Spássían - 2011, Page 10
10
NANCY þótti spennandi að fara í viðtal hjá íslensku
menningartímariti þótt hún furðaði sig á áhuganum í ljósi þess
að engin bóka hennar hefur verið gefin út í íslenskri þýðingu.
En það á við um bækur flestra vísindaskáldsagnahöfunda
og þær fást hér á ensku í bókabúðum, enda virðist það vera
tungumálið sem flestir íslenskir unnendur vísindaskáldskapar
kjósa að lesa. Sjálf segist hún alltaf hafa lesið vísindaskáldskap:
„Eins og flestir rithöfundar las ég allt sem fyrir mig bar þegar
ég var barn. En mér datt aldrei í hug að gerast rithöfundur. Ég
var barnaskólakennari þar til ég gifti mig og bjóst við að sinna
því starfi sem eftir var. En svo þegar ég var ólétt að öðru
barni mínu, bjó á afskekktum stað úti í sveit, hjónabandið í
molum og með smábarn hlaupandi um húsið byrjaði ég að
skrifa. Ég skrifaði þegar sonur minn svaf svo ég hefði eitthvað
vitrænt að gera.“ Hún seldi sögu ári síðar en segir það hafa
tekið sig 15 ár að byrja að skrifa í fullu starfi. „Það var ekki
vegna þess að ég tók ekki skrifin alvarlega – ég gerði það, og
geri – heldur tók það mig langan tíma að trúa því að ég væri
alvöru rithöfundur.“
TOGSTREITA HINS HARÐA OG MJÚKA
Í upphafi átti hún í erfiðleikum með að öðlast viðurkenningu
sem höfundur að „hörðum“ vísindaskáldskap, að hluta
til vegna þess að hún var ekki með gráður í vísindum.
En hún bendir á að það sé langt frá því óalgengt meðal
vísindaskáldsagnahöfunda og tekur Frederick Pohl og Kim
Stanley Robinson sem dæmi. „Hinn hlutinn tengdist því að
ég er kona og konur sem skrifa harðan vísindaskáldskap eru
ekki margar. En það er líka að breytast.“
Vísindaskáldskapur sem grein er ennþá hornreka í
bókmenntaumræðunni – sérstaklega hjá höfundum sem
nota minni hennar en vilja ekki tilheyra henni – og óttast
sennilega að skáldsögum þeirra yrði síður hampað. Margaret
Atwood er eitt dæmi og finna má þessa tilhneigingu meðal
íslenskra rithöfunda. Ég spyr hvort Nancy hafi nokkurn
tímann fundið fyrir þrýstingi að fjarlægjast greinina. „Það er
of seint. Slík fjarlæging þarf að vera til staðar frá upphafi (eins
og hjá Kurt Vonnegut) eða eftir að höfundur hefur öðlast
velgengni með venjulegum skáldskap (eins og hjá Margaret
Atwood). Já auðvitað værum við höfundarnir hér í gettóinu
til í að hljóta náð fyrir augum hins almenna kaupanda og ég
tel að vísindaskáldskapargreinin eigi þó nokkra höfunda sem
réttlæta þá skoðun. En um leið og þú færð á þig stimpil líta
útgefendur, bóksalar og lesendur á þig ákveðnum augum.“
Þótt hún hljómi sátt við sinn stall innan bókaútgáfunnar má
engu að síður finna vísi að pirringi á þessari togstreitu í bókum
Nancy Kress. Í skáldsögunni Probability Moon, sem kom út
árið 2000, kynnumst við tveimur hópum persóna sem láta
báðir heimsmynd sína stjórnast af afstöðu sinni til vísinda.
Þeir hafa allir verið sendir til að kanna plánetu í fjarlægu
horni alheimsins og þá undarlegu hluti sem þar er að finna.
