Spássían - 2011, Blaðsíða 30

Spássían - 2011, Blaðsíða 30
 30 ég átti alltaf erfitt með að fara austur. Árið 2002 fór ég þó austur á ættarmót. Þar var okkur systkinunum boðið að koma og sjá húsið okkar gamla og allar breytingarnar sem nýr eigandi hafði gert á því. Ég hafði þá ekki komið inn í húsið síðan 1967 og kveið ægilega mikið fyrir. Þetta var svo auðvitað allt annað hús, ekki lengur gamla húsið okkar, það var búið að breyta því svo mikið. En þegar ég kom inn í svefnherbergið uppi á lofti, þar sem foreldrar mínir höfðu sofið og ég sem barn, þá helltist þetta allt yfir mig. Það var alveg ofboðslegt, ég grét og grét. Og það kvöld byrjaði ég. Þá skrifaði ég í huganum fyrsta þáttinn og næsta morgun settist ég upp og skrifaði eins og fjandinn væri á hælunum á mér. Það var mikill léttir. Bókin sjálf kom ekki út fyrr en tveimur árum seinna því það gekk ekkert ógurlega vel að fá forlagið mitt til að skilja það að ég hefði eitthvað að gefa út fyrir aðra en börn. En það, að ég var búin að skrifa tilfinningarnar frá mér, setja þær á blað, gerði það að verkum að mér líður núna allt öðruvísi þegar ég kem austur. Ég er þakklát forsjóninni fyrir að ég skyldi fá útrás fyrir reiðina. Auðvitað grét ég mikið þegar ég var að skrifa bókina, þótt ég hafi hlegið líka, og ég get enn ekki lesið upp nema valda kafla úr þessari bók án þess að fara að gráta. Samt sem áður held ég að mér hafi tekist að skila hlýjunni líka og bókin hefur fengið góðar viðtökur. Fólk grætur þá kannski bara svolítið með mér og við höfum ekkert slæmt af því,“ segir hún og brosir. Stundum er sagt að bestu bækurnar séu þær sem ganga nærri höfundunum og Kristín er að einhverju leyti sammála því. „Það er þó mjög vandmeðfarið, því væmni er að mínu mati alveg jafn slæm og predikun. Þess vegna skrifaði ég til dæmis Ljósu svo oft, því hún gekk líka mjög nærri mér. Tilfinningasemin verður að vera hárfín og þegar skrifað er um svona sorglega hluti má ekki velta sér of mikið upp úr þeim því þá verður það yfirdrifið og hallærislegt. Ég nota því mikið úrdrátt, að segja ekki allt berum orðum heldur leyfa lesandanum að skynja hlutina sjálfur, smám saman. Þarna skiptir góður yfirlesari mjög miklu máli og ég finn mikinn mun á því hvað ég fæ mun meiri og betri ritstýringu núna en þegar ég var að byrja að skrifa. Ég vissi ekki einu sinni að ritstýring væri til, skrifaði bara bækurnar og Iðunn systir og Sigga Víðis, dóttir mín, lásu þær í handriti og kannski einhverjar vinkonur. Núna myndi ég hins vegar ráðleggja öllum sem eru að gefa út að fá ritstýringu. Þó að á endanum sé það alltaf höfundurinn sem tekur ákvarðanirnar og situr uppi með afleiðingarnar.“ SÁ HÁTTUR SEM ÉG HEF KOSIÐ MÉR Úrdrátturinn í verkum Kristínar beinir í raun athygli lesandans enn frekar að tilfinningaþrungnum undirtóni sögunnar en á þann veg að lesandanum finnst hann hafa uppgötvað hann sjálfur. Þessi frásagnartækni krefst markvissrar uppbyggingar á söguþræði og Kristín segir að þar búi hún sannarlega að reynslu sinni úr barnabókunum. „Ég er sannfærð um að ég hafi ekki lært svo lítið af því að skrifa allar þessar barnabækur. Ég hef verið að skrifa meira og minna síðan 1986 og auðvitað hef „Það getur vel verið að einhverjir lesi bækurnar mínar og finnist ég aldrei segja nema hálfsagða sögu og séu fyrir bragðið ekki ánægðir. Þá verð ég bara að taka því en þetta er sá háttur sem ég hef kosið mér.“ Fiðrildi sest á handarbakið, breiðir út vængina. Þeir eru ljósfjólubláir og titra. Undurfallegir í morgunsólinni. Ég legg hvelfdan lófann varlega yfir fiðrildið og óska mér. Finnst ég hafa lífshamingjuna á handarbakinu. Bið af heitu hjarta. Blæs varlega á fiðrildið og horfi á eftir því út í frelsið. ... Þarna er það aftur komið, fiðrildið frá því um daginn. Situr spottandi á handarbakinu. Fiðrildið sem sinnti ekki um ósk borna fram af heitu hjarta. Ég skelli lófanum yfir það og finn örlítinn titring þegar það kremst milli lófa og handarbaks. Blæs í burtu grárri klessu. (Ljósa, 44 og 51)

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.