Spássían - 2011, Síða 17

Spássían - 2011, Síða 17
17 Hvötum okkar er stýrt. Við lifum í tilbúnu og framleiddu hugarástandi sem líkist svefni. Hinum fátæku og lágt settu fjölgar. Mannréttindi eru ekki til. Þeir hafa skapað kúgandi samfélag og við erum öll grunlausir sökunautar. Ásetningur þeirra til yfirráða veltur á útrýmingu meðvitundar. Við höfum verið sefuð og dáleidd. Þeir hafa gert okkur afskiptalaus, gagnvart okkur sjálfum og gagnvart öðrum. Þið verðið að skilja að þeir eru öruggir á meðan enginn uppgötvar þá. Þannig tekst þeim fyrst og fremst að lifa af. Þeir halda okkur sofandi, halda okkur sjálfselskum og halda okkur rólegum. „Skeggjaði maðurinn“, They Live, 1988. Kúgandi samfélag Persóna hins skeggjaða manns er trúboði andófs og uppreisnar gegn óséðum drottnurum mannkynsins í óði John Carpenters til heimskapítalismans: kvikmyndinni They Live frá 1988. Sagan er einföld. Flakkarinn George Nada, atvinnulaus verkamaður, kemur til stórborgar í leit að tækifærum. Fyrir tilviljun finnur hann dularfull sólgleraugu sem veita honum innsýn í blekkingarmátt samfélagsins og opna augu hans fyrir þrúgandi hugarstjórnun sem á sér stað í gegnum afþreyingarefni og auglýsingamennsku stórfyrirtækja og yfirvalds. Þegar Nada setur upp gleraugun í fyrsta sinn sér hann hefðbundið umhverfi á nýjan hátt og uppgötvar að hann er umkringdur skilaboðum sem eru smíðuð til að smjúga inn í undirmeðvitund grunlausra samborgara: HLÝÐIÐ / KAUPIÐ / SOFIÐ / HORFIÐ Á SJÓNVARP / ENGAR HUGSANIR / EKKERT ÍMYNDUNARAFL / EKKI EFAST UM YFIRVALDIÐ. Og þegar hann lítur á dollaraseðilinn: ÞETTA ER ÞINN GUÐ. Nada kemst síðan að því að geimverur eru að vinna með mennskum yfirvöldum og ætla sér að taka yfir plánetuna. Gleraugun sýna honum líka hvernig annar Kúgandi samfélagPersóna hins skeggjaða manns er trúboði andófs og uppreisnar gegn óséðum drottnurum mannkynsins í óði Johns Carpenters til heimskapítalismans; kvikmyndinni They Live frá 1988. Sagan er einföld. Flakkarinn George Nada, atvinnulaus verkamaður, kemur til stórborgar í leit að tækifærum. Fyrir tilviljun finnur hann dularfull sólgleraugu sem veita honum innsýn í blekkingarmátt samfélagsins og opna augu hans fyrir þrúgandi hugarstjórnun sem á sér stað í gegnum afþreyingarefni og auglýsingamennsku stórfyrirtækja og yfirvalds. Þegar Nada setur upp gleraugun í fyrsta sinn sér hann hefðbundið umhverfi á nýjan hátt og uppgötvar að hann er umkringdur skilaboðum sem eru smíðuð til að smjúga inn í undirmeðvitund grunlausra samborgara: HLÝÐIÐ / KAUPIÐ / SOFIÐ / HORFIÐ Á SJÓNVARP / ENGAR HUGSANIR / EKKERT ÍMYNDUNARAFL / EKKI EFAST UM YFIRVALDIÐ. Og þegar hann lítur á dollaraseðilinn: ÞETTA ER ÞINN GUÐ. John Carpenter: Leikstjóri sem framsýnn útlagi eftir Gunnar Theodór Eggertsson

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.