Spássían - 2011, Page 12

Spássían - 2011, Page 12
 12 Robert Charles Wilson er kanadískur vísindaskáldsagnahöfundur. Hann hefur gefið út 15 skáldsögur á 25 ára ferli og nýtur nú talsverðrar virðingar og viðurkenningar innan greinarinnar. Spássían tók við hann stutt og laggott viðtal með aðstoð tölvupósts. Upplýsingin hið stóra, ókláraða verkefni mannsins Geturðu sagt okkur eitthvað frá því hvernig þú byrjaðir að skrifa vísindaskáldskap og hvers vegna þessi skáldskapargrein vakti áhuga þinn? Vísindaskáldskapur heillaði mig frá unga aldri, án þess að ég geti útskýrt það frekar. Þróunarlíffræðingurinn J.B.S. Haldane sagði eitt sinn: „Ég efa ekki að framtíðin mun koma miklu meira á óvart en ég get ímyndað mér,“ og ég held að ég hafi tekið þá hugmynd inn á mig mjög snemma. „Framtíðin“ samkvæmt Haldane er dásamlega opið hugtak. Það er líka ómótstæðilegt boð um að skapa hugmyndaríkar bókmenntir. Vísindaskáldskapur býður upp á margt fyrir höfundinn að kljást við og fæst við svo mannlegar spurningar; hvernig við sjáum okkur og líf okkar í samhengi við alheiminn með aðstoð nútíma vísinda. Þú hefur þrisvar verið tilnefndur til The Philip K. Dick verðlaunanna fyrir bestu skáldsögu – og unnið einu sinni fyrir söguna Mysterium. Hafa verk hans haft mikil áhrif á þín og hvaða aðra áhrifavalda geturðu nefnt? Ég elska verk Philips K. Dicks, að hluta til vegna þess að það er vonlaust að herma eftir þeim. Allar tilraunir til að „skrifa eins og Dick“ verða að stælingu. Hann er einstakur. Ég er tregur til að telja upp áhrifavalda en ég les mikið bæði innan og utan vísindaskáldskapargreinarinnar og ég ímynda mér að áhrifin komi úr ólíkum áttum – þar sem greinin mín, vísindaskáldskapur, og hefðbundin skáldskaparáhrif verka á víxl. Hefurðu einhverja skoðun á því hvað gæti kallast „góður“ vísinda- skáldskapur? Ef satt skal segja, nei! Þótt við getum öll bent á slæman vísindaskáldskap þegar við sjáum hann er sá góði sérlundaður og erfitt að skilgreina hann. Bestu rithöfundarnir eru stanslaust að endurskilgreina vísinda- skáldskap, og það er einmitt þeirra verkefni. Þegar ég les góðar vísindaskáldsögur langar mig alltaf til að sjá þær í kvikmyndaformi. Engu að síður virðist flest kvikmyndagerðarfólk sækja nær eingöngu í brunn Philips K. Dicks (Blade runner, Total Recall og Minority Report, svo einhverjar séu nefndar, eru allar byggðar á sögum eftir hann). Hefurðu orðið var við slíkan áhuga á þínum skáldsögum eða býrðu yfir einhverri kenningu um það hvers vegna svo margar verðugar vísindaskáldsögur eru hunsaðar af Hollywood? Góðar skáldsögur eru ekki endilega allar góður efniviður fyrir kvikmyndir. Bækur og kvikmyndir fylgja ólíkum reglum. Og andrúmsloftið í Hollywood núna er svolítið fjandsamlegt öllu sem er flóknara en teiknimyndasaga. Ég meina það ekki á niðrandi hátt; kvikmyndir og teiknimyndasögur deila með sér áþekkri myndrænni frásagnartækni sem spyrðir þær eðlilega saman. En allt sem er metnaðarfyllra en The Mighty Thor er erfitt í sölu þessa dagana. Kvikmyndaver og framleiðslufyrirtæki hafa nokkrum sinnum keypt forkaupsréttinn að bókum mínum – Spin er núna í því ferli – en engin þeirra hefur endað í framleiðslu. Í allmörgum bókum þínum má sjá endurtekið þema: Einhver atburður á sér stað sem kollvarpar ekki bara lífi persóna heldur hefur stórvægileg áhrif á framvindu mannkynssögunnar. Þú virðist hafa nokkuð gaman af þessari nálgun. Er um meðvitaða leið til að leika sér með mismunandi vísindaskáldskaparminni að ræða? Það eru nokkurs konar óttablandin þægindi sem höfða til mín við þessa aðferð. Ég er gjarn á að láta venjulegar samtíma persónur horfast í augu við hinn eðlislæga ókennileika heimsins sem er annars að öllu jöfnu auðvelt að hunsa. Í Spin, sem dæmi, þurfa aðalpersónurnar að kljást við vandamál sem fylgja deyjandi sólkerfi, ekki yfir milljarða ára heldur á fáum áratugum. Oftar en ekki hefurðu fléttað inn í þessar „stórslysasögur“ vangaveltum um trú og trúarofstæki, sérstaklega í bókinni The Chronoliths. Myndir þú segja að trúarbrögð – eða kannski frekar trúarbragðalandslagið – hafi haft mikil áhrif á verk þín? Eða er það kannski togstreitan milli vísinda og trúarbragða? Vísindalegrar hugsunar og trúarlegrar kreddu? Trúarofstækishópurinn í The Chronolith hrynur að lokum undan eigin þunga (bókstaflega). Eru það að þínu mati óumflýjanleg örlög slíkra hreyfinga eða ertu bara bjartýnismaður? Eftir Ástu Gísladóttur

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.