Spássían - 2011, Qupperneq 39

Spássían - 2011, Qupperneq 39
39 Músan og klósettburstinn HERBERGIÐ, sem er í titli nýjustu skáldsögu hinnar írsku Emmu Donoghue, er heimur aðalpersónunnar Jacks og eina umhverfið sem hann hefur kynnst á fimm ára langri ævi sinni. Jack er sögumaður Room og barnsleg sýn hans á lífið og tilveruna fangar lesandann fljótt og dregur hann inn í þennan litla heim. Í gegnum Jack kemst lesandinn fljótlega að því að Jack og móðir hans eru fangar Nicks gamla sem heimsækir mömmuna á nóttunni og lætur braka í rúminu, og að Jack fæddist á gólfmottunni í herberginu. Söguefnið er vissulega skelfilegt en samt sem áður er Room ekki sérlega ógnvekjandi og þar skiptir sjónarhorn og tungumál frásagnarinnar meginmáli. Eitt megin sérkenni bókarinnar er að sögumaðurinn er barn og frásagnarstíllinn er afar litaður af aldri hans: einlægur og fullur af málvillum og orðaleikjum, sem og vangaveltum um lífið og tilveruna. Þessi saga, sem á vissan hátt fjallar um mannrán og nauðganir, er hrífandi í óhugnanleika sínum vegna þess að henni er ekki miðlað af fórnarlambinu sjálfu heldur barni hennar sem hefur ekki enn áttað sig á alvarleika málsins. Aðal umfjöllunarefni bókarinnar er ekki glæpurinn heldur annars vegar samband Jacks og móður hans og aðdáunarverð sjálfsbjargarviðleitni þeirra, og hins vegar hvernig Jack áttar sig á því að það er til heimur utan við Herbergi, eins og hann kallar bústað þeirra mæðgina. Hann reynir eftir fremsta megni að átta sig á því hvað er raunverulegt og hvað ekki, eins og sést á tilvitnuninni hér að ofan, og þessi viðleitni hans verður kveikjan að spennandi atburðarás sem hefst um miðja bók. Emma Donoghue hefur aldrei farið í grafgötur með að hugmyndin að Room hafi kviknað þegar Fritzl-málið alræmda kom upp, þótt hún taki einnig skýrt fram að bókin sé alls ekki byggð á því. Hún ákvað einfaldlega að skrifa bók um dreng sem hefði alist upp í lokuðu rými og aldrei séð umheiminn – líkt og Felix litli Fritzl.2 Hún segist einnig hafa lagt mikið upp úr tungumáli sögunnar til að gera sögumanninn sannfærandi og m.a. haldið dagbók yfir orðfæri sonar síns, sem var einmitt fimm ára á þeim tíma.3 Óhætt er að segja að henni hafi tekist ætlunarverk sitt því Jack er yndislegur sögumaður og einlægur frásagnarhátturinn er vissulega sannfærandi. Ef Room verður þýdd á íslensku – sem full ástæða er til – verður spennandi að sjá hvernig þýðanda tekst til við að skapa íslenskumælandi Jack. Room er skáldsaga sem höfðar til mjög margra og hefur verið vinsæll valkostur í leshópum síðustu mánuði því hún er auðlesin og vekur upp fjölmargar hugleiðingar sem gaman getur verið að ræða að lestri loknum. Samband Jacks og móður hans er bæði fallegt og óþægilegt í senn og því er lýst á áhrifamikinn hátt; frásagnarhátturinn er heillandi eins og áður segir, en umfram allt er Room gríðarlega spennandi bók sem rígheldur lesandanum allt til enda. 1 Donoghue, Emma, Room, London, Basingstoke og Oxford, Picador, 2010, 18. 2 Halford, Macy, „Emma Donoghue chats about „Room“, The New Yorker, blogg 26. janúar 2011, sótt 15. maí 2011 af http://www.newyorker.com/ online/blogs/bookclub/2011/01/live-chat-with- emma-donoghue.html. 3 Donoghue, Emma, „Writing Room: Why and how.“ Harper Collins Canada, 2011, sótt 15. maí 2011 af http://www.harpercollins.ca/author/ authorExtra.aspx?isbn13=9781554688319&autho rID=60063823&displayType=bookessay. Eftir Ástu Kristínu Benediktsdóttur „ Mountains are too big to be real, I saw one in TV that has a woman hanging on it by ropes. Women aren’t real like Ma is, and girls and boys are not either. Men aren’t real except Old Nick, and I’m not actually sure if he’s real for real. Maybe half? He brings groceries and Sunday treat and disappears the trash, but he’s not human like us. He only happens in the night, like bats. Maybe Door makes him up with a beep beep and the air changes. I think Ma doesn’t like to talk about him in case he gets realer.1 Hann gerist bara á nóttunni, eins og leður- blökur.“

x

Spássían

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.