Spássían - 2011, Side 2
2
Spássían 2.tbl. 2.árg.
ISSN 1670-8709
Ritstjórar
Auður Aðalsteinsdóttir
audur@astriki.is
Ásta Gísladóttir
asta@astriki.is
Forsíða
Fyrirsæta: Eva Káradóttir
Mynd: Rut Ing
Umbrot
Ásta Gísladóttir
Prófarkalestur
Helga Jónsdóttir
Áskrift
spassian@astriki.is
Auglýsingar
auglysingar@astriki.is
Ábyrgðarmenn
Auður Aðalsteinsdóttir
Ásta Gísladóttir
Vefsíða
http://www.spassian.is
Útgefandi
Ástríki ehf.
Prentun
Guðjón Ó.
Mynd: Katrín Guðmundsdóttir
Þetta tölublað hefur
hlotið útgáfustyrk
úr Bókmenntasjóði
Vísindi og listir eru gjarnan eins og tveir andstæðir
pólar í hugum okkar. Vísindin eru rökrétt og snúa að
raunheiminum, skilgreina reglur og fara eftir þeim.
Listin, á hinn bóginn, er gjarnan mótsagnakennd.
Hún fer út fyrir hefðbundna ramma, brýtur reglur og
býr í heimi ímyndunarinnar.
Vísindaskáldskapur verður til á mörkum
vísinda og lista og er því litinn hornauga í
báðum heimum: Hann er ekki talinn alvöru list
og því síður alvöru vísindi. Togstreitan er þó
ekki bundin við vísindaskáldskapinn. Átökin
milli lista og vísinda geta orðið hatrömm þegar
raunverulegir hagsmunir eru í húfi; fjármagn,
vinna og staða innan samfélagsins. Listin
þykir þá gjarnan tilgangslaus og gagnslaus
iðja sem skilar litlum sem engum arði fyrir
samfélagið. Listin er þannig sett í það hlutverk
að þurfa sífellt að réttlæta tilveru sína og sýna
fram að víst sé hún arðbær - svolítið eins og
innflytjandinn sem lýsir því ákafur yfir að hann
óski þess heitast að vera góður Íslendingur.
Listin er í vörn, og kannski vísindin líka. Að
upphefja listina annars vegar og vísindin hins
vegar hefur meðal annars verið mótspyrna
gegn kröfum um arð og afköst. En margir
höfundar vilja komast niður af stalli upphafinna
lista. Þeir vilja t.d. ekki vera stikkfrí hvað varðar
ábyrgð í samfélaginu heldur taka virkan þátt í
umræðunni. Danski höfundurinn Naja Marie
Aidt segist í viðtali við Spássíuna vilja vinna
gegn upphafinni ímynd rithöfundarins og
Listarinnar, og segja má að Kristín Svava
Tómasdóttir geri það markvisst í nýrri
ljóðabók sinni sem fjallað er um hér í blaðinu.
Í aðalviðtali Spássíunnar að þessu sinni bendir
Kristín Steinsdóttir á að færni hennar við að
byggja upp söguþráð byggi á langri reynslu
hennar sem barnabókahöfundur. Hún er ekki
sú eina sem bent hefur á að list er í raun vinna,
æfing og tækni; vísindi. Ekki yfirnáttúruleg
skilaboð frá skáldagyðjunni heldur tilraun
til að miðla mannlegri reynslu. Og færa má
rök fyrir því að vísindaskáldskapur sé afar
framsækið form því þar neyðast höfundar til
að sækja sífellt á ný mið um leið og þeir eiga
í samtali við samtíma okkar, eins og sjá má í
umfjöllun Gunnars Theodórs Eggertssonar
um kvikmyndir Johns Carpenters.
Íslenskir rithöfundar hafa fiktað við
vísindaskáldskap lengi, eins og sjá má í grein
Ástu Kristínar Benediktsdóttur um Ferðina
til stjarnanna eftir Kristmann Guðmundsson.
Flestir hafa þó hingað til verið tregir til að
hleypa vísindunum að öllu leyti inn í verk sín, en
höfundar á borð við Arnald Indriðason, Andra
Snæ Magnason, Þórunni Erlu-Valdimarsdóttur,
Lóu Pind Aldísardóttur, Helga Ingólfsson og
Hermann Stefánsson hafa daðrað við þau
í verkum sínum. Bandaríski rithöfundurinn
Nancy Kress bendir reyndar á það í viðtali
við Spássíuna að vísindaskáldskapur sé í
grunninn notkun á ákveðnum minnum
og kanadíski höfundurinn Robert Charles
Wilson segir besta vísindaskáldskapinn
snúast um sífellda endurskoðun á því hvað sé
vísindaskáldskapur. Í greininni „Að vera eða
vera ekki vísindaskáldskaparhöfundur“ er
vitnað í Damon Knight sem gengur svo langt
að lýsa því yfir að vísindaskáldskapur sé það
sem hann bendi á og skilgreini sem slíkan.
Miðað við allar óljósu skilgreiningarnar sem
við höfum rekist á við vinnslu þessa blaðs
teljum við að okkur sé öllum óhætt að taka
okkur sama bessaleyfi.
Nýjasta tækni
og bókavísindi
Spássían þakkar eftirtöldum:
Bókasafni Vestmannaeyja
Fasteignum ríkissjóðs