Spássían - 2011, Blaðsíða 7

Spássían - 2011, Blaðsíða 7
7 VÍSINDINmætaLISTINNI Vísindaskáldskapur er svæðið þar sem listin og vísindin mætast og er það eflaust ástæðan fyrir því að hann er svo eftirsóttur en líka svo fyrirlitinn. Listin og vísindin mynda nefnilega í hugum okkar hefðbundið andstæðupar og skilgreina því hvort annað um leið: Listin er það sem vísindin eru ekki, og öfugt. Með því að sameina þessar andstæður raskar vísindaskáldskapur skipulaginu sem samfélag okkar fylgir og er því þyrnir í auga þeirra sem vörð vilja standa um kerfið, bæði í vísindasamfélaginu og bókmenntasamfélaginu, eða í besta falli merkingarlaust þvaður. Svo eru það allir hinir, sem fá fiðring í magann við möguleikana sem opnast við þennan samslátt. Jú, vissulega eiga vísindin alls ekki að leyfa sér að skálda í eyðurnar og skáldskapurinn ekki að snúast um tæknilegar lýsingar. Það er bara svo freistandi að spyrja: Hvað ef ...

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.