Spássían - 2011, Qupperneq 22

Spássían - 2011, Qupperneq 22
 22 samtímalist þótt áhrifa þeirra gæti enn. Skilgreiningin „klassísk myndlist“ gæti vísað til ákveðinnar aðferðar eða tækni í myndrænni framsetningu fremur en eins tiltekins tímabil. Slík myndlist er reyndar oft kölluð akademísk, en aðferð hennar birtist í rýmisskipun á fleti málverksins eins og hún er sett fram í teikningu sem sumir telja að sé hin „eina rétta“ teikning. Hér er að sjálfsögðu átt við framsetningu sem byggir á evklíðskri rúmfræði en hún er undirstaða allrar þrívíddarteikningar. Rúmfræði Evklíðs, sem var forn-grískur stærðfræðingur og uppi á 3. öld fyrir Krist, sést ekki í myndlist miðalda en var endurvakin í málverki Endurreisnarinnar, þar sem lögð var áhersla á að skapa blekkingu rúmfræðilegrar dýptar á tvívíðum fleti. Aðferðin endurspeglar ákveðna sýn á veruleikann sem miðast við horft sé á mynd málverksins frá tilteknu sjónarhorni. Um svipað leyti og myndlistarmenn tileinkuðu sér evklíðska rúmfræði og anatómíska teikningu byggða á „réttri“ líkamsbyggingu mannsins áttu sér stað ýmsar breytingar á nótnaskrift. Hún hafði verið óstöðug og persónuleg en fór að leita í átt að stöðugleika þegar kom fram á 17. öld. Áfram ríkti þó ákveðið frelsi í framsetningu sem bauð einnig upp á frelsi til túlkunar í flutningi tónlistarinnar sem tónskáldið sjálft tók gjarnan þátt í. Segja má að tvennt hafi haft afgerandi áhrif á stöðlun nótnaskriftarinnar; tilkoma prentvélar Gutenbergs á 15. öld, þótt áhrifa hennar á fastmótun tákna hafi ekki farið að gæta að ráði fyrr en undir lok 17. aldar,1 og krafan um höfundarrétt tónskáldsins að verkinu sem varð hávær þegar líða tók á 18. öldina.2 Um sama leyti fóru tónskáldin að draga sig í hlé frá flutningnum, en sú fjarlægð mótaði afstöðu þeirra til flytjandans. Breytingin fólst aðallega í því að tónskáldin fóru að gera kröfu um nákvæmni í flutningi þar sem tónlistarfólki var ætlað að fylgja fyrirmælum tónskáldsins út í ystu æstar. Dæmi um þetta er afstaða Stravinskys sem ætlaðist til þess að tónlist hans væri lesin og flutt, en ekki túlkuð.3 STRÖNG FYRIRMÆLI OG OPIN TÓNVERK Nótnaskrift og tónfræði var orðin fastmótuð á 18. öld þótt ekki hafi verið talað um klassíska tónlist fyrr en á 19. öldinni. Þá var tónfræðin orðin að hefð sem nú þykir sjálfsögð og eðlileg svo jaðrar við að litið sé á hana sem náttúrulögmál. Þessi tónfræði er undirstaða allrar tónlistarmenntunar, rétt eins og evklíðsk rúmfræði er undirstaða rúmfræðikennslu í grunnskóla. Rúmfræði Evklíðs er enda ennþá talin rétt í grundvallaratriðum þótt sýnt hafi verið fram á að hún sé takmörkuð.4 Á sama hátt mætti halda því fram að hvorki tónfræði né fjarvíddarteikning klassíska tímabilsins sé röng og þess vegna eigi hvoru tveggja fullan rétt á sér. En þrívídd getur ekki gert grein fyrir óevklíðskum víddum og afstæði skynjunar hreyfingar og þess vegna hafa myndlistarmenn ekki séð ástæðu til að halda tryggð við hana. Á sama hátt má segja að klassísk tónfræði nái ekki að tjá fagurfræði þess hljóðheims sem tónskáld í upphafi 21. aldarinnar fást við að skapa. Upphaf 20. aldar einkenndist ekki aðeins af nýjum vísindum sem kollvörpuðu fyrri hugmyndum um tíma og rúm, heldur varð mikið umrót í öllum listgreinum sem birtist með mismunandi hætti í myndlist, bókmenntum og tónlist. Gerðar voru róttækar breytingar á viðtekinni framsetningu sem flestum þótti sjálfsögð og þykir jafnvel enn. Það er alltaf vafasamt að tileinka róttækar breytingar á tilteknu sviði ákveðnum einstaklingum þar sem slíkt varpar hulu á margslungna þræði áhrifa. Þó verður ekki horft framhjá því að kollsteypan sem varð í heimi listanna kristallast vel í verkum myndlistarmannsins Marcel Duchamp, rithöfundarins James Joyce og tónskáldsins John Cage sem átti náið samstarf við dansarann og danshöfundinn Merce Cunningham. Ef við höldum okkur við tónlistina og nótnaskriftina greinir tónskáldið og fræðimaðurinn Jean-Yves Bosseur tvo meginþræði í þróun nótnaskriftar tónskálda 20. aldarinnar. Annar þráðurinn birtist í afstöðu svipaðri þeirri og finna mátti hjá Stravinsky, þar sem tónskáldið styðst áfram við hefðbunda nótnaskrift en bætir við táknum og fyrirmælum sem hafa það að markmiði að stýra tónlistarflutningnum af mikilli nákvæmni. Dæmi um þetta er að finna í verkum ýmissa nútímatónskálda, s.s. Karlheinz Stockhausen, Györgi Ligeti og Pierre Boulez, en þar sem tónverk þeirra eru ekki eingöngu skrifuð fyrir klassísk hljóðfæri voru þeir neyddir til að finna upp ný tákn sem færði þá í átt til grafískrar nótnaskriftar sem aftur hafði áhrif á sjónræna framsetningu tónverksins.5 Um miðbik 20. aldar birtust þannig fjölmargar Flöskuhnakki eftir Jesper Pedersen. Flutt á Nýárstónleikum S.L.Á.T.U.R. í Hafnarhúsinu 8. janúar 2011. Stillimynd. 312˚ eftir Áka Ásgeirsson. Stillimynd. Karaoke 1 eftir Inga Garðar Erlendsson. Stillimynd. Sculpture2 eftir Þráin Hjálmarsson. Stillimynd.

x

Spássían

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.