Spássían - 2011, Blaðsíða 24

Spássían - 2011, Blaðsíða 24
 24 strúktúrinn verður til. Þetta gerir nýjan strúktúr sem hljómar aðgengilegri en ef nóturnar væru faldar. Nótur sem birtast í rauntíma breyta ekki aðeins hugmyndinni um tónverkið, nóturnar, túlkunina og tónaskáldið heldur aðstæður flutningsins. Með sýnileika nótnanna má gera áheyrendur að hluta af flutningnum og jafnvel virkja þá með beinni þátttöku. Dæmi um slíkt er verk Áka Ásgeirssonar 312˚. Þar birtast nóturnar sem hringir sem færast frá hægri til vinstri eftir láréttum línum. Hver flytjandi fær úthlutað einni línu og áheyrendur fá einnig sínar línur og fyrirmæli um hvað þeir eigi að gera þegar hringir birtast á „þeirra“ línu. Þessi tiltekna nótnaskrift er þó ekkert skilyrði fyrir inngöngu í Slátur né er gerð krafa um að öll verk séu samin á tölvur og tónverkið sjálft gert sjónrænt. Ekki skrifa öll tónskáld samtakanna slíkar nótur né finnst þeim öllum nauðsynlegt að sýna nótnaskriftina sé hún notuð. Hið fyrra á við um Hafdísi Bjarnadóttur, en hið síðara Guðmund Stein Gunnarsson. Í flutningi verka Guðmundar eru nótunum ýmist varpað á tjald fyrir flytjendur eða lesnar af skjá fartölvu. Hugmyndin um nótur sem birtast um leið og verkið er flutt einskorðast ekki heldur við hreyfimyndir. Þær má líka setja fram á mjög einfaldan hátt með því sem hendi er næst, hvort sem það eru blöðrur, vasaljós, lampar eða bréfaskutlur. Dæmi um þetta er verk eftir Inga Garðar Erlendsson á Sláturdúndri í lok febrúar. Verkið var samið á staðnum fyrir tvo stofulampa og fána og flutt af viðstöddum. Þá væri einnig rangt að halda því fram að öll tónverk tónskálda Slátur séu samin fyrir tölvur eða flutt með rafknúnum hljóðfærum, því á tónleikum þeirra má í rauninni rekast á allt sem hugsanlegt er að geti gefið frá sér hljóð. Ef ætlunin væri að draga fram sameiginlegt einkenni er lýsa Samtökum listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík yrði það leikgleðin sem fylgir þeim er stígur út fyrir rammann og fetar forvitinn nýjar slóðir. Á tónleikum birtist leikurinn gjarnan sem andstæða kröfunnar um fagmannlega framsetningu, ef við skilgreinum hana út frá formfestu, fágun og fullkomleikaþörf. En það væri vafasamt að láta slíkt villa sér sýn og gleyma því að leikgleðin sprettur af því að allir taka þátt í leiknum af fullri alvöru. 1 Bosseur, Jean-Yves, De Signe au Son. Histoire de la notion musicale, Paris, Édition Alternatives, 2005, 52. 2 Sama rit, 76. 3 Bosseur, Jean-Yves, Le sonore et le visuel. Intersection musique / art plastiques aujourd‘hui, Paris, Dis-Voir, 1992, 9 4 Rögnvaldur G. Möller, „Hvað er rúmfræði?“, Vísindavefurinn, 21.5.2002, sótt af http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=2073 5 Bosseur, De Signe au Son, 10-12. 6 Sama rit, 14. 7 Winkler, Gerhard E., „The Realtime-Score. A Missing-Link in Computer- Music Perfromance“, erindi flutt á ráðstefnu Sound and Music Computing, 2004, sótt af http:L//smcnetwork.org/files/proceedings/2004/P3.pdf. Laser Cat eftir Jesper Pedersen. Hér eru hreyfimyndanótum varpað á nótnaborð píanósins. Frumflutt af Tinnu Þorsteinsdóttur á tónleikum Raflost hátíðarinnar í maí 2010. GuðjónÓ prentsmiðja notar tækjakost sem er í fremstu röð. Þar má til að mynda nefna nýja Heidelberg Speedmaster 52. Vélin