Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2020, Side 21
FÓKUS 2117. janúar 2020
hvernig tími er skipulagður og hvernig
fólk lifir í tíma,“ sagði Hildur í samtali við
Morgunblaðið á sínum tíma.
Í viðtali við Fréttablaðið um svipað leyti
sagðist hún ætla að „ákveða sem minnst
og elta forlögin“ þegar hún var spurð um
framtíðarplönin. Sumarið eftir útskrift
starfaði hún sem tæknimaður á Ríkisút
varpinu.
Á þessum tima var Hildur þegar farin að
semja tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir
og starfa með tónlistarmönnum úr ýmsum
áttum. Hún var meðal annars í hljómsveit
Sigríðar Níelsdóttur og í stórsveit Nick Nol
te, sem hitaði upp fyrir bandarísku hljóm
sveitina Animal Collective á tónleikaferð
hennar um Bandaríkin.
Draumur um Balí
Árið 2006 kom fyrsta sólóplata Hildar út
hjá 12 tónum, þar sem hún spilaði á öll
hljóðfærin sjálf ásamt því að taka upp og
semja tónlistina.
„Diskurinn heitir Mount A og er nafnið
eiginlega tilkomið af því að ég byrjaði að
taka upp plötuna í New York á stað sem
heitir Mount Vernon,“ sagði Hildur í sam
tali við Blaðið í október 2006. „Ferlið var
nefnilega eins og að klífa fjall og koma nið
ur aftur þannig að mér fannst þetta mjög
viðeigandi.“
Þá sagðist Hildur ómögulega geta gert
upp á milli ákveðinna tónlistarmanna en
sagðist undanfarið hafa hlustað mikið á
tónlist frá Balí, sem henni þætti æðisleg.
Sagðist hún vera heilluð af viðhorfi íbúa
Balí til tónlistar. Hún sagði að Balí væri
draumastaður sinn til tónlistariðkunar.
„Ég myndi vilja spila þar í heimahúsi
með innfæddum. Það er æðisleg tón
listarhefð þarna og falleg stemning þar
sem fólk kemur saman og spilar í marga
klukkutíma samfleytt, í öllum þorpum og
úti um allt og allir eru velkomnir með.“
Hildur sagði jafnframt að það væri lúx
usaðstaða að geta spilað og lifað á tón
listinni. Þetta er auðvitað ótrúlegt hark oft
og ekki stöðugt og kósý starf en ef vel tekst
til og maður á vel heppnaða tónleika þá er
þetta ótrúlega gefandi staða að vera í.“
Hún sagðist aldrei hafa hugsað út í ann
að ævistarf en tónlistina. „Ætli ég segi ekki
bara flugmaður eða bakari. Mér finnst
þetta alltaf svolítið fyndin spurning og eins
ef ég er spurð út í önnur áhugamál. Það
snýst einhvern veginn allt um tónlistina
hjá mér. En ef ég ætti að nefna eitthvað
annað sem ég hef áhuga á þá eru það bæk
ur. Ég les mikið og finnst alltaf gaman að
lesa góðan krimma og svo er Murikami í
miklu uppáhaldi hjá mér.“
Sama ár ræddi Hildur við Morgunblað
ið, en hún var þá að fylgja plötuni eftir og
var á fullu í tónleikahaldi víða um heim
með hinum ýmsu listamönnum. Hild
ur sagði að allir dagar hjá henni sner
ust í kringum tónlist. Aðspurð um hvað
hún gerði í frístundum svaraði Hildur að
hún ætti alltaf í vandræðum með að svara
þeirri spurningu, enda ætti hún eiginlega
engin áhugamál fyrir utan tónlistina.
„Mér finnst gaman að baka brauð. Það
er mín jarðtenging. Svo er ég farin að gera
svolítið meira af því að elda heima hjá mér
í Svíþjóð. Ég les líka töluvert. Annars reyni
ég helst að taka því rólega þegar ég er ekki
á spani. Þegar maður lifir erilsömu lífi er
mikilvægt að hvíla sig og safna kröftum
inn á milli.“
Þá kom meðal annars fram að uppá
haldsdagur Hildar væri sunnudagur „þar
sem það er svo mikil ró yfir honum“ og að
uppáhaldsmaturinn hennar væri „rjúpan
hennar mömmu á jólunum“. Þá sagði hún
að sund væri hennar uppáhaldsheilsurækt
og bestu sundstaðirnir væru að hennar
mati á Íslandi.
