Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Page 11
17. janúar 2020 FRÉTTIR 11 fimm til tuttugu ára. Hann hóf leiklistar­ námið tuttugu og sex ára, þá með fjögurra ára gamalt barn í farteskinu og þrætir ekki fyrir að það hafi verið talsvert ólíkt hinum bekkjarfélögunum þótt bekkurinn hafi í heild verið frekar gamall – miðað við það sem gengur og gerist. „Leiklistardraumurinn var alltaf ansi langsóttur í mínum huga,“ segir Hallgrím­ ur og heldur áfram. „Ég held ég hafi skrifað fjórar umsóknir áður en ég lét verða af því að sækja um, en svo komst ég inn í fyrstu tilraun. Það var mikið gert grín af mér í skólanum enda var ég varla með grunn­ skólapróf. Ég vissi ekkert um stefnur eða strauma, hafði ekkert lesið af bókmenntum og kunni ekki staf í því sem bekkjarsystkini mín höfðu lært á sinni menntaskólagöngu. En ég vissi að þetta var eitthvað sem ég vildi gera. Það var bara smáborgarinn í mér sem hélt aftur að mér, að ég gæti ekki látið verða af þessum draumi því hann var of fjarlægur á Akranesi. Það er svona að al­ ast upp í litlu samfélagi, manni finnst mað­ ur ekki geta komist neitt en þar fyrir utan þekkti ég ekki þennan leikhúsheim, mað­ ur heyrði bara sögur um erfið inntökupróf þar sem fleiri hundruð manns sækja um en einungis átta fá inngöngu. Ég hafði aldrei leikið neitt en í þau skipti sem ég sótti leik­ húsið fann ég að þetta væri mögulega eitt­ hvað sem ég gæti gert. Ég vissi hins vegar ekkert hvað ég var að fara út í enda hafði ég alltaf bara séð fyrir mér lokaniðurstöðuna. Það er að segja sviðsverkið á frumsýningu en aldrei gert mér í hugarlund hvað fælist í ferðalaginu þangað. Eftir fjögur ár af ná­ inni vinnu vorum við bekkjarsystkinin öll góðir vinir þótt við hefðum ekki endilega verið sterkasti hópurinn, við erum öll sam­ mála því og það er alveg algengt í þessu. Auk þeirra kynntist ég svo fullt af fólki úr öðrum bekkjum sem og kennurum en ég einsetti mér frá byrjun að drekka í mig allt sem ég gat lært þarna.“ Þegar maður er ungur og graður er engin hætta á kulnun Eftir útskrift lá leið Hallgríms norður á Ak­ ureyri þar sem hann lék í ríflega tvö hund­ ruð sýningum á einu leikári. Hann segir þá reynslu hafa kennt sér mun meira en árin fjögur í leiklistarskóla. „Fyrsti veturinn eftir útskrift var frá­ bær, þarna lék ég í Fló á skinni, Ökutím­ um og Óvitunum, að meðaltali níu sýn­ ingum á viku. Ég skólaðist helvíti mikið á því. Ég myndi ekki nenna þessari keyrslu í dag en þegar maður er ungur og grað­ ur er engin hætta á kulnun. Magnús Geir Þórðarson var þarna leikhússtjóri og ég vann með fullt af frábærum leikurum. Ég segi það oft, að leikhúsið getur verið mjög erfiður vinnustaður, maður þarf að vera fókuseraður, vel undirbúinn og gefa bók­ staflega allt sem maður á. Þegar vel tekst til er hvergi skemmtilegra að vera en leik­ húsið getur líka verið leiðinlegt. Þú þarft að vinna með alls konar fólki sem býr yfir ólíkum hugmyndum og er ekkert endilega alltaf á sömu skoðun og þú en vinnan snýst um að verða sammála því ef maður er það ekki verður niðurstaðan aldrei góð. Mað­ ur þarf alltaf að finna sitt jafnvægi. Auð­ vitað eru líka margir að berjast um bitann, það er bara eins og það er en ég hef verið mjög heppinn hvað þetta varðar, hef fengið nóg að gera og leikið í skemmtilegum upp­ færslum.“ Spurður hvort hann fái aldrei leið á sýn­ ingum segir Hallgrímur öllu máli skipta að stilla hugann rétt áður en hann stígur á svið. „Við sýndum Mary Poppins 147 sinnum en þar fór ég með mjög lítið hlutverk. Ég var engu að síður með í öllum dansatriðunum og mér finnst satt best að segja ekkert gam­ an að dansa, ja, eða ég er öllu heldur ekki góður í að dansa, ég er lengi að læra sporin og finnst þetta allt eitthvað svo erfitt. Þess vegna fannst mér þetta svolítið leiðinlegt og fyrir hverja sýningu fór ég með möntru í hausnum á mér niður í bílakjallara þar sem ég sagði sjálfum mér, ef þetta verður leiðin­ legur dagur er það alfarið þér sjálfum að kenna. Ég fann að ég var að verða pirraði gaurinn og vildi ekki vera sá gaur, ég þurfti að passa mig þarna. Það getur verið mjög erfitt að vera í hlutverki sem gefur manni lítið, en svo eru auðvitað lítil hlutverk sem eru mikilvæg fyrir verkið og þá er gaman. Mér finnst alveg jafn skemmtilegt að leika stór eða lítill hlutverk svo framarlega sem það hefur einhverja merkingu fyrir verkið. Stanislavski sagði einhverju sinni að það væru engin lítil hlutverk bara litlir leikar­ ar en það er kjaftæði – ég er búinn að af­ sanna það. Það eru víst til lítil hlutverk og þegar þú ert með fleiri skópör en setningar þá veistu að þú ert með lítið hlutverk.“ Við þekkjum öll þetta fólk Þegar talið berst að eftirminnilegum mis­ tökum á sviði er Hallgrímur fljótur til svars. „Ég hef oft gleymt texta og dottið út en þá er alltaf einhver sem grípur mann. Ég hef hins vegar aldrei lent í því eins og sumir tala um að verða alveg tómur, ég hef alltaf náð að redda mér. Svona lagað á sér stað mun oftar en áhorfendur átta sig á og mótleikararnir fatta alltaf um leið ef eitt­ hvað er að klikka og grípa inn í. Eitt af því eftirminnilegasta er samt stjórnlaust hlát­ urskast sem við lentum í þegar við vorum að leika Risaeðlurnar eftir Ragnar Braga­ son í Þjóðleikhúsinu. Við sátum öll við langborð á miðju sviðinu og Pálmi Gest­ son átti að minnast á lambakjöt, nema „Leikhúsið er erfiður vinnu- staður – en þegar vel tekst til er hvergi betra að vera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.