Mannfræðingarnir niðri á plánetunni rannsaka svokölluð
„mjúk“ vísindi með því að kynna sér frumbyggjana og þeirra
nánasta umhverfi á meðan fólkið á sporbaug um plánetuna,
flest á vegum hersins, lítur niður á vinnu þeirra og einbeitir
sér í staðinn að því sem það telur mikilvægara; að nýta annars
heims vopn í hernaðarlegum tilgangi. Undir lok sögunnar
kemur í ljós að þessar frásagnir eru bókstaflega tengdar; hin
miklu og hernaðarlegu vísindi hafa áhrif á það sem á sér stað
á plánetunni og öfugt. Smá samvinna milli þessara tveggja
hópa hefði getað afstýrt stórslysi.
Vísindaskáldskapargreinin hefur oft verið gagnrýnd síðustu
50 árin eða svo fyrir að lúffa fyrir hinum „mýkri“ vísindum
(oftast félagsvísindum – og oft skrifuðum af konum) og
fyrir að missa hinn „harða“ brodd sem finna mátti í elsta
vísindaskáldskapnum, sem fjallaði gjarnan um geimflaugar
og alls kyns framandi tól og tæki. Nancy Kress segir að þótt
togstreitan milli þessara póla sé vissulega enn til staðar hafi
hún minnkað mikið í seinni tíð. Fyrst um sinn, og á áttunda
áratugnum sérstaklega, hafi hluti ástæðunnar fyrir henni
verið mikil fjölgun kvenkyns rithöfunda á sviði sem hafði fram
að því að mestu tilheyrt körlum. „Konur lögðu meiri áherslu
á sambönd í sínum vísindaskáldskap og buðu upp á flóknari
kvenkyns persónur en „fallegu dóttur vísindamannsins“.
Þetta hafði áhrif á hvernig allir skrifuðu vísindaskáldskap,
menn og konur, og um leið og þú leggur jafn mikla áherslu
á sambönd og tilfinningar persóna og á geimskip og vopn
blandarðu hinum „mjúku“ vísindum við þá heima sem þú
skapar, og það á einnig við um framandi heima. Núna eru
höfundar á borð við China Miéville að skrifa bækur eins og
The City & the City, þar sem félagsfræði menningarheimsins
er jafn stórkostlega vel útfærð og morðflétta eða tæknin.“
EIGINLEIKAR GÓÐS SKÁLDSKAPAR
Ég stenst ekki mátið að inna hana eftir skilgreiningu á
vísindaskáldskap annars vegar og góðum vísindaskáldskap
hins vegar: „Vísindaskáldskapur breytir einum eða fleiri
þáttum þess heims sem við þekkjum þar sem breytingin
Spássían leitaði út fyrir
landsteinana að rithöfundum
sem sérhæfðu sig í vísindaskáld-
skaparskrifum og urðu Nancy
Kress og Robert Charles Wilson
fyrir valinu - en þau eru bæði miklir
reynsluboltar á þessu sviði.
Nancy Kress hefur verið eitt þekktasta nafnið í heimi vísindaskáldsagna
síðustu tvo áratugi. Hún hefur á ferli sínum skrifað 23 skáldsögur og
fjölda smásagna, þrisvar hlotið hin eftirsóttu Hugo verðlaun og fjórum
sinnum Nebula verðlaun ásamt fjölda af öðrum viðurkenningum. Bækur
hennar fjalla margar hverjar um erfðatækni, stríðsvopn framtíðarinnar og
eðlisfræðikenningar en gjarnan í bland við þær félagslegu og sálfræðilegu
afleiðingar sem slíkt hefur á einstaklinga og samfélög. Þekktasta saga
hennar er án efa Beggars in Spain sem kom út árið 1993. Þar segir frá nýrri
kynslóð fólks sem hefur verið genabreytt til að þurfa aldrei að sofa. Hlaut
bókin lofsamlega dóma og ógrynni verðlauna.
Rithöfundur
ekki spákona
Eftir Ástu Gísladóttur