ræður við allt að 400gr pappír með vatnslakki sem skilar prentörkinni þurri úr prentvélinni. Með þessu má stytta vinnslutímann á vörunni verulega þar sem prentgripurinn getur farið beint í frágang og skurð að prentun lokinni. Lakkið á prentvélinni er vistvænt og er fáanlegt í silkimöttu, möttu, glansi og háglansi. Allar þessar lakktegundir skapa fallega áferð á prentgripinn. Í raun má segja að stór hluti prentvinnslu hjá GuðjónÓ sé stafrænn. Aðsend hönnuð gögn eru send beint á stafrænan plötuskrifara (sem býr til prentplöturnar). Með þessum fullkomnu tækjum getum við unnið þau verk sem okkur berast hratt og örugglega og þannig hjálpað viðskiptavinum að standa við skuldbindingar sínar. UMHVERFISMÁL GuðjónÓ, vistvæna prentsmiðjan, er fyrsta og eina prentsmiðja landsins sem merkt getur prentgripi sína með umhverfi smerkinu Svaninum. Prentsmiðjan fékk Svaninn fyrst árið 2002 og endurnýjun árið 2008, en ströng skilyrði eru sett fyrir því að fá að taka upp Svaninn. Stærstur hluti framleiðslu prentsmiðjunnar er á umhverfi smerktum pappír eða á pappír sem viðurkenndur er af umhverfi s merkinu Svaninum. Svansmerktur pappír þarf að upp- fylla ströng skilyrði. Krafa er gerð um að 50% hráefnis séu endurnýtt og einnig er þess krafi st að öll þau efni sem notuð eru við pappírsframleiðsluna séu niðurbrjótanleg í nátturunni. Með ákveðnum aðgerðum í prentsmiðjunni hefur nýtingarhlutfall á pappír hækkað og góður árangur hefur náðst í að minnka afskurð á pappír. Að auki gerir Svanurinn kröfu um að öll fl okkun pappírs sé mjög nákvæm. Þess vegna ætti GuðjónÓ að vera fyrsti valkostur þeirra fyrirtækja sem vilja að allir þættir rekstursins séu umhverfi svænir. GuðjónÓ prentsmiðja hefur í áratugi stutt margs konar menningarstarf- semi. Þar má nefna tónlistarhátíðir, myndlistarsköpun og aðrar listir. Við viljum leggja okkar af mörkum til að menning nái að vaxa og dafna í samfélaginu. Krafan um að fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög taki upp ábyrga stefnu við innkaup og notkun vara hefur vaxið á undanförnum árum. Í Staðardagskrá 21, sem mörg sveitarfélög hafa skrifað undir, er ætlast til að innkaup taki mið af umhverfi nu. Í þessum svo- kölluðu grænu innkaupum er eitt einfaldasta skrefi ð að nota umhverfi smerktar vörur, ekki síst pappír og prentgögn. Prentsmiðjan GuðjónÓ hefur hlotið vottun hjá Norræna umhverfi smerkinu Svaninum og getur því umhverfi smerkt allar vörur sínar. Hjá GuðjónÓ leggjum við mikla áherslu á persónu- lega þjónustu og komum til móts við allar óskir viðskiptavina með faglegum metnaði. Við gætum þess að hvert verkefni hafi einn ábyrgðarmann sem fylgist með öllum þáttum verksins og geti upplýst um gang mála á öllum stigum framleiðslunnar. Þeir starfsmenn sem sjá um samskipti við viðskipta vini hafa áratugareynslu í faginu og veita fúslega góða ráðgjöf. TÆ KN IN Umhverfisvænn valkostur Prentgripir frá GuðjónÓ eru umhverfismerktir Persónuleg þjónusta – alla leið Eina umhverfisvottaða prentsmiðjan Tækjabúnaður af bestu gerð VIÐ STYÐJUM MENNINGU OG MANNLÍF ÞJÓNUSTAN Prentsmiðjan fékk svansvottun árið 2000 Áratuga reynsla segir allt! Persónuleg þjónusta alla leið! Göngum hreint til verks! www.gudjono.is · sími 511 1234 www.gudjono. s

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.