Elskar Berlín
Hildur fluttist búferlum til Berlínar árið
2007 en hún kynntist borginni fyrst árið
2003 þegar hún var skiptinemi í UdK,
Listaháskóla Berlínar.
„Ég varð strax ástfangin af borginni og
hef verið það meira og minna síðan. Það
eru ótalmargar ástæður fyrir því að mér
líður vel í Berlín. Hún er mjög róleg, og þar
er mikið olnbogarými. Þar er mjög auðvelt
að hverfa og það hentar mér rosalega vel af
því ég þarf mikið rými til að vera ein með
hugsunum mínum,“ sagði Hildur í sam
tali við Fréttablaðið árið 2010. Hún bætti
því við að þó að Ísland væri æðislegt land
þá hefði landið sína kosti og galla. Helsti
ókosturinn væri sá að landið væri lítið og
takmarkað. „Stemningin verður oft mjög
heimilisleg og skemmtileg og það sem er
svo æðislegt er að það hjálpast allir ein
hvern veginn að. Þannig að það er mjög
sérstakt ef maður miðar við það sem tíðk
ast erlendis. Fólk stendur saman en úti eru
miklu fleiri og ekki þessi samheldni.“
Árið 2009 var Hildur orðin vel þekkt í al
þjóðlegu samfélagi framsækinna tónlistar
manna og gaf út sína aðra plötu, Without
sinking. Hún var þá komin á samning hjá
útgáfunni Touch, sem meðal annars gaf
út tónlist Jóhanns Jóhannssonar heitins
á erlendri grundu. Plötuna vann Hildur
einmitt með Jóhanni Jóhannssyni, ásamt
Skúla Sverrissyni og svo föður sínum,
Guðna Franzsyni, og var hún tilnefnd til
Íslensku tónlistarverðlaunanna sem besti
flytjandinn og fyrir plötu ársins.
Ári seinna, í desember 2010, kom fram
í grein Mogunblaðsins að Hildur væri
„rísandi stjarna sem væri að slá í gegn á
alþjóðavettvangi“,en hún hafði þá verið
fengin til að semja tónlist við uppsetningu
Þjóðleikhússins á verkinu Lér konungur.
Þriðja plata Hildar, Leyfðu ljósinu, kom
síðan út árið 2012.
Tónlistarsystir Jóhanns Jóhannssonar
Hildur og unnusti hennar, Sam Slater,
eignuðust son sinn, Kára, árið 2012. Árið
2014 var Hildur orðin töluvert eftirsótt í
heimi kvikmyndagerðar, auk þess sem hún
hélt áfram að spila tónlist víðs vegar um
Evrópu og einnig í Bandaríkjunum.
Í viðtali við Morgunblaðið sama ár kom
fram að margra ára samstarf hennar og Jó
hanns Jóhannssonar hefði leitt til þess að
Hildur fór að vekja eftirtekt í heimi kvik
myndatónlistarinnar.
„Ég hafði svo sem ekki ætlað mér neitt
sérstaklega út í kvikmyndatónlist en það
hefur einhvern veginn bara æxlast þannig
síðustu ár að ég hef unnið mikið í kvik
myndum. Fólk hefur oft haft á því orð að
tónlistin mín sé mjög myndræn og henti
þess vegna vel í kvikmyndir. Svo er minn
helsti samstarfsmaður og tónlistarbróðir,
Jóhann Jóhannsson, búinn að vera á rosa
legu flugi í kvikmyndatónlist.“
„Við höfum unnið mjög náið saman síð
asta áratug svo ég hef að miklu leyti leiðst
út í þetta með honum. Við komum yfirleitt
að flestum verkefnum hvort annars að ein
hverju leyti. Annars hef ég mjög gaman af
því að vinna í kvikmyndum en ég er samt
að passa mig aðeins að festast ekki alfar
ið í því.“
Hún sagði á öðrum stað: „Sjálf er ég
t.d. þannig að ég er vakin og sofin yfir því
sem ég geri. Mig dreymir yfirleitt alltaf það
sem ég hef verið að vinna að yfir daginn.
