Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Síða 10
10 17. janúar 2020FRÉTTIR H allgrímur Ólafsson leikari hefur komið víða við en hann fer með eitt af aðalhlutverkunum í kvik- myndinni Gullregn sem frumsýnd var fyrr í mánuðinum. Þar túlkar hann meðvirka mömmudrenginn Unnar og seg- ist ekki hafa þurft að leita lengi til að finna sinn hlut í karakternum þar sem textinn sé að mestu leyti sprottinn frá honum sjálf- um. Hallgrímur er ekki einn af þeim sem vissi alltaf að hann ætlaði að verða leikari. Hann flosnaði snemma upp úr skóla og sótti sjóinn ásamt föður sínum sem stýrði útgerð í sjávarplássinu þar sem hann er alinn upp. „Æsan var á Akranesi, en ég er svona týpískur úti á landi-gaur,“ segir Hallgrím- ur þegar blaðakona hittir hann heim einn hrákaldan morgun í janúar. Nær óhjá- kvæmilega fljótt minnist Hallgrímur á draum sinn að flytja suður um höf, þó ekki væri nema í um eitt ár og njóta bættari veð- urskilyrða. „Ég hata þetta veður. Það væri geggjað að prófa að búa úti í a.m.k. eitt ár og sjá hvernig það færi. Annars hef ég ver- ið rosalega heppinn með vinnu hér heima, verið á föstum samningi frá útskrift og alltaf spenntur yfir því hvað næstu verkefni fela í skauti sér.“ Og talandi um næstu verkefni því fyrr í vikunni hófust fyrstu æfingar á nýju verki sem frumsýnt verður innan skamms í Þjóð- leikhúsinu, Útsending í leikstjórn Guðjóns Davíðs Karlssonar. Hallgrímur segir æf- ingar fara vel af stað en um leið og þeim ljúki taki svo við æfingar á Kardimommu- bænum þar sem hann mun fara með hlut- verk eins þriggja ræningja sem flestir kann- ast við. „Það er mikill munur að leika fyrir börn og fullorðna, ég viðurkenni það. Sem foreldri finnst mér svo gaman þegar barna- sýningar virka líka fyrir fullorðna og þegar ég tek þátt í barnasýningum er ég alltaf með hugann við það að fullorðnir verði að geta skemmt sér líka.“ Elsti pabbinn í bekknum Sjálfur á Hallgrímur þrjú börn á aldrinum Íris Hauksdóttir iris@dv.is „Þegar þú ert með fleiri skópör en setningar veistu að þú ert með lítið hlutverk“ Skrítin standpínustemning um borð – Kvíðir hlutverkum sem sýna stórar tilfinningar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.