Spássían - 2011, Page 13
13
LEIKFÖNG DVD MYNDASÖGUR BÆKUR SPIL
OPIÐ: VIRKA DAGA 12-19:30 LAU 12-18 SUN 13-17
HVERFISGATA 103 101 RVK
nexus @ nexus . isS: 552 9011 552 9020
SÉRHÆFÐ BÓKADEILD NEXUS ER MEÐ EITT MESTA ÚRVAL LANDSINS AF VÍSINDASKÁLDSÖGUM,
ÆVINTÝRABÓKUM, HROLLVEKJUM, VAMPÍRUSÖGUM, YFIRNÁTTÚRULEGUM ÁSTARSÖGUM,
UNGLINGABÓKUM, BARNABÓKUM OG LEIKJA- OG KVIKMYNDATENGDUM BÓKUM.
VIÐ SÉRPÖNTUM EINNIG ÁN AUKAKOSTNAÐAR HVAÐ SEM HUGURINN GIRNIST.
Við erum lítil og viðkvæm tegund í mjög
stórum og að mörgu leyti fjandsömum
alheimi. Trúarbrögð veita tegund okkar
fróun með því að ýkja mikilvægi okkar
á heimsvísu; gera okkur að miðpunkti
athygli alvalds. Hins vegar þarf of oft að
gjalda fyrir slíka huggun – með kreddum,
vitsmunahræðslu, ofstæki og valdníðslu.
Ég er ekkert endilega bjartsýnismaður;
sem vísindaskáldsagnahöfundur finnst
mér ég hafa rétt á að ímynda mér bæði
bjarta og svarta sýn á framtíðina. En ég tel
að Upplýsingin sé hið stóra og ókláraða
verkefni mannsins.
Í nokkrum bókum þínum (t.d. The Harvest,
Spin og Axis) finnurðu leið til að ýta þróun
mannsins fram á við eftir tilbúnum leiðum
og, að því er virðist, fyrir tilstilli ytri en
velviljaðra afla. Útkoman hefur svo sína
kosti og galla. Mannlegt drama er svo
samofið í sögur þínar um stóra, tæknilega
viðburði – sem hamrar heim þau sannindi
að sama hvaða ytri breytingar verða hjá
mannkyninu skulu hinir tilfinningalegu
dragbítar alltaf fylgja með. Er það
sanngjörn skilgreining?
Nokkuð sanngjörn. Ég treysti ekki hinni
gömlu sýn vísindaskáldskaparins, þessari
frá fimmta og sjötta áratugnum, sem sá
manneskjuna sem eðlisgóða að leggja
undir sig nýjar lendur í vetrarbrautinni,
verða guðumlíka o.s.frv. Við höfum engar
aðrar viti bornar verur til að bera okkur
saman við. Hvað vitum við nema við séum
stórklikkuð (eða sorglega heimsk) við
hliðina á öðrum samfélögum? Og auðvitað
– svo ég tali nú sem rithöfundur – eru það
siðferðisgallarnir og greindarskerðingin
sem gera frásögn áhugaverða.
Mér skilst að þú sért að skrifa framhald
af Axis – sem kallast Vortex. Geturðu
sagt okkur eitthvað um þá bók? Er þetta
síðasta bókin í þríleik (sem hófst með Spin)
eða áframhaldandi sería? Ertu að skrifa
eitthvað annað um þessar mundir sem þú
getur sagt okkur frá?
Vortex verður gefin út í Bandaríkjunum
og Kanada í júlí á þessu ári og er síðasta
bókin í Spin röðinni (þetta eru frekar þrjár
tengdar skáldsögur heldur en þríleikur
í hefðbundnum skilningi). Einnig hef ég
nýlega skrifað undir samning um að gefa
út þrjár sjálfstæðar skáldsögur en sú fyrsta
kallast Burning Paradise. Hún fjallar um
hliðstæðan heim þar sem tuttugasta öldin
var friðsæl, hagsæl og framsækin – en af
ansi ískyggilegum orsökum.
„Bestu rithöfundarnir eru
stanslaust að endurskilgreina
vísindaskáldskap, og það er
einmitt þeirra verkefni.“
RAFBÆKUR og rafhljóðbækur eru
nýjung í þjónustu við notendur
bókasafns Norræna hússins. Hægt er að
nálgast skáldsögur og fræðirit til lestrar
eða hlustunar hvar sem er og hvenær sem
er í gegnum heimasíðu bókasafnsins.
Þegar er hægt að fá aðgang að rafrænum
bókum og rafrænum hljóðbókum á
sænsku en stefnt er að því að bæta
sem fyrst við bókum á hinum norrænu
tungumálunum.
Rafbækur eru viðbót við almenna
bókasafnsþjónustu og segja
forsvarsmenn bókasafns Norræna
hússins þetta hluta af þróun sem
bókasöfn búa sig undir að ganga í
gegnum. Með rafrænum útlánum er
ætlað að koma til móts við fjölbreyttan
notendahóp, notendur á landsbyggðinni
og þá sem eiga ekki heimangengt. Sumir
vilja hafa bækur áfram í hefðbundnu
formi og rafbækurnar eru hugsaðar
sem viðbót. Markhópurinn hefur
reynst breiður og komið hefur í ljós að
eldri borgarar eru mjög áhugasamir
um rafbækur vegna þeirra fjölbreyttu
möguleika sem þær bjóða.
Raflesarar eru flestir léttir og þægilegir
í meðförum, hægt er að stækka og
minnka letur, breyta leturgerð, bækurnar
safna ekki ryki og taka ekki hillupláss
– bara pláss á lesaranum. Raflesarinn
man hvar hætt var lestri síðast og byrjar
á sama stað. Hægt er að fletta blaðsíðum
í bókinni á raflesaranum og tegundir
raflesara eru fjölmargar með marga
mismunandi og góða kosti sem ættu að
geta hentað sem flestum. Sem dæmi
um raflesara eru lesbretti ýmiskonar
t.d. Cybook Opus, Sony Reader og
spjaldtölvur eins og Ipad, snjallsímar og
hefðbundnar tölvur.
Rafbækur
á bókasafninu