Ég sofna með tónlistina á lúppu í hausnum
og er svo yfirleitt í upptökum eða að spila á
tónleikum í draumum.“
Í október sama ár ræddi Fréttablaðið
við Hildi í tilefni þess að hún hafði verið til
nefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlanda
ráðs fyrir tónverkið Undir tekur yfir. Hildur
sagði þá frá óhugnanlegri lífsreynslu, sem
seinna varð innblástur að umræddu verki.
„Sumarið 2012 varð ég fyrir þeirri lífs
reynslu að missa meðvitund. Ég missti
reyndar ekki neitt, því það sem gerðist í
rauninni var að það urðu eins konar með
vitundarskipti og undirmeðvitundin tók
völdin af þeirri vitund sem yfirleitt ræður
ferðinni.“
Heiðarleg og hugrökk
Árið 2016 hlaut Hildur menningarverð
laun DV 2016 í flokki tónlistar.
„Hildur er heiðarlegur, hug rakkur og
leitandi tónlistarmaður sem fann snemma
sína rödd, íhug ula og djúpa. Sú rödd hefur
fengið að halda áfram að þroskast og vaxa
með hverri nýrri áskorun sem tónlistar
konan tekst á við“ kom fram í umsögn
dómnefndar.
Það sama ár hlaut Hildur, ásamt
þeim Jóhanni Jóhannssyni og Rutger
Hoedemækers, Edduverðlaunin fyrir tón
listina í sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð. Árið
2017 vann Hildur síðan Edduverðlaunin
fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Eiðurinn.
Hildur vann náið með Jóhanni Jó
hannssyni allt þar til hann féll frá í febrú
ar 2018, en eitt af þeirra síðustu verkefnum
saman var kvikmyndin Mary Magdalene.
Saman unnu þau að gerð tónlistar í mynd
um á borð við Prisoners, Sicario og Arri
val. Þá sá hún um tónlistina í framhalds
myndinni Sicario: Day of Soldado, sem var
þá stærsta verkefni Hildar í Hollywood.
Á síðasta ári komu síðan út sjónvarps
þættirnir Chernobyl þar sem Hildur er
höfundur tónlistarinnar, en eins og kunn
ugt er hlaut hún Emmyverðlaunin fyrir
verkið.
Í ágúst 2018 var síðan tilkynnt að Hildur
myndi sjá um tónlistina í væntanlegri kvik
mynd um Jókerinn úr teiknimyndasögun
um um Leðurblökumanninn. Restina af
sögunni þekkja allir. Hildur tók við Golden
Globeverðlaununum í byrjun þessa
mánaðar og skráði sig um leið á spjöld
sögunnar þar sem hún er fyrsta konan til
að hljóta verð launin einsömul. Aðeins
rúmlega viku síðar var tilkynnt að Hild
ur hefði hlotið tilnefningu til Óskarsverð
launanna eftirsóttu, en hún er sjöundi Ís
lendingurinn til að fá tilnefningu.
Nú er að bíða og sjá hvort hláturmilda
stelpan úr Hafnarfirðinum taki gylltu stytt
una með sér heim, fyrst Íslendinga. n
Þessi ljósmynd var tekin
af Hildi þegar hún var
15 ára gömul og tjáði
sig um jafnréttismál í
tímaritinu Veru. Ljós-
mynd/Tímarit.is
Hildur vakti athygli sem forsprakki sveitarinnar Woofer og
var kölluð „framtíðarsöngkona“. Ljósmynd/Tímarit.is
Hildur var fyrst allra
til að úrskrifast af
nýmiðlabraut LHÍ,
23 gömul. Ljós-
mynd/Tímarit.is
Í viðtali við Blaðið árið 2006 sagðist Hildur
halda mikið upp á tónlist frá Balí og að hana
dreymdi um að heimsækja eyjuna. Ljósmynd/
Tímarit.is