Spássían - 2011, Blaðsíða 21
21
Alvara leiksins
Samtökin voru stofnuð árið 2005 og hafa síðan
staðið fyrir fjölda tónleika og annarra viðburða.
Þeirra á meðal er tónlistarhátíðin Sláturtíð,
sem er að sjálfsögðu haldin á haustin, og
mánaðarleg Sláturdúndur sem eru oftast stuttir
og óformlegir tónleikar þar sem lögð er áhersla
á tilraunastarfsemi af ýmsu tagi. Aðrir fastir
tónleikaviðburðir á vegum Slátur eru árlegir
Nýárstónleikar, en samtökin hafa einnig staðið fyrir
jólatónleikum sem í vetur voru tileinkaðir verkum
fyrir píanó í flutningi Tinnu Þorsteinsdóttur. Þá
hafa samtökin efnt til samkeppni í tengslum við
Sláturtíð þar sem tónsmiðir og aðrir áhugasamir
eru hvattir til að senda inn tillögur að nýjungum á
tilteknu sviði, svo sem í dansi og íþróttum. Er í því
sambandi skemmst að minnast danskeppni sem
fór fram í samvinnu við norrænu danslistahátíðina
Keðju í Borgarleikhúsinu á haustdögum 2010,
en verðlaunahafinn hlýtur hinn eftirsótta
farandsláturkepp. Tónskáld, sem kalla sig
tónsmiði, stofna þó ekki samtök í þeim tilgangi
einum að standa fyrir viðburðum. Slíkt hefur
takmarkaða merkingu nema meðlimir eigi eitthvað
sameiginlegt tengt tónsköpun og listrænni sýn.
HIÐ EINA RÉTTA
Slátur er hvorki hljómsveit né hópur flytjenda þótt vissulega
komi fyrir að tónskáldin flytji verk sín sjálf. Starfsemi samtakanna
byggir fyrst og fremst á sameiginlegum áhuga félaga á tilraunum
með nótnaskrift, hljóðfæri og tónlistarflutning. Tilraunirnar
endurspegla þörf fyrir að tjá tónhugsun sem ekki rúmast
innan hefðbundinnar tónfræði og krefst því nýrra aðferða við
nótnaskriftina. Meðlimir hafa allir lagt stund á nám í tónsmíðum,
hvort heldur það er við Listaháskóla Íslands, Tónlistarskólann
í Reykjavík eða Tónlistarskóla Kópavogs og eiga að baki
framhaldsnám við erlenda háskóla. Slíkt nám byggir gjarnan á
grunni klassískra tónsmíða og er kennt við þær til aðgreiningar frá
dægurtónlist eða djassi. Reyndar geta allar flokkanir af þessu tagi
snúist gegn manni um leið og þær eru orðaðar, því einn meðlima
Slátur, Hafdís Bjarnadóttir, er með bakgrunn í djassi hverra áhrifa
gætir gjarnan í hennar tónsmíðum. Sjálf tengingin við klassíkina
er þversögn þar sem tilraunastarfsemi á sviði tónlistar í anda
Slátur, felur í sér rof frá klassískri tónlistarshefð þótt tengingin sé
til staðar í kröfunni um nótnaskrift. Tónskáldin í Slátri hafa með
öðrum orðum ekki sagt skilið við að skrifa nótur sem aðrir geta
lesið heldur setja þeir spurningamerki við tónfræðina sem kennd
er í öllum tónlistarskólum.
Ef við berum tónlistina saman við aðrar listgreinar og reynum
að finna samsvörun við hugsunina sem býr að baki afstöðu
meðlima Slátur getur verið gott að staldra við myndlistina
fyrst. Í sögu myndlistar er klassík tengd stíl ákveðin tímabils,
en hana mætti einnig tengja verkum frá öðrum tímum er hafa
til að bera sameiginleg einkenni sem eru ekki talin eiga við um
S.L.Á.T.U.R. er skammstöfun sem stendur
fyrir Samtök listrænt ágengra tónsmiða
umhverfis Reykjavík. Meginmarkmið
samtakanna er að kynna listrænt ágenga
tónlist og skapa umræðu um tónsmíðar.
Eftir Margréti Elísabetu Ólafsdóttur