Spássían - 2011, Side 41

Spássían - 2011, Side 41
41 AÐ VERA ANNAR Ísland í nokkrum útlendum ljóðum Eftir Eirík Örn Norðdahl Reykjavík Central, this is Reykjavík Central (Sounds not heard in Iceland) eftir Rod Summers The train now standing at platform 7 is the 10:11 Intercity for Stykkishólmur and Ólafsvík. Calling at Reykjavík-Hlemmur, Reykjavík-Espigerði, Akranes, Borgarnes, Stykkishólmur and Ólafsvík. Change at Reykjavík-Espigerði for the stop train to Reykjavík North, Mosfellsbær, Þingvellir, Þingvellir-spa and Hengill utilities. Change at Ólafsvík for Búðir and Arnarstapi. Konseptljóðið „Reykjavík Central …“ birtist meðal annars á hljómdisknum Orðið Tónlist, sem var gefinn út í tengslum við samnefnda hátíð fyrir fáeinum árum. Í stað þess að takast á við hið „stórfenglega landslag Íslands“ lýsir Rod Summers landinu og þjóðinni með undirstrikaðri fjarveru. Ljóðið samanstendur af þeim hljóðum sem heyra mætti á aðallestarstöðinni í Reykjavík, ef svo furðulega vildi ekki til að þar er enga aðallestarstöð að finna, enga brautarteina eða lestarvagna – ekki einu sinni neitt hljóðkerfi til þess að flytja skilaboðin. Ljóðið er enda að mestu flutt á alþjóðlensku, tungumáli ferðalanga. Einu skiptin sem mælt er á íslensku er þegar tilkynnt er um að lestin sem er að koma inn á brautarpall 1 muni ekki stoppa hér og farþegar eru beðnir að halda sig frá pallbrúninni. Sagan segir að glöggt sé gests augað – en maður hrekkur hálfvegis við, að átta sig á glámskyggni heimamanna, að þeir skuli ekki furða sig á því svo gott sem statt og stöðugt að lestin sem kemur inn á brautarpall 1 skuli ekki stoppa, að þeir sem byggja þetta land skuli statt og stöðugt halda sig frá pallbrúninni. Þegar maður hlustar á Reykjavík Central furðar maður sig samt mest á því, að maður skuli ekki hafa furðað sig almennilega fyrr, að maður skuli ekki stöðugt vera hissa á að heyra ekki þessi hljóð – heldur stöðugt hitt, þetta undarlega miðaldavæl: Flugfélag Íslands tilkynnir seinkun á flugi til Ísafjarðar. Farþegar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við upplýsingar. Hér öðlast maður langþráða hvíld frá þeim arma óði. Kanadíska ljóðskáldið a.rawlings er höfundur bálksins Ljóðapoems – sem er blendingur í öllum hugsanlegum skilningi, ljóð skrifað á íslensku og ensku, í hljóðum og orðum, í konseptstíl og lýrískum myndum sem flækja þjóðernið, staðinn og upplifunina frekar en að einfalda, skreyta, goðgera eða útskýra (einsog hefðbundnar þjóðvísur). Ljóðapoems er athugun og niðurstöður – í senn expressjónískt og impressjónískt verk og í sjálfu sér afar persónulegt þótt það hvíli ekki við statískan sjónarhól heldur vafri milli persónufornafna. Kannski væri réttara að segja það hafa til að bera ríkulegan eigin persónuleika, sem virðist einhvers konar speglun af höfundi, en að það sé persónulegt í þeim skilningi sem jafnan er lagður í orðið. Ljóðapoems inniheldur annars allt sem góð íslensk þjóðvísa á að innihalda – fossa og læki, ær og fjöll – en fyrir sakir undirfurðulegrar hegðunar, persónulegrar sérvisku ljóðmælanda, verður það hvorki banalt (í merkingunni auðskiljanlegur áróður) eða leiðinlegt (í merkingunni upphafið) heldur spriklandi og fagurt án þess að grípa til háðungar eða óþols. Ljóðapoems eftir a.rawlings “Eat my meat,” she says. She does. “Með salti, ám, elfum, álfum.” Hún er ánægð. […] Hraun: lavalarval liminalabial lyricalibidinal liminalibidinal

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.