Spássían - 2011, Page 23

Spássían - 2011, Page 23
23 aðferðir við að skrifa tónverk sem leiddu tónskáldin frá táknum í átt til grafískrar framsetningar. Slíkt bauð upp á alveg nýja hugsun sem fól ekki aðeins í sér fjölbreytilegar tilraunir með nótnaskrift heldur bauð upp á sveigjanleika í túlkun og flutningi; tónskáldin opnuðu þann möguleika að flytjandinn væri þátttakandi í sköpunarferlinu. Þessa leið valdi John Cage, en einnig tónskáldin Earle Brown og Christian Wolff.6 Og þá erum við komin að kjarna málsins sem er þýðing nótnaskriftarinnar fyrir tónskáldið. HUGSUN TÓNSKÁLDSINS Tónverk byggja á afstrakt hugsun sem krefst þess engu að síður að vera sett fram á hátt sem aðrir geta skilið. Tónskáldið tjáir hugsun sína í tónum og með hljóðum, en það þarf á sjónrænum táknum að halda sem aðrir geta lesið og túlkað með því að framkalla hljóð úr hljóðfærum. Tónskáldin geta, rétt eins og myndlistarmenn, ákveðið að setja tónsmíðar sínar fram með hefbundnum hætti í anda klassískrar tónfræði, sem er eins og einingar til uppbyggingar verks. Tónskáld sem kjósa að kasta þessum strúktúr mætti kalla tónbrjóta þar sem þeir afbyggja fyrirfram gefnar hugmyndir um hvaða aðferð sé „réttast“að nota við smíði tónverka. Segjum að tónskáldi væri bannað að nota annað kerfi en hið klassíska og berum það saman við rithöfund sem hefði ekki leyfi til að finna upp orð eða ljóðskáld sem aðeins mætti yrkja með dróttkvæðum hætti. Tónfræðin miðast við ákveðinn strúktúr sem birtist í nótnaskriftinni og heyrist í tónlistinni. Afbygging tónfræðinnar kallar á breytingar á tónmálinu og um leið á nótnaskriftinni. Hvoru tveggja fer saman við tónhugsun sem er miðlað með táknum eða grafískri framsetningu. Sjálft tónverkið er þó aðeins fullkomnað þegar það er flutt og því þarf flytjandinn að vera fær um að lesa táknin og myndirnar um leið og hann leikur á hljóðfærið. Flytjandinn er milliliður milli tónskáldsins og áheyrandans og því skiptir máli þegar flutt er ný tónlist með nýrri nótnaskrift að tónskáldið og flytjendurnir skilji hvern annan. Leið tónskálds frá verki til áheyrenda er að þessu leyti lengri en leið myndlistarmanns eða rithöfundar sem setja verk sín yfirleitt fram milliliðalaust. TILRAUNIR OG LEIKGLEÐI Að þessu sögðu ætti að vera orðið ljóst að meginverkefni tónsmiðanna í Slátri beinist að rannsóknum á nýjum aðferðum við að tjá tónhugsun. Slíkum rannsóknum fylgir óhjákvæmilega tilraunastarfsemi þar sem saman fara tilraunir með nótnaskrift, leit að hljóðgjöfum og smíði nýrra hljóðfæra. Það má líta svo á að rannsóknir af þessu tagi séu arfleifð frá John Cage og því ekki nýjar af nálinni heldur mikilvægur hluti af sögu tónlistar á 20 öld. Tilraunir Sláturmeðlima með nótnaskrift eiga það sameiginlegt með nótnaskrift Cage að þær eiga sér ólíkar birtingarmyndir fremur en vera rígbundnar ákveðnum táknum. Tónskáldin í Slátri eiga sameiginlegan áhuga á nótum sem birtast í rauntíma sem hreyfimyndir en slíkar nótur eru skrifaðar í ýmis tölvugrafísk forrit, s.s. Pure Data+Gem, Processing og Unreal eða með notkun klippiforrita fyrir myndbönd og jafnvel Powerpoint. Notkun tölvunnar og grafísk eða myndræn birtingarmynd nótnanna býður upp á að tónverkinu sé varpað á tjald á tónleikum. Þegar það er gert eru tónleikagestir ekki aðeins hlustendur sem horfa á flytjendurna heldur eru þeir, líkt og flytjendurnir, áhorfendur að nótunum. Fyrstu tilraunir Sláturmeðlima með nótnaskrift af þessu tagi voru gerðar af Áka Ásgeirssyni og Magnúsi Jenssyni í Klink og Bank árið 2004, fyrir daga samtakanna. Það ár birtist grein eftir austurríska tónskáldið Gerhard E. Winkler í tímaritinu Sound and Music Computing, þar sem hann ræðir hugmyndir sínar um nótnaskrift í rauntíma og ástæðurnar fyrir því að hann fer þá leið. Hún bjóði upp á opnar og sveigjanlegar tónsmíðar, en mikilvægasta atriðið, sem er einnig hugðarefni Sláturmeðlima, sé að þessi aðferð kallar fram nýjan strúktúr. Þessi strúktúr getur hljómað ókunnuglega í eyrum áheyrenda og því telur Winkler ástæðu til að nýta sér þann möguleika að varpa nótunum á tjald. Það geri áhorfendum auðveldra að skilja samband flytjenda og nótna „þar sem nóturnar birtast sem skýr og auðþekkjanleg tákn.“7 Ef við höfum í huga að tónverkið er strúktúr samsettur úr tónum eða hljóðum sem er raðað saman í ákveðna tímalengd og hryn, afhjúpa nóturnar á tjaldinu hvernig Með sýnileika nótnanna má gera áheyrendur að hluta af flutningnum og jafnvel virkja þá með beinni þátttöku.

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.