoð til þess.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
53