Spássían - 2011, Blaðsíða 15

Spássían - 2011, Blaðsíða 15
15 ÞÓTT vafasamt sé að fullyrða að verk séu „fyrst sinnar tegundar“ er ljóst að vísindaskáldsögur voru ekki vel þekkt bókmenntagrein á Íslandi um miðja 20. öld, nema helst í þýðingum.1 Kristmann skrifaði tvær vísindaskáldsögur í viðbót (undir eigin nafni) sem fjalla um sama söguheim og Ferðin til stjarnanna og að vissu marki sömu sögupersónur, Ævintýri í himingeimnum (1959) og Stjörnuskipið (1975). Ef einhver höfundur getur talist frumkvöðull í íslenskri vísindaskáldsagnagerð hlýtur það að vera Kristmann en þessum bókum hefur þó ekki verið veitt mikil athygli og þeirra er t.d. ekki getið í 4. eða 5. bindi Íslenskrar bókmenntasögu Máls og menningar (2006). Allar greina þær frá íslenskum karlmönnum sem ferðast út í geiminn, kynnast fólki á öðrum hnöttum og fá þannig aðra sýn á lífið á jörðinni, sem ekki kemur vel út úr þeim samanburði. Hér á eftir verður greint frá samfélagsádeilunni sem birtist í Ferðinni til stjarnanna og tekur á sig mynd fyrirmyndarsamfélagsins á plánetunni Laí. FYRIRMYNDARPLÁNETAN LAÍ Ferðin til stjarnanna fjallar í stuttu máli um framhaldsskólakennarann Inga Vítalín sem skyndilega finnur hjá sér þörf til að ganga á Esjuna en þar uppi hittir hann mann frá plánetunni Laí sem býður honum í heimsókn. Ingi flýgur með geimfari Laímanna vítt og breitt um geiminn og sér fjölmarga hnetti og kynnist margs konar menningu og samfélögum. Ástæðan fyrir því að Laíbúar bjóða Inga til sín er þó miður gleðileg því þannig er mál með vexti að jarðarbúar stofna samfélagi alheimsins í hættu með grimmd sinni, miskunnarleysi og skorti á andlegum þroska, og skýrt dæmi um það eru kjarnorkuvopn þeirra. Ef ekki er hægt að koma vitinu fyrir jarðarbúa munu Laíbúar og aðrar háþróaðar þjóðir alheimsins grípa inn í og senda jarðarbúa aftur á steinaldarstig. Inga er boðið að kynnast öðrum samfélögum til að hann geti síðan breitt út boðskapinn á jörðu niðri og reynt að koma vitinu fyrir aðra jarðarbúa. Eins og í mörgum vísindaskáldsögum er hluti af sögusviði Ferðarinnar til stjarnanna staðleysa, nánar til tekið góð staðleysa eða útópía. Ingi kynnist fjölmörgum og misþróuðum menningarsamfélögum á ferðum sínum en aðal sögusviðið er fyrirmyndarsamfélagið á Laí. Á Laí eru engin stjórnvöld heldur ríkir þar sameignarsamfélag, eða „bræðralag manna“, sem þó er skýrt tekið fram að sé ekki kommúnismi.2 Þar er óhugsandi að drepa aðra lifandi veru viljandi og glæpir eru óþekktir nema hjá sjúklingum, enda heyrir lögreglan á Laí undir heilbrigðiskerfið. Laíbúar borða ekkert sem hefur slæm áhrif á líkama þeirra og drekka því ekki áfengi, andrúmsloftið er gerilsneytt og þar þrífast því engir sjúkdómar. Síðast en ekki síst eru hugar íbúa Laí svo þróaðir að þeir geta haft samband hver við annan með hugboðum sem krefjast ekki tungumáls, auk þess sem spíritismi er eðlilegur hlutur í þeirra augum en Bræðralag manna á plánetunni Laí Eftir Ástu Kristínu Benediktsdóttur „Ferðin til stjarnanna. Fyrsta „vísinda-skáldsagan“ sem hér hefur verið rituð“ segir í auglýsingu sem birtist í íslenskum dagblöðum í byrjun mars árið 1959. Höfundur skáldsögunnar skýldi sér á bak við dulnefnið Ingi Vítalín en nokkrum vikum eftir útgáfu bókarinnar var gert opinbert að höfundurinn væri Kristmann Guðmundsson. Brædralag manna á plánetunni Laí

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.