Spássían - 2011, Síða 7

Spássían - 2011, Síða 7
7 VÍSINDINmætaLISTINNI Vísindaskáldskapur er svæðið þar sem listin og vísindin mætast og er það eflaust ástæðan fyrir því að hann er svo eftirsóttur en líka svo fyrirlitinn. Listin og vísindin mynda nefnilega í hugum okkar hefðbundið andstæðupar og skilgreina því hvort annað um leið: Listin er það sem vísindin eru ekki, og öfugt. Með því að sameina þessar andstæður raskar vísindaskáldskapur skipulaginu sem samfélag okkar fylgir og er því þyrnir í auga þeirra sem vörð vilja standa um kerfið, bæði í vísindasamfélaginu og bókmenntasamfélaginu, eða í besta falli merkingarlaust þvaður. Svo eru það allir hinir, sem fá fiðring í magann við möguleikana sem opnast við þennan samslátt. Jú, vissulega eiga vísindin alls ekki að leyfa sér að skálda í eyðurnar og skáldskapurinn ekki að snúast um tæknilegar lýsingar. Það er bara svo freistandi að spyrja: Hvað ef ...

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.