Spássían - 2011, Qupperneq 32
32
eru þetta persónur sem yfirleitt eru ekki
í sviðsljósinu heldur í bakgrunni sagna,
aukahlutverki. Þetta er fólkið sem heyrist
sjaldan í og stundum á það við einhvers
konar fötlun að stríða. Kristín neitar því ekki
að það geti verið pólitík fólgin í þessu.
„Mig langar ekki til að skrifa um
karríerkonur. Ég hef ekkert á móti þeim, en
mér finnst gaman að bregða ljósi á hinar.
Þær eru svo miklar hvunndagshetjur. Eins
og Sigþrúður mín í Á eigin vegum. Mér þykir
bara svo vænt um hana, og það að kona
sem er algjörlega á jaðri samfélagsins geti
borið uppi heila bók og átt að mörgu leyti
innihaldsríkt líf. Svo var sérstaklega gaman
að koma með Á eigin vegum inn í árið 2007,
þegar allir voru svo ríkir og feitir. Bók um
konu með fatlaða hönd, selshreifa, sem
bjó í kjallara, átti enga peninga og skemmti
sér við að fara í jarðarfarir eða skoða íbúðir
á sölu. Það var eins og hnefi á samfélagið.
Þetta andóf birtist líka að hluta til hjá mér
í Ljósu. Það er nokkuð til af sögum um
geðveilt fólk og það hefur alltaf verið svo
fátækt og minnimáttar. Það hefði verið
hefðbundnast að láta Ljósu vera fátækling.
En Ljósa er sko engin undirmálskona. Hún
er af betri stigum. Þótt okkur finnist Ljósa
ekki rík í dag þá er hún á sínum tíma ein af
sárafáum konum af landsbyggðinni sem fer
til Reykjavíkur í skóla á þessum tíma. Þetta
dýpka ég meðvitað. Ég styðst við ömmu
mína sem var ekki fátæklingur en ég skreyti
hana aðeins til að gera hana ennþá flottari.
Því mér finnst gaman að skella hnefanum
fram. Það er draumurinn með sögunni sem
ég er núna að skrifa. Þar er líka kona sem
er svolítið öðruvísi. En hvort það tekst veit
ég ekki.“
KVÍÐIR EKKI LENGUR ÞVÍ AÐ FARA Í
VINNUNA
Við þurfum að bíða dálitla stund enn eftir
næstu bók frá Kristínu. Hún kemur ekki út
á þessu ári en Kristín lofar þó að vera ekki
jafn lengi að skrifa hana og þá síðustu.
„Ljósa tók svo langan tíma því ég þurfti að
safna miklu efni, ég byrjaði að viða því að
mér fljótlega upp úr 1990. Nú er ég reyndar
orðin formaður Rithöfundasambandsins,
svo ég veit ekkert hvernig þetta mun
ganga - en ég er ekki hætt. Ég skrifa bara að
handan ef ekki vill betur til.“
Hún tekur þó undir með Gyrði Elíassyni
sem sagði í Kiljunni síðastliðið vor að hann
myndi ekki ráðleggja neinum að leggja
fyrir sig það einmanalega starf að vera
rithöfundur. „Það er samt svo skrítið, að ég
get ekki hugsað mér neitt starf frekar. Ég
var kennari og líka leiðsögumaður, en alltaf
kveið ég fyrir að fara í vinnuna. Þó var mér
sagt að ég væri prýðiskennari. Ég kvíði hins
vegar aldrei fyrir að setjast niður og skrifa.
Ég er ekki að segja að ég sé ofboðslega
upprifin alla daga, en þá fer ég bara og
leiðrétti eitthvað þar til ég verð upprifin. Ég
held að ástæðan sé kannski sú að geta ráðið
deginum. Ég skrifa mikið á náttfötunum,
heima í rólegheitunum. En það er ekki
upplífgandi. Þess vegna hittumst við
nokkrar skáldkonur reglulega í hádeginu,
til að stappa stáli hver í aðra og tala saman.
Það er ægilega gaman, enda geturðu
ímyndað þér hvort ég hafi ekki verið orðin
þreytt á að vera alltaf ein á náttfötunum
með henni Ljósu, í öll þessi ár. “
S. 411 6100 - borgarbokasafn.is
Borgarbókasafn Reykjavíkur
skipuleggjur bókmenntagöngur
(og rútuferðir) fyrir hópa. Farið
er á milli staða sem tengjast
íslenskum bókmenntum og sagt
frá. Tilvalið fyrir fyrirtæki, klúbba
og ferðamannahópa.
Í sumar bjóða
menningarstofnanir
Reykjavíkurborgar upp á
göngur með leiðsögn öll
fimmtudagskvöld.
Lagt er af stað kl. 20
úr Grófinni, milli
Tryggvagötu 15 og 17.
Kvöldgöngur úr
Kvosinni
Bókmenntir um
alla borg
Allir velkomnir og
þátttaka er ókeypis.
„Svo var sérstaklega gaman að koma
með Á eigin vegum inn í árið 2007,
þegar allir voru svo ríkir og feitir. Bók
um konu með fatlaða hönd, selshreifa,
sem bjó í kjallara, átti enga peninga
og skemmti sér við að fara í jarðarfarir
eða skoða íbúðir á sölu.“